Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 44
Gólfktæðning frá DLW er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu íáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG DELFOL **• ; B'Ý'ÐUR FRÍSKANDI • BRAGÐ OG • BÆTIR RODDINA. einkaleyfi; LINDA h.f. Akureyri Raunar var hann forustumaður þjóðernisfokksins og á hann litið sem mjög efnilega mann til flokksforustu. En þetta gat horfið sem reykur áður en varði. Auð- ugur var hann ekki talinn, og hann var þegar giftur og átti tvö börn, en þó er ótalið það sem lakast þótti: maðurinn var ekki kristinn, og Soong-fjölskyldan var heittrúuð. Hún hefur síðan staðið við hlið hans og einkum verið milliliður og málflytjandi milli hans og Vesturlanda. Hún hefur innrætt honum kristindóm sinn og aðrar vesturlenzkar hugmyndir, og auk þess hefur hún haldið fram og talað máli stjórnmálastefnu hans, einkum í Bandaríkjunum. Hún stóð hæst að völdum og áliti árið 1943. Þá kom hún klædd bláum búningi inn í þingsalinn, og hélt mikla ræðu fyrir báðum þingdeildum. Engin önnur kona hefur fengið að gera þetta nema drottning Hollands, Vilhelmina. Ræðan var svo skörugleg og vel samin, að bandarískir for- ustumenn urðu smeikir um að hún myndi breyta allri stjórn- málastefnu Bandaríkjanna, og að konunni mundi takast að lokka Roosevelt til að leysa Kina undan oki Japana, fyrr en inn- rás yrði gerð í Normandí. En ekki tókst henni samt að fá þessu framgengt, og rás atburðanna varð hin sama og fyrirætlað var. Seinna þetta sama ár tók hún þátt í Kaíróráðstefnunni, með Churchill og Rosevelt og ýmsum hátt settum herforingjum. Þá sat hún hjá manni sínum íklædd svörtum silkiklæðnaði og með gullin gullblóm (krysantemum) við kringlótta borðið. Þegar vandamálin virtust vera sem vandleystust, gliðnaði raufin í annarri hliðinni á þessum þrönga kjól, í sundur og hinn „fegursti kvenfótur“, svo höfð séu orð úr dagbók eins af mar- skálkunum, kom í ljós. Það var eins og þytur færi um allan salinn. Sumum heyrðist jafnvel vera hvíslað. Kappræð- urnar rak í stanz, og þegar menn fengu málið á ný, var það látið niður falla, sem hún hafði ótt- azt. Frúin talar með mikilli vork- unnsemi um flóttamennina í Hongkong og eldlega frelsisþrá þeirra. Hún talar með enn meiri vorkunn um ástandið í Rauða- Kína, og kvalir fordæmdra þar. Andlitið á henni er ilfandi og órólegt. Aldrei er það kyrrt, held- ur er það á stöðugu flökti. Þetta er gáfulegt andlit, og í því birt- ist mikill kraftur. Óróleikinn er líka í höndunum, og alltaf er hún að þukla lítinn knipplingavasa- klút. Seinast lætur hún úti stóra trompið og verður þá grafalvar- leg um leið, segir svo: — Við förum aftur inn á meg- inlandið. Við erum ein þjóð, sem ekki má aðskilja um eilífð. Tím- inn er að koma, já hann er að koma. Hún lítur allt í kringum sig til að vita hvaða áhrif þetta hafi. Svo fer hún að brosa eins og áður, hneigir sig og fer út, og gengur burt, einsömul kona í löngum gangi. Tíminn er kominn ... Trúir hún þessu sjálf? Eða hefur hún alið með sér þennan óskadraum, svo lengi að hann varð að vissu, að þau komist til valda aftur í Kína og fái að njóta sætleika valdanna. Það er engu líkara en að hvorki hún né frú Nhu geri sér ljóst, að hvorug þeirra á nokkru sinni afturkvæmt til þeirra landa, sem þær hrökkluð- ust frá, til þeirra þjóða, sem ekki vilja sjá þær. ☆ Hylurinn Framhald af bls. 13. — Við skulum draga okkur í af- drep. — Þau ganga bæði upp bakk- ann, sagði Straumurinn. — Var hann búinn með koníak- ið? — Já, og hún gekk undir honum svo að hann ekki félli. — Ég hélt ekki að ástin væri svona, andvarpaði Hylurinn og lok- aði syfjulega augum. — Næst þegar þú sérð Freyju máttu segja henni frá mér. — Hvað á ég að segja? spurði Straumurinn. — Að mín vegna þurfi hún ekki framar að tvílæsa svefnherberginu. — Hopp og hí, sagði Flúðin og færði sig' nær Straumnum, óum- breytanlegum í farvegi sínum. Fyrstu regndroparnir féllu og mynduðu litla hringi á Hylnum. Ég horfði á þá falla, einn og einn þangað til hryðjan kom, er gerði Hylinn hvítan. Himinninn varblárog jörðin dökkgræn og mjög blaut er ég gekk heim um nóttina, en fugl- arnir dregið höfuð undan væng og söngur þeirra hófst. — Lif. ☆ Bílaprófun Vikunnar Framhald af bls. 8. bekkur að framan í þessum bíl, en með aðskildum bökum þó og fellanlegum armi á milli. Sú lausn er sæmileg en engan veg- inn eins góð og venjuleg körfu- sæti. Aftursætið er rétt venju- legt en skottið aftur á móti svo stórt að þar gæti forstjórinn væntanlega haft með sér hálf- an kontórinn fyrir utan golftækin og laxveiðiútbúnaðinn. Mæla- borðið er þokkafullt og lítillega bogið fram á við um miðjuna en öll er niðurröðun þar smekk- leg og vönduð. Hinsvegar ætti bíllinn skilið dálítið fallegra stýri. Nú tíðkast að hafa svo mik- inn verðmun á gerðunum, að ó- dýrasta gerðin af Buick er ódýr- ari en dýrasta gerðin af Chevr- olet, sem er þó almennt miklu ódýrari bíll. Mér skilst að verð- ið á venjulegum Buick Skylark sé ámóta við Chevrolet Impala, það er dýrustu gerðina af hin- um venjulega stóra Chevrolet, eða um 370—80 þúsund. En þegar búið er að bæta við sjálfskipt- ingu, V-8 vél, allskonar sjálf- virkum búnaði, læstu mismuna- drifi, styrktum gormum og dempurum ásamt skyggðum rúð- um, þá er verðið komið upp í 450 þúsund. Það er að vísu ó- hemju mikill peningur, en í þessu tilfelli fær maður í staðinn bíl, sem er í senn sérlega fallegur og smekklegur og unun er að aka honum á góðum vegi ef maður er ekki allt of kröfuharður um á- kveðna aksturseiginleika. Partý hjá prófessors- hjónunum Framhald af bls. 21. brjálaða konuna; lamdi hann hötð- inu á henni utan í bílinn. Við eina upptökuna gætti hann ekki krafta sinna og sló heldur fast. Hann gleymdi öllum leik og varð aðeins umhyggjusamur eiginmaður, en þegar bað upoiýstist að frúin hafði ekki beðið neitt tjón, þá saup hann hveljur og sagði? — Auðvitað hugs- aði ég fyrst og fremst um mynd- ina . . . Aður en kvikmyndatakan á Virg- iniu Woolf hófst, æfðu þessir fjórir leikarar sig ( þrjár vikur í stúdíói í Hollywood. Öll vandamál voru at- huguð og leyst, án þess að starfs- menn kvikmyndaversins væru við- staddir. Burton hélt því fram að þau hefðu getað leikið það fyrir- varalaust, sem ferðaleikhús. Þegar svo kvikmyndavélarnar komu til skjalanna með allt sitt starfsfólk, gat Nichols snúið sér algerlega að þeirra starfi, en leik- ararnir vonuðu bara að þeim tæk- ist sem bezt í þetta sinn. — Þrír menn gætu gert þetta, sagði Nichols, — einn með mynda- vélina og tveir leikarar. En í kring- um hann við Smiths háskólann í Northampton Mass., voru meira en 60 manns, allskonar snillingar, sér- fræðingar, dagvinnumenn og næt- urverðir, sem venjulega eru að verki í kvikmyndaverunum. — Þú skalt taka eftir því, hvísl- aði Nichols, — að allir glápa á mig og bíða eftir því að ég skrúfi frá. Ég skal Ifka sannarlega gera það! Þegar prófessorinn, Richard Burt- on, sat í rólu og sötraði viský, George Segal lá í grasinu, rykað- ur af áfengi, og Elizabeth Taylor 44 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.