Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 12
Við sváfum sitt í hvoru herbergi, aðeins ein hurð á að eymdi örstutt eftir af kvöldi. Fuglarn- ir höfðu stungið höfðum undir væng. — Þögn. Ég sat á árbakkanum og horfði oní Hylinn djúpan og kyrran, á þröngan Strauminn fram undan Hylnum og á Flúðina undir oddhvössum klettinum á móti. Hún var m|ög áleitin og kát í ást sinni á Straumnum. Ég sleit gras á bakkanum og kastaði útí Hyl- inn og sá það berast hratt með hringiðunni, losast úr henni og líða hægt niður ána, vitandi lífið vera þannig og hugsandi um hvort strá- in myndu sakna bakkans og moldarinnar. Mér varð litið heim að bænum. Hann stóð lágt í algrónu túninu. Þil hans og dökkar burst- ir hölluðust mikið fram á hlaðið og mér fannst sem ekki yrði mikill s|ónarsviptir að honum. Það stóðu mörg nýuppborin sæti á túninu. Hann hafði verið regnlegur allan daginn og mikið að gera við samantekningu svo ég komst ekki fyrr en seint um kvöldið niður að ánni. Nú stóð hann vestlægur með úrgum skýjum — Já, alltof helvíti veglaus og gleðisnauður, en ekki þröngur og svartur, svaraði ég. — Hér hefur öllum liðið vel, sagði Hylurinn. — Samt helzt ástin hér ekki við um vetur og hún kostar strákana bifreið yfir heitustu mánuð- ina. — Af hverju hefur þú ekki fundið lífi þínu annan farveg og þér geðþekkari? spurði Hyl- urinn. Ég svaraði ekki strax, af því ég var að horfa á bæinn, — á föl þil hans, er stóðu mjög höll. Þannig hafði hann staðið fyrir tíu árum og ekk- ert eftir nema kveðja hann og dalinn og fólkið og þakka því fyrir sig og þá eins og nú varð mér mjög þungt fyrir brjósti. — Af hverju hefur þú ekki kvatt og farið á eftir ástinni? — Það er ekki mitt leyndarmál, svaraði ég og leit seinlega við Hylnum. — Þei, þei, sagði Straumurinn. — Nú, sagði ég. — Það er jeppi að aka yfir brúna. yfir brúninni handan árinnar og ekki miklar líkur hann héldist þurr yfir nóttina. Ég sleit meira gras á bakkanum og ég lét það falla oní Hylinn um leið og ég ávarpaði hann. — Hvernig líður þér, gamli minn. Ég horfði lengi í myrkar sjónir hans á meðan ég beið eftir svari. — Og þetta svipað og áður, vænti ég, svar- aði hann hægt, af því hann var spakvitur og taldi uppí hundrað áður hann talaði. — Mikil umferð í dag? — Spurðu þá ferðlúnu. Spurðu Strauminn, sjálfur fer ég aldrei neitt. — Yfir brúna? Kom Straumurinn inní sam- talið. — Já, og eftir veginum. — Nei, ein vörubifreið með mjólkurbrúsum og fólksbifreið með tveimur mönnum, sem eru að veiða. Þeir fiskuðu ekki vel. — Það var ekki mikið. En sveitamönnum væri annars ekki sjálfrátt í fyrsta þerriblörkinu á sumrinu. — Hinir, sagði Straumurinn. — Hinir hverjir? — Þeir, sem aka þjóðveginn norður. — Hvað um þá? — Þeim finnst dalurinn þröngur og svartur og veglaus. Þeir aka framhjá, sagði Straumur- inn. — Ekki annað? — Ég heyrði dyninn í brúnni. Hann ekur mjög hægt. — Sérðu litinn? — Nei, hann er dökkur af ryki og þurrkan á framrúðunni hefur'verið I gangi. — Langt að kominn og hefur rignt suðurund- an. Er hann kominn yfir brúna? — Það er búið að leggja honum utan við austari stöpulinn. — Kemur enginn út? — Jú, núna. Það er ungur maður mjög hár og heldur á axlafullri flösku af koníaki. Hann gengur hratt niður grashvamminn sunnan við stöpulinn. Ég sé að hár hans er dökkt og slétt og augun mjög stór. Hann leggst á knén á bakk anum og lætur renna í flöskuna úr lygnum Hyln- um, og ég heyri skvamphljóðið meðan holið fyllist, ótt og gljáfrandi er vatnið kemur í mjódd- ina. Nú er flaskan full og maðurinn rís á fæt- ur og tekur hendinni um stútinn og hefur enda- skipti á flöskunni. Hann gerir þetta oft og mjög hratt. — Fær hann sér ekki úr henni? — Oft. Þetta er víst gott vín! — Mjög gott, og hægt að handtéra það bet- ur. — Hopp og hí. Koníak gerir menn kvensama, sagði Flúðin og gúlgraði létt við hnullungsgrjót á botninum. — Hlustaðu ekki á hana, sagði Straumurinn. — Ég skil ekki þennan mikla þorsta í fólk- inu. Fylgir hann ástinni, sagði Hylurinn. — Mér finnst ég kannist við unga manninn, sagði Straumurinn. — Vertu ekki að hugsa um hann, sagði ég. Sennilega verður hann fullur og ekur útaf og drepur sig. — Ekki tala illa um unga manninn. Þeir lifa mjög drengilega, sem taka vatn mitt í bland saman við koníakið sitt. — Þá langar til þess. — Nú gengur hann upp að jeppanum og raular lag. — Kannastu við lagið? — Nei. Hann segir oft — A leið til Mandalæ. — Þá kannast ég við piltinn. Þetta er vinur minn Hirðstjórinn. Og sjáir þú mann, sem ekur hægt undir áhrif- um, og finnir þú hann taka vatn þitt að nætur- lagi að blanda með því koníakið frá öxlum, vitandi þeim í fremra geðjast það betur sterkt. Og heyrir þú hann guða á glugga hjá ungum stúlkum að næturlagi, eftir að hafa keyrt Ijós- laust í myrkrinu um dalinn, syngjandi — Á leið til Mandalæ, — þá er það enginn annar en Hirðstjórinn. — Hann er kominn inní jeppann nú, sagði Straumurinn, og ekur hægt fram bugmyndaðan grashvamminn og nú eftir beygjunni og hverf- ur nú suður af melhæðinni. Ég hugsa ekki lengur um akstur Hirðstjórans, hvort hann aki upp fjallið sunnan við ána eða taki beygjuna framí dalinn, þar sem vegurinn er holóttur og víða enginn vegur, heldur gamal- troðnir skorningar, hingað og þangað um eyr- arnar, með óorð sjálfs sín æpandi uppúr djúpu svaðinu. Ég er að hugsa um koníakið í flöskunni hans og hve gott væri að mega renna því niður nú. Ég rís á fætur, uppveðraður af þeirri tilhugsun, gerandi okkur báðum upp orðin í miklum rök- ræðum um skáldskap, kvennafar og pólitík, þeg- ar vínið færi að verka. Og ég gerði mig líkleg- an að ganga á móti honum út veginn, þegar ég heyrði rödd Straumsins hvísla: — Nei, ekki fara strax. Freyja okkar er kom- in oná bakkann. Ég settist aftur á bakkann, leit á klukkuna. Hún var langt gengin eitt. — Það er seint og tímabært fyrir ástina, sagði ég, hljómlaust og annarlega, afhuga því að ganga á móti Hirðstjóranum, af því mér datt i hug að ferð hans væri heitið til fundar við Freyju, og þetta myndi verða honum aftaka dýrðleg nótt í koníaki og ástum. — Hún horfir mikið út dalinn, sagði Straum- urinn. — Það eru engin undur. Kemur hún annars oft onað ánni. — Nei, aldrei nema á sumrin í miklu sól- skini, þegar bakkarnir hafa verið slegnir, að rifja og taka saamn heyið. Snögg stormhryna þaut yfir brúnina vestan árinnar og rauf algera kyrrð næturinnar. Hún gáraði slétt yfirborð Hylsins og hann sagði: — Af hverju hefur þú aldrei spurt mig um ástir hennar. Um hinar stúlkurnar hefurðu spurt, aldrei um hana. — Maður lifir ekki ástina sem spurningu. Og 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.