Vikan


Vikan - 09.06.1966, Síða 41

Vikan - 09.06.1966, Síða 41
JarSarfarir hjá heiSingjum Framhald af bls. 11. Ferðalag sálarinnar Með öllum þeim fórnum, sem nú hafa verið nefndar, voru menn samt ekki öruggir um sál hins framliðna. Menn óttast að hún lendi á vondum stað, í slæmum félagsskap innan um illa anda og í heldur miklum hita. Þess vegna eru aðrir prestar og sær- ingamenn fengnir til að biðja fyrir hinum framliðnu. Til þess að finna þá réttu menn til þeirra hluta, leita menn til munkanna, lærisveina Búddha, því þeir telj- ast allra manna fróðastir um Vítin og hreinsunareldana og vegina þar á milli. Þegar ríkir menn eiga í hlut, láta menn sér ekki nægja venjulegar fyrir- bænir og sálumessur, heldur fá menn prestana til að skrifa vega- bréf handa sálunum. Vér höfum lesið þess konar vegabréf. Þau eru stíluð til þess höfðingja, sem fer með völd í undirheimum, vit- um eða einhverjum hreinsunar- eldi. Hafi nú aðeins sálin farið í hreinsunareldinn, þá er málið einfalt. Menn skrifa einhverjum forstjóra í undirheimum kurt- eislega orðað bréf, • og tilkynna hvaða sál hér sé á ferð. Það er einnig tekið fram að sálin hafi á jörðunni gert mörg góðverk og áunnið sér verðleika, en hafi þó ekki verið við því búin að vera kölluð héðan. Höfðingi hreinsunareldsins er beðinn að taka vægt á brotum hins fram- liðna, og leiðbeina honum, svo hann komist sem greiðlegast gegn um þrautir eldsins og geti sem fyrst komizt á betri staði. Höfð- ingjum andanna er einnig lofað ríflegum fórnargjöfum, ef þeir vilji greiða vel fyrir sálinni. Bréfið er síðan dagsett og undir- skrifað af einhverjum presti, og síðan er það sent inn í annan heim með því að brenna það í eldi. Meðan prestarnir eru að semja við máttarvöld annars heims, verða þeir að fá góðan veizlu- mat og ríflega borgun að lokum. Þótt þetta sé gert, má ekki vanrækja neitt í sambandi við jarðarförina. Mikil veizla er hald- in öllum þeim, sem koma vilja, vín er veitt og alls konar kræs- ingar. Hljómsveit er höfð við hverja jarðarför, og heldur tvær en ein, og vinna þær dag og nótt, með litlum hvíldum. Sorgarbúningur er hvítur í Kína. Margar reglur og mjög flóknar gilda, þegar menn syrgja ástvini sína. Við jarðarför klæð- ast nánir ástvinir hins látna hvít- um sloppum, bera hvítar húfur á höfði og ganga í skóm, sem flétt- aðir eru úr hálmi. f húfuna eru bundnir með spottum litlir hnoðrar úr bómull, og lafa þeir niður, þannig að þeir hoppa og skoppa til og frá í andlitinu á mönnum þegar þeir ganga í lík- fylgdinni. Allir ástvinir hins látna falla fram fyrir líkkist- unni í heimahúsum, og skulu þeir endurtaka þá athöfn tuttugu og fjórum sinnum áður en kistan er borin út. En dæmi eru til þess að kistunni hefir verið lokað sérlega vel og hún síðan verið máluð dökku lakki og þar eftir látin standa allt að tveim árum í heimahúsum, svo að jarðar- förin hefir tekið á þriðja ár. Telst þetta hinn mesti heiður, sem hægt er að veita hinum framliðna. En þá bætast við margir helgisiðir. Sjöunda hvern dag í 35 daga skal endurtaka sálumessur og tilbeiðsluathafnir, og ber þá, ef vel á að vera, að kalla til presta frá þrem aðal- trúarbrögðum Kína, eða sere- móníumeistara, frá Búddhadómi, Taoisma og Konfúsianisma til að tryggja að vel sé fyrir öllu séð, er sálina varðar. Síðan er jarðar- förinni haldið áfram. Og hvort sem hún tekur lengri tíma eða skemmri, verður að framkvæma eina mikilvæga athöfn áður en haldið er til grafarinnar. En hún er í því fólgin að bókmennta- fræðingar Konfúsíusarsinna letra nafn hins látna á forfeðratöflu. Forfeðrataflan eða andataflan, ling-pai, sem notuð er í heima- húsum, er þrjátíu-fjörutíu cm. á hæð, og neðan á henni er stall- ur, svo að hún getur staðið á hillu. Hún líkist að miklu leyti litlum legsteini, þótt hún sé úr tré. Hún er geymd á goðahillu heimilisins og daglega skal brenna reykelsi fyrir framan hana og töflur af sömu gerð, sem áður voru til á heimilinu. Nóttina áður en kistan er til grafar borin, eru sálumessur sungnar og leikið er á hljóðfæri. Þeir andar, sem fyrir eru í anda- heiminum, eru beðnir að taka vel við anda hins látna. Gera menn ráð fyrir að mikill fjöldi vin- veittra anda sé þar viðstaddur. Um grafreiti (Fen-shan) Kistan er yfirleitt borin til grafar af mörgum mönnum, svo sem áður segir. Oft fer þangað margt manna, en þó ekki nema lítill hluti þeirra, sem þátt hafa tekið í átveizlunum á heimili hins látna. Grafreitir eru venju- lega í fjallshlíð, á hæðum, hólum eða árbökkum. Um leið og lík- fylgdin mjakast áfram, er aft- ur og aftur brennt púðurkerl- ingum, einkum við beygjur á vegum. Menn gráta sjálfir og fá aðra til að gráta með sér. Ríkir menn taka grátkonur á leigu til þess að ekki skuli neitt vanrækt í þeim efnum. Þar að auki fara menn á eigin spýtur og gráta á gröfum framliðinna ástvina. Má oft heyra kvein grátendanna langar leiðir frá grafreitunum. 22 daga skemmtiferð Ítalía - Kaupmannahöfn Gautaborg — Feneyjar — Verona — Bologna — Flórens — Bísa — Róm — Napoli — Sorrento — Assisi — San Marino — Rimini — Kaupmannahöfn Þessi ferð hefur verið nær því óbreytt í sumaráætlun okkar ár frá ári. Hún hefur ávallt verið vel sótt og hefur líkað sérstaklega vel. Kemur margt til — bæði að Ítalíuferðir sem þessar eru alltaf vinsælar og einnig að skrifstofan hef- ur fengið góða reynslu í því að skipuleggja þessar ferðir sem bezt má vera. Við sjáum flestar merkustu borgir Ítalíu auk margra fallegustu héraða lands- ins. Auk þessa alls höfum við góðan tíma bæði í Kaupmannahöfn og Gautaborg. 5. ágúst: Flogið til Svíþjóðar um miðjan dag og lent í Gautaborg seint um kvöldið. 6. ágúst: Dvalið I Gautaborg. Má eyða hluta dagsins til að skoða Volvoverk- smiðjurnar. 7. ágúst: Dagsferð um nágrenni Gautaborgar. Þetta er sunnudagur og tilvalið að aka um héruðin norður af Gautaborg, en þar er m.a. vatnið Vánern, Troll- háttan og margir aðrir rómaðir staðir. 8. ágúst: Flogið snemma morguns frá Gautaborg til Feneyja. Þar er lent skömmu eftir hádegið. Á flugvellinum bíður okkar langferðabíll og hefst nú sjálf Ítalíu- ferðin. Að sjálfsögðu er fyrsta dagleiðin stutt, en farið er um Verona til Flórens. 9. —10. ágúst: Tveir dagar í Flórens. Bæði skoðum við sjálfa borgina og nágrenn- ið. Toscana-héraðið er bæði frægt fyrir Chianti-vínin og fegurð Appennina- fjallanna. Borgin, sem kennd er við þá Dante og Boccacio, geymir mörg ó- dauðleg listaverk. 11. ágúst: Ekið er um hinn frjósama Arnodal og eftir tvo tíma komið til Pisa. Eftir að hafa skoðað borgina er haldið áfram með ströndinni allt til Rómar. 12., 13., 14. ágúst: Þrír dagar í Róm. Að vísu mundi ekki veita af lengri tíma til að skoða þennan stað, en við gerum okkar bezta. Við notum bílinn til að skoða allt það helzta, þ.á.m. Páfaríkið. 15. ágúst: Fyrir hádegi er ekið til Napoli. þar sem við stönzum og borðum há- degismat. Síðar er haldið út með Napoliflóanum þar sem við höfum útsýni bæði til Capri og Ischia og komum að síðustu til Sorrento, sem er einn frægasti bað- staður Ítalíu. 16. —17. ágúst: IJm kyrrt á ströndinni. Geta nú sóldýrkendur notið sín. 18. ágúst: Um Napoli til Assisi. 19. ágúst: Stutt dagleið en skemmtileg til smáríkisins San Marino. 20. ágúst: San Marino — Feneyjar. Ekið er eftir austurströnd Ítalíu um Rimini og Ravenna. 21. —22. ágúst: Um kyrrt í Feneyjum. Seinni liluta dags þ. 21. er flogið til Gauta- borgar. þar sem skipt er um flugvél, sem lendir í Kaupmannahöfn um kl. 8 e.h. 23., 24., 25. ágúst: Um kyrrt í Kaupmannahöfn. 26. ágúst: Flogið um Gautaborg til íslands. Brottför: Frá Reykjavík 5. ágúst. Heildarverð: kr. 21.900,00. Innifalið í verði: Flugferðir og ferðalag um Ítalíu í langferðabíl, allar gistingar, fullt fæði alla Ítalíuferðina, en morgun- verður í Kaupmannahöfn og Gauta- borg, fararstjórn og söluskattur. Sérstakar greiðslur: Eins manns herbergi alla lciðina kr. 500,00. Flugvallarskattur í Gautaborg SKR 15,00. Flugvallarskattur í Khöfn DKR 20,00. Ekki innifalið í verði: Drykkir með mat og önnur per- sónuleg útgjöld. Gististaðir: Gautaborg: Ilotell Volrat Tham. Flórens: Hotel Milano Terminus. Róm: Hotel Columbus. Sorrento: Grand Ilotel Flora. Assisi: Hotel Umbra. San Marino: Hotel Titano. Feneyjar: Hotel Cavaletto. Kaup- mannahöfn: Saxohus Hotel. Fararstjóri: Helgi Skúlason, leikari. LÖND & LEIÐIR VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.