Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 28
Hér er kvikmyndavél á rennibraut, svo að hægt sé að færa hana til eftir hentugleikum við myndatökuna. Verið er að mynda Evu Dahlbeck í hlutverki drottningarinnar. Oleg Vídoff varð eitt sinn of seinn í mat og skrapp þá bara inn í eldhús og fékk sér snarl. Stúlkan sem hér er borðnautur hans heitir Sigríður Jónsdóttir. Rússinn Oleg Vídoff leik- ur Hagbarð. Hér er hann framan við Skúlagarð í Kelduhverfi, þar sem kvik- myndafólkið býr, ásamt hundi, sem einnig kemur fram í myndinni. Kvikmyndarfólkið með hesta sína og hafurtask í garðinuin framan við híbýli konungs. í baksýn sést gálginn, sem Hagbarður verður festur upp í. Bölvís, leikinn af Hákoni Jahnberg, sem margir munu kannast við úr hlutverki þjónsins í Þögninni. í bak- sýn eru kvikmyndatöku- menn að verki á palli, sem slegið hefur vcrið upp und- ir vélar þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.