Vikan


Vikan - 08.09.1966, Side 50

Vikan - 08.09.1966, Side 50
STÖRKOSÍLEG VERILÆKKUN J MP. STÁLOFNAR Húsbyggjendur í dag vilja stílhreina og fyrirferöalitla ofna, sem hafa hóan hitastuðul. Um gteöi MP ofnanna þarf ekki aö fjölyrða, því að þeir eru sœnsk úrvalsframleiðsla. Ofnana mó tengja við hitaveitukerfi Reykjavíkur. Hver pöntun er sérpökkuð í lokaðar tré-umbúðir KAUPIÐ HAGKVÆMT Leitið frekari upplýsinga eða pantið bækling frá fyrirtækinu Heildverzlun Hverfisgata 76 Sími 16462 Reykjavík. tunglsins. Eftir tveggja daga hvíld í vininni, ákvað Angelique, að Colin Paturel skyldi ekki fá ástæðu til að vera súr við hana vegna þess hve hún væri hægferðug, og reyndi án árangurs að hafa við honum, en varð að láta sér lynda að stanza við og við og snúa sér til hennar; standa þarna eins og styttu Herkúlesar með kylfu um öxl. Hún var lika áfjáð í að ná hinum, sem hlutu að ganga eins og venjulegar mann- legar verur, en ekki eins og hetjur úr goðsögn, hafnar yfir allan ver- aldleik. — Verður þessi fjandi aldrei þreyttur? hugsaði hún. Verður hann aldrei hræddur vlð neitt? Finnur hann aldrei neitt, hvorki á líkama né sál? Hún sló því föstu með sjálfri sér, að hann væri ruddalegur að eðlis- fari, en þessi ferð hennar með honum stóðst ekki þá skoðun. Þau voru komin svo langt, að á kvöldi næsta dags voru Þau komin að jaðri korkskógarins, þar sem stefnumótið við Rabbíinn átti að fara fram. Allt í einu nam Colin Paturel staðar. Augu hans minnkuðu, og henni til undrunar sá hún, að hann starði á sólina, sem allt í einu bar skugga á; það voru hræfuglarnir, sem risu hægt upp af trjánum. Þau hlutu að hafa truflað þá. Eftir að hafa hnitað nokkrum sinnum hringa yfir skóginum, stefndu þeir aftur niður á við, teygðu úr löngum, loðnum hálsunum og settust umhverfis svert korktré, sem gnæfði yfir kross- götunum. Svo sá Angelique, hvað það var, sem hafði lokkað þá þangað. — Sjáðu þessi tvö lík, sem hanga þarna, sagði hún með hálfkæfðri röddu. Colin hafði þegar séð þau. — Þetta eru tveir Gyðingar, sagði hann. — Ég sá það á síðum, svörtum kuflunum. Vertu hér, ég ætla að laumast n'ær og sjá, hvað er á seyði. Hvað sem skeður, komdu ekki framundan þessum steini. Hún leið vítiskvalir meðan hún beið. Hræfuglarnir börðu vængj- unum, og af flugi þeirra og hegðun mátti hún ráða, að eitthvað truflaði þá, en sá ekki hvað það var. Allt i einu var Colin Paturel aftur kominn til hennar. — Hvað þá? — Annar er Gyðingur, sem ég þekki ekki, sennilega Rabbi Maimoran, hinn er.... Jean-Jean. — Ú, drottinn minn! stundi hún og huldi andlitið i höndum sér. Þetta var of mikið. Nú virtist flóttinn vera með öllu farinn út um þúfur. Kristnu þrælarnir höfðu fallið i gildru, sem hafði verið sett upp fyrir þá við þessar krossgötur. —• Ég tók eftir byggð á hægri hönd, þorpi Máranna, sem hengdu þá. Ef til vill eru Feneyingurinn og Jean d’Harrosteguy ennþá þar I hlekkj- um. Ég ætla að fara þangað. —• Það er brjálæði! —- Ég verð að reyna allt. Ég fann lítinn heilli uppi i fjallinu. Þú felur þig þar, og biður eftir mér. Hún þorði ekki að deila við hann, en hún vissi, hvað þetta var á- hættusamt. Þetta var endir alls. Hellirinn, sem var að mestu hulinn af lyngbrúskum, yrði fangeisi hennar. Hún myndi bíða árangurslaust eftir því, að félagi hennar kæmi til hennar. Colin Paturel skildi það, sem enn var til af nesti hjá henni, þar á meðal síðustu vatnsflöskuna. Hann skildi meira að segja eftir kylf- una sína, og hafði aðeins með sér hnífinn, sem hann bar í beltinu. Hann tók að henni sandalana, svo hún hvíldist sem bezt. Hann skipti á milii þeirra tinnunni og tundrinu; ef villidýr nálguðust, Þyrfti hún ekki annað en kveikja bál úr þurru grasi, til að fæla Þau burtu. Siðan, án þess að segja fleira, renndi hann sér út úr hellinum og hvarf. Svo hófst biðin langa. Nóttin kom og með henni vælið í villidýrun- um sem snuðruðu i lággróðrinum. Eitthvert skrjáf virtist fylla hellinn. Við og við hélt hún, að hún þyldi þetta ekki lengur; þá sló hún ljós og veifaði tundurboxinu í kringum sig. Sér til léttis sá hún aðeins steinvegeina og loksins uppgötvaði hún litla, svarta flauelspoka, sem héngu þétt saman niður úr þaki hellisins, og gerði sér Ijóst, að það voru þessar leðurblökur sem stóðu fyrir öllu skrjáfinu, sem hún hafði óttazt mest. Hún hélt augunum opnum, en reyndi að hugsa ekkert og tókst að þrauka klukkustundirnar, þótt þær liðu óendanlega hægt. Svo brast i kvisti útifyrir, og hún fylltist von. Var Normanninn þegar kominn aítur. með piecionino og Jean d’Harrosteguy? Skelfing yrði gott að sjá þá aítur! I sama bili heyrði hún dapurlegt væl rétt hjá sér. Það var hýena, sem var útifyrir. Þetta var hýena neðan frá krossgötunum, þar sem lík Jean-Jean frá París sveiflaðist i golunni. Hann var dauður, þessi glaði, litli, góði náungi, uppáhald Colins Paturels, sem hann hafði gert að skrifara sínum. Ránfuglarnir höfðu þegar kroppað úr honum brosandi augun. Hann var dauður, og dauðir voru einnig Arlesíumaðurinn, bretonski aðalsmaðurinn og gamli, flæmski fiskimaðurinn. Einn eftir annan myndu þeir allir deyja. Konungurinn í Marokkó myndi ekki gefa upp fanga sína. Mulai Ismail var alltaf að vinna sigra. Hvað yrði um hana, ef enginn kæmi aftur? Hún vissi ekki einu sinni hvar hún var. Hvað myndi verða um hana, þegar hungrið og þorstinn rækju hana úr þessu skjóli? Hún gat engrar hjálpar vænzt frá Márunum, og þá miklu síður frá undirgefnum, óttaslegnum kon- unum. Hún myndi finnast og verða færð soldáninum aftur. Og Osman Faraji yrði ekki þar til að vernda hana. —- Ó, Osman Faraji, þin göfuga sál er i Paradís Múhameðs.... Skrækirnir 1 rándýrunum, þegar þau tóku aftur að þyrpast í kringum dinglandi líkin, sögðu henni, að dögunin væri komin. Hellirinn var fullur af hvitu mistri. Angelique reyndi að hreyfa stirða, kalda limina, og áleit, að hún hefði nú lifað af verstu þolraun lífsins. Að vera svona hjálparvana, svona ófær um að aðhafast eitt eða annað, hvað þá að geta áorkað nokkru af eigin rammleik! En samt fór hún ekki út fyrir, því Colin Paturel hafði sagt henni að vera kyrri. Sólin reis hærra á himininn. Flóttamennirnir komu ekki aftur. Þeir myndu aldrei koma aftur. Samt beið hún, og hélt dauðahaldi í þá trú, að örlög þeirra væru ekki með öllu óumflýjanleg. Þó var hún komin á barm örvæntingar- innar, þegar fyrirferðarmikill líkami Colins Paturels birtist allt í einu yfir henni í hellismunnanum. Feginleiki hennar og gleði yfir að sjá hann aftur, kom henni til að slengja um hann handleggjunum, til að vera viss um að hann væri í raun og veru þarna. — 0, Þú komst aftur! Þú komst aftur til mín! Hann virtist hvorki sjá hana né heyra, jafnvel ekki heldur finna, að fingur hennar grófust inn i handleggi hans. Framandleg þögn hans gerði hana skelfda. — Fannstu hina? spurði hún. — Já, ég fann þá, en ekki lengur í mannlegu formi. Þeir hljóta að hafa liðið allar hugsanlegar þjáningar, áður en þeir voru loksins reknir í gegn. Ég veit ekki, og fæ aldrei að vita, hver sveik okkur, en Mulai Ismail fékk að vita um allar okkar gerðir og fyrirætlanir. Hann hefur látið Meknés kenna á reiði sinni. Gyðingahverfið er ekk- ert annað en rjúkandi rústir. Allir Gyðingarnir hafa verið strádrepnir. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaOi. 50 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.