Vikan


Vikan - 09.06.1966, Síða 43

Vikan - 09.06.1966, Síða 43
Að velja réttan stað undir graj- ir er ekki neitt áhlaupaverk. Til þess þarf sérfróða menn, jarðvegsfræðinga eða vinda og vatnafræðinga, sem svo eru nefndir (feng-swei sien-seng). Hlutverk þeirra er að finna heppilega staði, þar sem andar framliðinna njóta hvíldar og friðar, en þetta verk verður að vinna án þess að reita til reiði dreka jarðarinnar, því hann get- ur valdið miklum slysum og mik- illi ógæfu ef menn gera eitthvað á hluta hans. Þessir jarðvegs- fræðingar eru mjög í hávegum hafðir í kínversku þjóðfélagi, og þeir fá góða borgun fyrir hverja gröf, sem tekin er. Það telst sér- lega heppilegt ef þeim tekst að finna grafarstæði nálægt púlsi drekans (Lung-meh), því þar er gott að hvíla. Vér gerðum eitt sinn fyrirspurn með hvaða móti auðið væri að skera úr því hvort komið væri nólægt púlsi drek- ans, og fengum það svar að málið væri einfalt, því segulnálin sýndi það, svo að ekki yrði um villzt. Dýrkun forfeðranna Mönnum kann að virðast það, sem hér hafi sagt verið í sam- bandi við andlát og greftrun framliðinna, benda til þess að þessi mál séu mjög flókin og um- svifamikil og leggi þungar byrðar á hina lifandi. Og það er ekki ofmælt, en þó fá menn aðeins nasasjón af því við lestur eða heyrð þessarrar ritgerðar. Orsök þessara flóknu siða er átrúnað- urinn. Hinir framliðnu teljast guðdómlegar verur eftir andlát- ið — eða demóniskar. Þess vegna verður að viðhafa svo mikla gát. En þeir eru ekki sterkari en svo' að þeir eru háðir þjónustu lifandi manna. Ef hætt er að dýrka þá og þjóna þeim, deyja þeir öSrum dauða í öðrum heimi, gufa upp og gleymast, og þeirra sér engan stað. Við gröfina varpa menn sér á grúfu til að heiðra hinn fram- liðna. Sérstakur meistari, sem venjulega er bókmenntafræðing- ur, stjórnar athöfninni, gefur merki og lætur menn vita hve- nær þeir eigi að varpa sér á grúfu, hvenær þeir eiga að gráta og hvenær þeir eigi að standa upp. Eftir þessu fara menn svo nákvæmlega sem þeir geta. Þegar lokið er öllum öðrum helgiat- höfnum, þá er ein eftir. Hún er í því fólgin að allir karlmenn, ná- komnir hinum látna, eiga að varpa sér flötum í moldina, sem upp kom, þegar gröfin var tek- in, og þetta eiga þeir að endur- taka tuttugu og fjórum sinnum. Því næst er nokkru af moldinni mokað ofan í gröfina, og sálu- messur munkanna og fyrirbæn- ir heyrast á nýjan leik. Sérstakar bænir eru fluttar til þess að sálir framliðinna skuli ekki endurholdgast í svínum eða öðrum dýrum, sem menn slátra og neyta síðan. Aðrar bænir eru fluttar til þess að sálin verði ekki að hefnigjörnum flökku djöfli, en andinn er sjálfur beðinn að halda sér þar sem hann á að vera viðmælanlegur að réttu lagi, það er að segja við andatöfluna, við gröfina og í forfeðrahöllinni. Á þessum stöðum á hann að taka á móti fórnum og annarri virðingu, sem öndum í andaheim- inum er í té látin. Nokkrum dögum eftir jarðar- förina er gengið frá leiðinu og þá eru einnig fluttar viðeigandi bænir og reykelsi brennt. Upp frá því er tilbeiðsla við gröfina á tilsettum tímum sjálfsögð skylda, og reykelsisfórnir og matarfórn- ir sjálfsagðir hlutir. Hver gröf er að réttu lagi helgidómur í heiðnum sið kínverskum, og þar geta leikmenn ungengizt andana án þess að prestar eða sérfróð- ir menn þurfi þar nokkuð að gera. En þeir eru mjög nauð- synlegir í sambandi við andlát og greftrun. Athafnir forfeðradýrk- unar eru mjög einfaldar, og vér tókum eftir því að menn vörðu ekki löngum tíma til þeirra. Menn komu og kveiktu í nokkr- um stöngum af reykelsi, sögðu fram bænir, brenndu dálitlu af pappírspeningum til að senda hinum framliðnu gjaldeyri til annars heims. Reykelsinu var brennt í sérstöku keri, en slík ker eiga að vera á hverri gröf ef vel á að vera. Til að gera gröf vel úr garði, verja menn oft meira fé en það kostar að byggja einfalt íbúðar- hús í Kína. Fullkomin gröf höfð- ingja er mikið mannvirki og er margfalt stærri en legstaður í kirkjugarði hjá oss. Oft er stórt svæði framan við gröfina stein- lagt sléttu, höggnu grjóti. Svæð- ið er stundum prýtt höggmyndum og miklum skreytingum. Þar eru steinbekkir, svo hægt er að sitja þar og hvíla sig. Þar sem íburð- ur er mikill, leikur enginn vafi á því að meira fé er varið handa hinum framliðna en ástvinir hans lifandi, sarnan taldir, hafa til sinna ráða. Dýr jarðarför kostar margra ára sparsemi, og oft verða menn að taka lán til að standast kostnaðinn og eru lengi að greiða þau. Áður en tækniöldin kom til sögunnar, var sérhver gröf talin helgidómur, sem ekki mátti raska né vanvirða á neinn hátt, ekki heldur þegar leggja skyldi vegi eða smíða hús. Góðverk var talið að vernda grafir, hreinsa þær og hirða. Nú eru þær afar víða, út um akra og engi, inni í borg- um og þorpum, meðfram ám og lækjum, en óvíða saman safnað í kirkjugarða, líkt og hjá oss. Þó voru slíkir grafreitir til, eink- um á hólum og í hlíðum fjalla. Oft virðist náttúrufegurð hafa ráðið vali grafreita. Líkræður hjá heiðingjum Eðlilegt er að menn spyrji hvernig líkræður séu hjá heið- ingjum, og hvort þær líkist að nokkru þeim minningarræðum, sem vér flytjum við greftrun framliðinna. Hér til er að svara að lítil áherzla liggur í líkræð- VIKAN 23. tbl. JO

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.