Vikan - 08.09.1966, Side 19
FAGRAR
VALDAFlKNAR
TILLITSLAUSAR
OG HÆTTULEGAR
Þannig eru eiginkonur valdamanna í hinum
fjarlægari Austurlöndum, þar sem
ástandiS er einna viSsjárverðast.
Miðað við stöðu kvenna í þessum löndum,
er undravert hvað þær hafa komizt.
Allar þessar konur hafa staðið í atburðarásinni miðri, við hlið
eiginmanna sinna, þessara óbilgjörnu þjóðernissinna og þjóðar-
hetja, athafnasamra, samvizkulausra valdamanna, sem valdið
hafa og halda áfram að valda mestu ófriðarhættu, svo að enginn
veit til hvers draga muni. Stundum mæla þeir fagurt um lýðræði,
en í rauninni er valdbeiting þeirra fullkomið einræði. Allir eru
þeir, eða hafa verið miklir nautnaseggir, og einkum miklir kvenna-
menn. Chiang Kai-shek var ugglaust orðinn talsvert verald;
vanur, þegar hann kynntist konu sinni, hinni kornungu, ungfrú
Soong, Ky marskálkur var óþekktur kvennabósi og Sukarno al-
ræmdur um allar jarðir fyrir hig sama, og það svo að varla gat
talizt eðlilegt, og reyndar langt frá því.
Af þessum fjórum konum má telja að frú Nhu sé hin hættu-
legasta. Hún er af ríku fólki í Hanoi í Norður-Vietnam. Trúar?
brögð þessa fólks voru Búddatrú. Þjónustuliðið innanhúss var
tuttugu mans og uppeldi fékk hún hið vandaðasta sem kostur
var á í þvi landi, Franska-Indókína. Samt segir hún sér hafa
liðið illa í bernsku, og það var nærri eingöngu til að komast að
heiman, að hún giftist Ngo Diem Nhu.
Við giftinguna hlaut hún að skipta um trúarbrögð og um leið
varð ævi hennar og viðhorf öll önnur. Ætt manns hennar voru
miklar þjóðernishetjur og rammkatólskir. Þeir höfðu barizt í
götubardögum, fyrst móti Frökkum, síðan móti kommúnistum.
Það var í maí 1954 sem Frakkar töpuðu orrustunni um vígi í frum-
skóginum, sem nefndist Dien Bien Phu, en með Genfarsáttmál-
anum skiptist landið í tvo helminga og í júlí var mágur frúar-
innar, Diem, kvaddur heim úr útlegð og fengið embætti forseta
Suður-Vietnam.
AUSTURLENZK KVENRÉTTINDAKONA
Sá maður sem þá flutti inn í forsetabústaðinn var mannfælinn
^ Tan-Son Ky, 23 ára, kona forsætisráðhcrra í Suður-Vietnam,
áður fltigfrcyja í Air Viet Nam.
Fögur er lu'in frú Súkarnó, enda var hún fyrirsæta hér I 0
ein?. tíS.
O Madame Nhu og dóttlrin Le.
— Byltingargjarnasta persóna mannkynssögunnar var Jesús. Það
er enginn löstur að vera byltingargjarn, heldur dyggð, hjá þeim sem
er málsvari og baráttumaður hins góða, andspænis hinu illa.
Þegar frúin verður æst fara hendur hennar á flugstig eins og
fiðrildisvængir, og hlekkirnir í gullarmbandinu hennar, sem hver
þeirra merkir hamingju, glamra saman. Hljómurinn minnir á must-
erisklukkur búddatrúarmanna, þegar þær hreyfast og óma fyrir
vindi. Hún viðhefur mikið handapat, en það verður ekki vart nokkurs
hiks í röddinni þegar hún segir sig vera jafnoka Jesú Krists, eða
lætur í ljós það álit að Guð faðir sé að búa henni beinan veg á ó-
komnum árum.
Frú Nhu er ein af þeim fjórum konum, sem mest hefur borið á
eftir síðari heimsstyrjöld á Austurlöndum, og svo mjög hafa konur
þessar látið til sín taka, að vænta má að skipan mála hefði orðið
önnur ef þær hefðu hvergi komið nærri. Hinar þrjár eru frú Chiang
Kai-shek á Taivan (eða Formósu), frú Sukarno í Indónesíu og svo
þessi fallega flugfreyja sem tekið hefur við að frú Nhu í Suður-
Vietnam og er þar hæst sett af öllum frúm, þetta er 23 ára gömul
kona, Tan-Son-Nhut, eiginkona forsætisráðherra og flugmarskálks
Suður-Vietnam, Ngyen Cao Ky.
OFBELDISMENN OG NAUTNASEGGIR
Það eru átökin milli austurs og vesturs sem hafa skapað þesum
mönnum þá aðstöðu, sem þeir hafa, átökin milli hins gamla og hins
nýja, milli hugmyndakerfa, sem við skiljum, og'annarra, sem við
erum mótfallin.
kvenhatari. Við stjórnardeild hans voru engar konur fengnar
til neinna starfa, og það er sagt að hann hafi einu sinni sett upp
spjald með þessari áletrun fyrir utan dyrnar á vinnustofu sinni:
„KONUM EKKI LEYFÐUR AÐGANGUR. Samt kom þar ein
kona inn fyrir dyr, og ekki sjaldan: mágkona hans, og hafði hún
hjá honum mestu völd og áhrif.
Valdatími Diems stóð í tíu ár og á þeim tíma varð frú þessi
hin æstasta kvenréttindakona, og lét mikið til sín taka um að losa
víetnamskar konur úr ánauð þeirri og réttindaleysi, sem þær
hafa þjakað. Henni tókst að koma á löggjöf, þar sem fjölkvæni
er bannað, og refsa skal fyrir hjúskaparbrot, og það í því landi
þar sem fjölkvæni hefur tíðkazt frá ómunatíð, og kristilegt sið-
gæði er óþekkt.'
Síðan fylgdu ýms ákvæði með lögum þessum: hanaat var bann-
að, ástarsöngvar, vændi, og getnaðarvarnir.
Þegar bandarískir hermenn kvörtuðu um að mega ekki dansa,
svaraði frúin:
— Voruð þið sendir hingað til að dansa? Nægir ykkur ekki að
dansa við dauðann?
Á móts við þessa miklu konu virðist eftirmaður hennar í valda-
sessi, frú Ky, vera heldur atkvæðalítil. Ekki verður því neitað, að
fögur er hún, þessi fyrrverandi flugfreyja í Air Vietnam, sem hefur
alið manni sínum dóttur, nú ársgamla. Enginn veit til að hún
hafi tekið í sínar hendur neina stjórnartauma, svo orð sé á ger-
andi, en þetta kann að standa til bóta. Framhald á bls. 43.
VIKAN 19