Vikan


Vikan - 08.09.1966, Side 43

Vikan - 08.09.1966, Side 43
LIJL'J U LILJU LILfJU LILfJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð LOXENE - og flasan fer er það þó landið, sem við lifum ó, sem við eigum og verðum að hiúa að og sinna um. fsr Fagrar, valdafíknar konur Framhald af bls. 19. Því er allt á hverfanda hveli í þesum álfum heimsins, þar sem á öllu veltur um frið eða ófrið mannkyninu öllu til handa. Frú Ky brosir framan í ljós- myndara sína, en maður hennar er ekki jafn öruggur í sessi sem einræðisrödd hans er djörf. Er frú Ky grunlaus um þetta eða er hún önnur hönd manns síns í leyni? Hún, þessi granna kona með stuttklippt hár fylgir hon- um þegar hann fer að kanna lið sitt, klædd hinum sama einkenn- isbúningi sem hann klæðist, og með hlaðna skammbyssu við beltið. Hún æfir sig af kappi í skotfimi, klædd svörtum síð- buxum, og skarar að útliti og klæðaburði langt fram úr hverri James Bond-kvenhetiu. Frú Ky er greinilega undir áhrifum af þeirri stríðsrómantík, sem maður hennar skapar allt umhverfis. Hann hefur sjálfur lvst þvi yfir að hann sé annar Hitler. Vald- beiting, ofbeldi, sigur, þetta eru hans kjörorð, hans leiðarstiarna. Slíkir menn eiga ekkert erindi þar sem friður ríkir, en sannfær- ing þeirra og takmark fær oft miklar undirtektir. Ratna Saci Sukarno. þessi undurfagra iapanska sýningar- stúlka. er þekkt sem sendiherra- frú. Hún ferðast land(úr land! n" tnlar f.murt oe slétt. en bó meira í hag manni sínum en landi hans. Sukarno er enn for- seti ,en aðeins að nafninu til. Þessi fyrrverandi einræðisherra hefur misst öll tök úr hendi sér, og virðist ekki ætla að verða breyting á þvi. Samt gæti verið að hann fengi völd á ný, því á Anstur’öndum skipast skjótt veður í lofti. Frú Sukarno er per- sónugervingur austurlenzkskrar fyrirmyndarkonu, hógvær og hlýðin, og nærgætin við sinn gamla eiginmann. Hún er sú sem hann hefur haft mesta ást á af ölum þeim mörgu eiginkonum, hjákonum og ástkonum, sem hann hefur haft um dagana. Vafalaust er hin fjórða, frú Shiang Kai-shek, sú sem mestur gnýr hefur staðið um, og mesta frægð hefur fengið. Um hana hefur mikið verið ritað og það ekki af neinum smámennum, Churchill segir hana hafa verið töfrandi og afar heillandi per- sónuleika. Hið sáma sögðu nán- ir starfsmenn Roosevelts forseta, og engúm duldist að kónan er stórgáfuð. Sven Hedin kallar hana „kórónu sköpunarverksins". „Engin kona sem mannkynssagan getur um, hefur slíkt sem hún látið til sín taka sem kvenhetja, valdamaður og mannvinur,“ — þannig andvarpar hann í skáld- legri hrifningu. Stuttu áður en ég hitti frú Nhu, hitti ég frú Chiang í höll hennar á Taivan, en sú höll er ekki all- langt fyrir utan höfuðborgina Taipeh. Raunar er þetta ekki mjög rík- mannlegur bústaður af þjóð- höfðingjabústað að vera, og með tilliti til austurlenzkrar venju því nær einfaldur og íburðarlaus. Stóri salurinn er búinn evrópsk- um húsgögnum að nokkru leyti. Á veggjunum hanga kínverskar myndir málaðar á silki, lands- lagsmyndir og blóma. Ekki hittum við þarna fyrir neinn siðameistara. engin hirð er um þessi hjón. Frúin kemur gangandi eftir ganginum, ein- sömul, grannvaxin, smávaxin. En samt finnst að þetta er kona fyrir sínum dyrum, hæfileiki hennar til að ná tökum á áheyrendum í ræðusat er óviðiafnanlegur. Þó að frú bessi sé orðin 65 ára. er hún ennþá miög fögur. Hárið er ekki farið að grána, og hör- undið slétt. nema bros og hlátrar Vmfa sett mark á augnaumbún- ínmnn. Hún er afar fríð í and- liti. en höfuðlagið ekki þekkian- legt frá bví sem eerist á vestur- löndum. En mongólafellingin seg- ir til um upprunann. Þegar hún hlær dragast augun svo saman að aðeins sér glytta í svarta glufu milli hvarmanna. Þegar þau lvsa undrun verða þau stór og kringlótt. og sýnast þá vera dökkbrún, þó þau séu annars svört. Þegar Brabro Alving heimsótti hana fyrir fimmtán árum var hún klædd í einhvern hinn feg- ursta kiól, sem hún hafði séð í öllu Kínaveldi. Nú tók ég eftir hinu sama. Kjóllinn, sem hún var klædd í, var mjög fagur og þessi daufblái litur átti svo vel við litina í salnum. Á annarri hend- inni bar hún stóran perluhring, en á hinum þrjá giftingarhringa, einn hvítan, annan rauðan, þriðja bláan. Þessa dýrindis gimsteina rúbína og safíra, fékk hún 1927 þegar hún giftist hershöfðingjan- um, sem er tólf árum eldri en hún. Brúðkaupsveizlan var hin veg- legasta, gestirnir 1300 og kostn- aðurinn, sem brúðguminn greiddi, nam 50000 dollurum. Líklega hefur þessi óspilsemi — maðurinn var annars spar- samur — stafað af því að hann hefur viljað láta ættingja brúð- arinnar sjá hvers hann væri megnugur. Því ekki hafði leyft af því að ^hann væri litið sem ákjósanlegu^Borigdason, ekki sízt af móður biroSarinnar, frú Soong. SOTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KÁLFSKINN * Mikið úrval * Hagkvæmt verð SLÁTURFÉLAGS Sútunarverksmiðja SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 VTKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.