Vikan


Vikan - 08.09.1966, Side 14

Vikan - 08.09.1966, Side 14
LISA BRANN: JEAN PAUL BELMONDO Það eru augu hans 5 konur velja „IDEAL” CHARLOTTE THAM: MARCELLO MASTROIANNI Hann skilur konur MARIANNE VON BAUMGARTENt “ RICHARD BURTON KarlmennlO sem býOur^öllum byrginn Það eru til menn sem virðast segja við konu í fyrsta sinn sem þeir sjá hana: „Yfirgefðu föður og móður og fylgdu mér“, og hún gerir það. Eins og dáleidd rís hún á fætur og fylgir honum eftir, án nokkurra spurninga eða kröfu um skýringar. Hún myndi hikstalaust yfirgefa heimili, atvinnu, vini og kunningja og fylgja honum í blindni. Að mínu áliti er Jeau-Paul Bel- mondo slíkur maður. Það er ekki hægt að skýra það á nokkurn skynsamlegan hátt, en þessi maður gerir mig mátt- lausa í hnjánum. Sú staðreynd að hann aflagaði á sér nefið, þegar hann var hnefaleikamaður, gerir ekkert til. Maður verður líka að líta yfir svolitla líkamsgalla, þegar um átrúnaðargoð manns er að ræða. Ég tek heldur und- ir með konunni hans, Elodie, fyrrver- andi dansmær: — Augu hans fá mig til að gleyma að hann er í raun og veru ljótur. Ljótir menn eru oft ákaflega sjar- merandi, — og sjaldan eigingjarnir. Það var I myndinni „Til síðasta and- varps“, sem ég féll alveg fyrir honum. Svo las ég einhversstaðar að hann væri alls ekki svona töff í veruleikanum. Hann er mjög heimakær og elskar konu sína og börnin þrjú. í æviminn- ingum sínum „30 ár og 25 kvikmynd- ir“, talar hann líka ákaflega fallega um foreldra sína, föðurinn, sem er myndhöggvari og móðurina, sem er málari. Að honum gekk illa í skóla og að kennararnir álitu að honum væri ekki við bjargandi, kemur mér til að halda að við eigum eitthvað sameig- inlegt. En umfram allt annað er það fram- koma hans, róleg og afslöppuð, sem gerir hann, í mínum augum, að fyrir- mynd annarra karlmanna. Og þó veit maður að hann er ein af þeim kvik- myndastjörnum, sem hafa komizt á tindinn með ofsahraða. Ég elska þig Richard Burton, vegna þess að þú ert karlmennið, sem býður öllu byrginn ... Þú fleygir þér út í lífið, eins og öskrandi villidýr og töfrar alla, sér- staklega konurnar. Þú lyftir ljóns- hramminum til atlögu, gerir árás, sigr- ar, öll mótspyrna er til einskis. Þú sigrar með eldinum í grænum augun- um, sterkum andlitsdráttum og djúp- um bóluörum, með stórkostlegum gáf- um og sjarma. Þessir miklu persónu- töfrar, líkama og sálar skora á mig, til stríðs, þar sem ekki er talað um að sigra eða tapa, þaö er eingöngu að gefast upp og elska. Með því að breiða ekki yfir tilfinn- ingar þínar, hefurðu hneykslað allan heiminn, sigrað mannætuna Liz, en ekki glatað sjálfum þér. Fátæki drengurinn frá Wales, skap- aði nýjan persónuleika, þú ert gáfað- ur, án þess að vera drambsamur. Leik- arinn Richard Buiton er jafn sannfær- andi sem Hamlet og drykkfelldi pró- fessorinn í „Virginiu Woolf“, eða heiðarlegi njósnarinn sem kom inn úr kuldanum og fletti ofan af Bond róm- antíkinni. Þegar ég fyrst sá Marcello Mastrio- anni, hélt ég að ég hefði gert alveg nýja uppgötvun! Svo ég varð hálf- sneypuleg, þegar ég komst að því, einn góðan veðurdag, að það voru aðr- ar konur, sem líka höfðu fallið fyrir töfrum hans. Og ég sem hélt að hann væri Marcello minn! Ég hefi notið þess að sjá hann í mörgum myndum, þ.á.m. „Hið ljúfa líf“, „Skilnaður á ítölsku“ og „Nóttin“. í öllum myndunum hefur hann haft undurfagrar konur fyrir mótleikara, cins og Anitu Ekberg, Brigitte Bardot og Soffíu Loren. Það er skrítið að ég skuli ekki vera afbrýðisöm. En hann er þannig. Marcello er svo trygglynd- ur, á sinn hátt. En hversvegna varð það cinmitt hann, hversvcgna féll ég svona alger- lega fyrir honum? Ef til vill er það vegna þess að hann skilur konur svo vel. Svo er hann svo fallegur, eins og rómverskur guð, þótt hann sé ekki smáfríður. Og svo er hann svo vel klæddur. Hann hefur líka tilfinningu fyrir rómantík! Hugs- ið ykkur bara svala nótt í Róm, við Via Veneto — þá dásamlegu götu, — ef manni væri dálítið kalt og hann legði frakkann sinn um axlir manns. Hann veitir mér líka öryggistilfinn- ingu. Hann er mikið fyrir að tala og tal- ar lengi í síma, alveg eins og ég. Sam- eiginleg áhugamál hafa líka mikið að segja. Svo er hann líka eitthvað svo karl- mannlega hjálparvana, og það vekur hjá mér móðurtilfinningar. Þessa dá- samlegu tilflnningu að hann þarfnist mín. Marcello er einfaldlega eins og karl- maður á að vera, þessvegna er ég svona hrifin af honum. 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.