Vikan - 08.09.1966, Síða 4
Strax og orðið var nægilega bjart, grandskoðuðu þau andlit hvers
annars og vonuðust til að finna í hópnum svört augu og hrokkið skegg
Arlésíumannsins, en hann var horfinn. Að lokum sáu þau hvar hann
lá á gljúfurbotninum, hvítur blettur meðal hvassra, svartra kletta.
— Ef til vill er hann aðeins meiddur.. . .
— Réttu mér kaðalinn, Kermoeur.
Colin Paturel batt hann tryggilega við klett og hinn endann við mitti
sér, með vönum sjómannshandtökum. Siðan, um leið og hann var í þann
veginn að síga niður í gljúfrið, leit hann um öxl á örninn og sagði: —
Réttið mér kylfuna.
Hann batt hana um mitti sér. Þyngsli hennar og fyrirferð gerðu sigiðl&tv
erfiðara, en honum fórst það vel úr hendi.
Félagar hans höiluðu sér út yfir gljúfurbarminn og héldu niðri í sér
andanum meðan þeir fylgdust með honum. Síðan sáu þau hann ná fót-
festu, þar sem likaminn lá, og halla sér yfir hann, svo rétti hann úr sér.
Þau sáu hann leggja fingurna á augnalok mannsins og gera krossmark
yfir honum.
— Ó, vesalings Arlesíumaðurinn, stundi Jean-Jean....
Allir vissu, hvað hafði farið með honum — ódauðlegar minningar um
erfiði og pyndingar, vonir og hlátur, og söngvarnir, sem hann söng
undir stjörnubjörtum himni Afríku, meðan svöl golan muldraði í pálma-
laufinu yfir dapurlegum heimi þrælanna og mildaði þrár þeirra.
— Colin! Varaðu þig á erninum! hrópaði de Kermoeur markgreifi.
örninn hóf sig himinhátt, eins og hann hefði horfið frá bráðinni, en
nú steypti hann sér niður eins og elding. Þau heyrðu vængjatak hans,
þegar hann huldi Colin Paturel sjónum þeirra. Næstu andartök gátu
þau ekki fylgzt með baráttunni, sem fór nú fram miili mannsins og
fuglsins. Siðan sáu þau leiðtoga sinn aftur, þar sem hann sveiflaði
sverri kylfunni eins og mylluvængjum.
Það var erfitt fyrir hann að halda jafnvæginu á þröngri klettasyll-
unni, en hann barðist af slíkri orku og vissu, að það var eins og þetta
væri daglegt brauð. Hann hafði tekið sér stöðu fremst á snösinni, frem-
ur en uppi við klettavegginn, sem gæti hindrað hreyfingar hans. Eitt
ógætilegt skref eða illa miðað högg, gæti sent hann ofan í djúpið. Hann
lamdi á andstæðingi sínum, án þess að taka sér minnstu hvíld, og örninn
gat ekki svarað i sama. Hvað eftir annað hörfaði fuglinn, og annar
vængur hans var máttvana fremst, þar sem Colin hafði hitt hann með
kylfunni, en fuglinn réðist á manninn aftur og aftur með augu, sem
skutu gneistum, og útglenntar klær.
Að lokum náði Colin Paturel kverktaki á erninum. Hann sleppti kylf-
unni, en dró upp hnífinn og skar hann á háls, áður en hann kastaði
honum ofan í djúpið.
— Heilög guðsmóðir imuldraði gamli Caloens.
Allir voru náfölir, og svitinn streymdi niður eftir ennum fólksins.
— Jæja félagar, ætlið þið að toga i mig? kallaði Colin Paturel. —
Eftir hverju eruð þið að bíða þarna uppi?
— Við skulum toga, hágöfgi!
Colin Paturel hafði varpað líki Arlesíumannsins yíir axlir sér, og
þessi aukaþyngsli gerðu ferðina upp langa og erfiða. Einu sinni hvíldi
hann sig á klettasyllu og kraup á annað hnéð, meðan hann var að ná
andanum. Blóð úr sári, sem fuglinn hafði veitt honum, streymdi niður
bringu hans og litaði hvíta skikkjuna.
— 1 fyrstu ætlaði ég að skilja Arlesíumanninn þarna eftir, sagði
hann, — en svo hafði ég ekki brjóst í mér til að skilja hann eftir handa
hræfuglunum.
— Það var rétt hjá þér Colin. Við skulum gefa honum kristna greftr-
un.
Meðan þeir klóruðu grunna gröf með hnífum sínum, fór Angelique
til Colins Paturels, sem sat undir steini.
— Láttu mig hyggja um sár þín, á sama hátt og þú hlúðir að mínum
í gær, Colin.
4 VIKAN
— Hvernig get ég neitað því, vinkona? Fuglfjandinn meiddi mig
illa. En náðu í koníaksflöskuna í pokanum mínum og helltu rösk-
lega á sárið.
Hann kipptist ekki einu sinni við, þegar hann hellti vinandanum á
djúpa skurðina, sem örninn hafði gert á bringu hans. Þegar Angelique
snerti hann, gat hún ekki varizt því, að virðing hennar fyrir honum
jókst. Slíkur maður var lofsöngur til skaparans.
En Colin Paturel var ekki lengur að hugsa um orrustu sína við örn-
inn. Hann var með allan hugann við Francis frá Arlesíu, og þjáning
hjartans var miklu sárari en undin á brjóstinu.
27. KAFLI
1 þrjá daga gengu þau um hrjóstrugt, sjóðheitt landslag, milli ein-
stakra kletta, þjáð af þorsta, en þau ferðuðust ekki lengur að nóttu
til, svo ekki yrði annað slys í myrkrinu. Á þessum slóðum bjuggu sára-
fáir, en á öðrum degi kölluðu til þeirra tveir Márar, fjárhirðar, sem
héldu fé sínu til haga á grösugum gljúfurbökkum, og horfðu með
tortryggni á þennan tötrum klædda hóp karlmanna, Gyðings í síðum
svörtum frakka og einnar konu.
Colin Paturel hrópaði til þeirra, að þau væru á leiðinni til Meljani,
og þá ráku f járhirðarnir upp undrunarhróp. Hversvegna voru þau á leið-
inni til Meljani yfir fjöllin, þegar styzta leiðin var eftir dalnum, þar
sem brautin var merkt, því Mulai Ismail hafði rutt hana með svörtum
þrælum sínum? Var þetta ókunnugt fólk, sem hafði villzt af leið, eða
glæpamenn, eða — í drottins nafni —kristnir flóttaþrælar ? Fjárhirðarn-
ir hlógu að síðustu tilgátunni, en allt í einu breyttu þeir um svip, og
tóku að hvíslast á, án þess að hafa augun af ferðamönnunum hinum
megin við gljúfrið.
— Réttu mér bogann þinn, Jean d’Harrosteguy, sagði Colin Paturel.
— Og þú, Piccinino, stattu fyrir framan mig, svo þeir sjái ekki hvað
ég er að gera.
Allt í einu tóku mennirnir æpandi til fótanna. E?n örvar Normannans
hittu þá í bakið, og þeir ultu niður bratta bakkana, en sauðféð skelfd-
ist og stökk fyrir hamra, þar sem ílest af því lenti með brotna limi.
— Þeir hefðu ekki annað þurft en að láta vita, og allir þorpsbúarnir
hefðu beðið okkar við mynni þessa dals.
Þau fóru gætilega. Þau sáu brautina, sem fjárhirðarnir höfðu nefnt,
en það kom ekki til mála að fara hana. Rifin klæði þeirra og þreytu-
legt, kvíðafullt útlitið, hefði komið upp um þau, um leið og þau mættu
fólki. Þau urðu að halda áfram, erfiðar leiðir í brennandi sólinni undir
djúpbláum himninum, sem gerði klettana eins og þurrkuð bein. Tungur
þeirra voru bólgnar af þorsta, og það blæddi úr fótunum. Þegar leið
að kvöldi, sáu þau glitra á vatn við rætur þverhnípisins, og þrátt fyrir
brattann, ákváðu þau að klöngrast niður, þar sem það væri það eina,
sem gæti bjargað þeim. En þegar þau komu nær, heyrðu þau urr og
öskur, sem bergmálið margfaldaði. .
— Ljón!
Þau þrýstu sér upp að klettaveggnum, meðan óargadýrin héldu áfram
að öskra og urra, espuð af steinunum, sem losnuðu undan fótum flótta-
fólksins. Angelique sá skepnurnar aðeins fáein fet fyrir neðan sig, og
greip dauðahfildi í einiberjarunn, sem hún óttaðist að myndi rifna upp
með rótum. J
Normanninrt var aðeins fyrir ofan hana, og sá hvað hún var föl, og
hve gífurleg skelfing var í augum hennar.
— Angelique! kallaði hann.
Þegar hann skipaði fyrir, breyttist hreimurinn í hægri og rólegri
rödd hans, og hún varð djúp og stuttaraleg, og hann Þurfti aldrei að
endurtaka skipun sina.
— Angelique, ekki horfa niður! Hreyfðu þig ekki! Réttu mér hönd-
ina!
Hann lyfti henni, eins og hún væri fjöður, og hún þrýsti sér að honum,