Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 21
ur Mörthu, og komu við hjó þeim ó heimleiðinni, til að fá sér drykk fyrir háttinn. Alls konar kvik- myndabrellur eru notaðar áður en komið er að hinu raunverulega efni Albees. Með Burtonshjónin í aðalhlut- verkum, sem nota alla sína hæfi- leika og tækni, verður þessi mynd örugglega „kassamynd". Bettý og Rich sýna hvað hægt er að gera, stjórnað af Mike Nichols, fyrrver- andi skopleikara og leikstjóra á Broadway. Þetta er í fyrsta sinn, sem hann stjórnar kvikmynd og hann kaus þann háttinn, þegar hann stjórnaði þessum tveim, sem nú eru frægust meðal kvikmynda- leikara, að gera grín að sjálfum sér. Eftir hverja leiðbeiningu til frú Burton, kyssti hann hana vingjarn- lega. — Þetta er í raun og veru það eina, sem ég er að gera hér; að uppörva þessa litlu hjálparlausu stúlku, í fyrsta sinn sem hún fær tækifæri til að sýna hvað hún get- ur! — Og hér kemur fyrrverandi ung- frú Ameríka, var kveðja Burtons, þegar eiginkona hans, bæði í einkalífinu og í kvikmyndinni, mætti til vinnu. Elizabeth Taylor hafði svipað svar á reiðum hönd- um handa uppáhalds Walesbúan- um sínum. Vinur Burtonhjónanna, Mike Nic- hols, kallaði til starfa og stjörn- urnar í Virginiu Woolf féllu inn í hlutverk sfn. — Eg get ekki haldið þetta út, öskraði Georg framan í Mörthu. — Þú getur það, öskraði hún á móti, — til þess giftistu mér. Hraðinn í leiknum var svo magn- aður að það var erfitt að fylgjast með. Taylor barði Burton á brjóst- ið, þangað til hún hitti hann í aug- að með hnefanum. Burton tók á móti og til að koma vitinu fyrir Framhald á bls. 44. Georg situr við skrifborðið sitt meðan Martha og Nick tala saman og reyna að kynnast hvort öðru. VIICAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.