Vikan


Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 48

Vikan - 09.06.1966, Qupperneq 48
ANGELIQUE OG SOLDÁNINN HÖFUM OPNAÐ feriia- og sportvörudeild Myndin er tekin í verziuninni. Innflutt tjöld, 10 gerðir uppsett í verzluninni. Vönduð sterk ódýr. Mikið litaval. Sænskir teppasvefnpokar, verð: kr. 780.00 Diska og boilasett í tösku kr. 390.00 4 tjaldstólar og borð kr. 1.175.00 Gaseldunartæki Myndin er tekin í verzluninni. Veiðistengur frá kr. 130.00 Veiðihjól og margt fleira til stangveiða. Tómstundabððin Nóatúni FERÐA- OG SPORTVÖRUDEILD II HÆÐ Símar 21901 og 17270 Framhald af bls. 19. með handleggina hlekkjaða fyrir aftan bak; síðan komu þrir svartir risar með barón von Nessenood á milli sín; hann var einnig í hlekkjum, þrátt fyrir hræðilegt sár, sem blóðið gusaðist úr. Fangarnir voru dregnir fram fyrir foringjann, sem hét Ali Hadij. Hann lét sem hann sæi ekki dulargerfin, heldur rannsakaði hendur þeirra, til að sjá hvernig þær féllu saman við. gervin. Kaupmennirnir urðu að játa sína réttu stöðu, en sjóræningjarnir ráku upp rokna hlátur, þegar þeir sáu Savary. Þeir settu hann til hliðar og sögðust taka hann frá handa hungruðustu hundunum I Alsír. Athygli mannanna dróst þegar i stað að Angelique. Dökk augu alsírsku liðsforingjanna rannsökuðu hana með forvitni, ekki alveg laus við forvitni, jafnvel aðdáun. Þeir skiptust á nokkrum orðum við Ali Hadij, sem benti henni að koma. Að falla í hendur Berba var svo algengt hverjum þeim, sem lagði i sjóferð, að Angelique hafði næstum átt von á því. Hún hafði þegar lagt áætlunina og ákveðið, hvað hún ætlaði að gera. Hún ætlaði ekki að látast, heldur leggja alla áherzlu á auðæfi sin og það, að hún var kona, að leita að eiginmanni sínum. Alsírmennirnir voru ekki eins og aðrir sjóræningjar, sem réðust á og rændu aðeins fyrir ánægjuna af því. „Iðnaður" þeirra var rekinn á mjög kerfisbundinn hátt. Ágóðanum af herfanginu var skipt mjög nákvæmlega, og ailt var meðtalið, meira að segja hver kaðalspotti. Allt var þetta vandlega skráð og metið til fjár. Þegar konur voru annarsvegar, sérstaklega evrópskar konur, oft fagrar og mikils virði, bar fégræðgin venjulega sigur af girndinni. Hún horfðist alvarlega i augu við hörundsdökka mennina. Hún gaf upp nafn, sem hún hafði ekki notað í mörg ár, löng ár. Hún var eigin- kona Joffreys de Peyrac, sem beið hennar í Bone og myndi áreiðanlega borga fyrir hana lausnargjald. Hann hafði sent til hennar sendiboða, einn af þeirra eigin trú, Mohammed Raki, sem ef til vill var nú meðal fanganna, og gat vitnað fyrir hana. Túlkurinn þýddi og Ali Hadji lét ánægju sína í Ijós með brosi. Hann lét finna hinn handtekna Múhammeðstrúarmann og leiða fyrir sig. Angelique hafði óttazt, að Mohammed Raki hefði særzt eða ver- ið drepinn, meðan á orrustunni stóð, en nú sá hún hann og benti á hann með þeim árangri, að hann var fluttur um borð í alsírsku galeiðuna. Flotinn lagði af stað út flóann og stefndi út á opið haf. Litlu bátarnir voru svo hlaðnir, að það var ekki hægt að hreyfa sig um þumlung, án þess að rugla jafnvæginu og draga úr hraðanum. Aðeins svertingj- arnir og Márarnir hlupu fram og aftur eftir göngubrúnum, milli bekkja galeiðuþrælanna, og lömdu hina kristnu með svipum sínum. Ali Hadji gaf sér gott næði til að horfa á Angelique. Hún gat sér þess til, að hann væri að tala um hana, en skildi ekki hvað þeir voru að segja. Savary renndi sér til hennar. — Fg veit ekki, hvort Mohammed Raki vill votta Það, sem ég hef sagt þeim, og hvað ætli eiginmaður minn segi? Haldið þér, að hann vilji borga fyrir mig lausnarféð? Mun hann hjálpa mér? Ég var á leið til hans, en nú er mér ljóst, að ég þekki ekki alla hans sögu. Ef hann hefur lifað svona iengi meðal Berba, gæti han verið færari um en nokkur annar til að eiga við sigurvegara okkar. Var rétt hjá mér að kynna mig eins og ég gerði? — Það var ekki rangt. Ástandið var nógu flókið áður, þótt þér gerðuð það ekki enn flóknara. Að minnsta kosti eigið þér ekkert gífurlegt á hættu, fyrr en þér hafið verið dregin fyrir rétt Islams. Kóraninn bannar öllum fylgjendum sínum að taka sér konu, sem enn á lifandi eiginmann. Þeir refsa mjög alvarlega fyrir hórdóm. Hinsvegar heyrði ég Ali Hadji segja, þegar þér voruð leidd fyrir hann: — Þetta er hún. Já, þetta er hún. Verk okkar er fullkomnað. — Hvað þýðir Það, Savary? Gamli maðurinn yppti öxlum. ÞriÖji hluti GELDINGÚRINN MIKLI 16. KAFLI Eina hljóðið, sem heyrðist um borð í galeiðunum, sem sigldu í átt- ina að ströndinni, var lágt gjálfur öldunnar, þegar hún skvampaði við kinnunginn. Angelique lyfti drúptu höfði og sá að barón von Nessen- ood starði á land. — Alsír, sagði hann. Rétt í sama bili barst til þeirra gnýr borgarinnar, eins og af þúsund, muldrandi röddum. Þau sáu hana núna, svo glampandi hvita, að hún virtist lífvana. Þegar skipið renndi inn í höfnina, var gullin oddveifa Ali Hadji, efst á siglunni, aðeins ein af hundruðum oddveifa, sem blöktu í léttum and- varanum. Fremsta galeiðan skaut af fallbyssu, og skotinu var svarað með háum gleðihrópum frá ströndinni. Mölturiddararnir tveir, ennþá í rauðum skikkjunum, voru í hópi fyrstu fanganna, sem settir voru á land. Síðan komu sjómenn og sjó- liðar, að lokum farþegar. Eh Angelique var flutt í land sérstaklega undir vörzlu vopnaðra varðmanna. Hinir voru hlekkjaðir saman tveir og tveir, og reknir eftir hafnar- bakkanum til Jenina, þar sem pasjinn hélt til, en fyrst varð að sýna hon- um þá, ef hann vildi velja sér einhvern úr hópi þeirra. Fólkið — hvítir andar með skítgul andlit — þyrptist að þeim á allar hliðar og rak upp skrækar upphrópanir og kastaði á þau illilegum augum. Meðal þeirra voru föl andlit kristinna þræla, skeggjuð og tekin, og þeir hrópuðu til nýju fanganna á öllum tungum kristninnar, í von um að meðal þeirra væri einn af landsmönnum þeirra, sem gæti flutt þeim fréttir af fjölskyldunum. — Ég er Jean Paraguez frá Collioure í Pýreneafjöllum.... Veiztu? .... Ég er Robert Toutain, frá Cette. . . . Tyrknesku varðmennirnir lömdu Þá með nautasvipum og létu höggin riða af handahófi. Þegar þau komu á þrælamarkaðinn, var Angelique flutt upp á loft og lokuð inni í herbergi, sem var hvítt eins og kalk, og þar hnipraði hún sig saman úti í horni og horfði á Þysinn úti. VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.