Vikan


Vikan - 09.06.1966, Síða 46

Vikan - 09.06.1966, Síða 46
Útigrillofn, þar sem glóðin er mynduð með viðarkolum, er skemmtilegt og þægilegt óhald og alls ekki dýrt. Slíkur ofn jafnast að vísu ekki alveg ó við raímagnsgrillofn, þar sem infrarauðu geisl- arnir þrengja sér betur inn í matinn og hann verður gegnsteiktari í rafmagnsofninum. Viðarkola- ofninn steikir matinn meira að utan en innan, en kjöt og ýmiskonar matur verður sérstaklega Ijúf- fengur glóðarsteiktur, svo ekki sé minnzt á, hve skemmtilegt er að matreiða og borða undir ber- um himni, hvort sem er heima í garðinum eða á ferðalögum. Hægt er að tendra eldinn með þurru spreki og leggja kolin svo smám saman ofan á, en það er líka hægt að nota kolin eingöngu og tendra með vökva, sem er til þess gerður og fæst hér þar sem viðarkolin eru seld. Það á að steikja við glóðina, en ekki logana, því að maturinn verður sótugur og brennur eða steikist of fljótt, ef of mikill eldur er. A flestum grillofnum er hægt að færa grindina upp eða niður í hæfilega hæð, eftir því hve mikill hitinn er og hvaða mat er verið að steikja. Gott er að bera matarolíu eða aðra fitu á teinana í grindinni, svo að maturinn festist ekki við þá. Það er hægt að glcðarsteikja án sérstaks ofns. Þá er stæðð hlaðið úr steinum og viðarkolin sett þar á og síðan grind yfir. (nf Eftir u.þ.b. 20 mínútur er komin góð U glóð. Nuddið heitn grindina með flesk- LLn bita ú gaffli, þá festist kjötið síður við grindina. Setjið kjötið á grindina. Kryddið og pensl- ið með rnatarolíu eða grillsósu. Malið pip- arinn í lcryddkvörn, svo að hann sé al- veg ferskur og ilmandi. Notið grilltöng, þegar kjötinu er snúið. HafiS uStinarflösku meö vatni við hönd- ina, svo að hægt sé að stökkva vatni á logana, ef feitin rennur niður f glóðina. Kjöt, sem er glóðarsteikt, verður að vera gott og nýtt, en það er hægt að bæta það með því að láta það liggja í blöndu af olíu og vatni, víni eða soyu, og ætti það að verða meyrara eftir það. Kjötið má helzt ekki vera of feitt, þv! að þá vill fitan renna of mikið ofan í glcð- ina. Það má setja lítil form úr málmpappír á glóðina og láta þau taka við dropunum, en það er líka gott að hafa valn í flösku (helzt úðara) við hönd- ina, svo að hægt sé að læg|a logana með því, ef mikil fita slettist á glóðina. Feitur fiskur eins og lax er sérlega heppileg- ur til glóðarsteikingar, og magr- an fisk má pensla vel með olíu og sítrónusafa. Sterkt krydd er notað á kjötið, svo sem rosmar- in, basilikum, miriam og hvít- laukur, en timian er gott á fisk. í matarþættinum síðar í blaðinu eru mataruppskriftir af glóðar- steiktum réttum. Leggið viðarkolin i ofninn og sprautið tendrunarvökva yfir og látið kolin draga hann í sig nokkrar mínútur. Kveikið í og þekið með meiri kolum. Hlóðir gerðar úr steinum og grind lögð yfir. Þennan grillofn er hægt að leggja saman og fæturnir verða sem höid. Stöng, sem hægt er að snúa, á- gæt t.d. fyrir kjúkling. Gríllofn á hjólum, sem auðvelt er aö færa til ef vindáttin breytist eða það byrjar að rigna. VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.