Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 6
&Vsseur 3 Biðjið um snyrtivörur með skjaldarmerki Princess Grace af Monaco. 4 O0 Skúlcigötu 27 - Sími 21670 POLAROID. Kæri Póstur! Ég hef afar gaman af ljós- myndum, en ég kann ekki að framkalla sjálfur og finnst áferð- in á vélunnu myndunum sem maður fær hjá framköllunar- verkstæðum leiðinleg og frá- hrindandi. Hins vegar hef ég séð myndir úr sjálfvirkum mynda- vélum, svokölluðum Pólaroid, sem eru með ósköp svipaðri á- ferð, en þeim fylgir hins vegar sá kostur. að þær fær maður um leið og búið er að smella af, eða því sem næst. Ég hef hvergi rekizt á svona myndavélar, en mér er sagt að þær séu óheyri- lega dýrar, kosti 10—12 þúsund Getur þú ekki frætt mig eitthvað um þær og hvort ekki er hægt að fá einhverjar ódýrari? Með fyrirfram þökk. Guðm. G. Framköllunarverkstæðin, sem þú kallar, geta einnig handstækkað myndirnar þínar, en þá verða þær töluvert dýrari. En varðandi Polariod er það að segja, að hingað til hafa ekki verið flutt- ar ódýrar útgáfur af þeim, svo okkur sé kunnugt, en um þess- ar mundir er að rísa á laggimar nýtt fyrirtæki, sem ætlar að sér- hæfa sig í Polariod, og þar munu þær kosta frá 1500 krónum eða þar í kring. Hins vegar er efnið sjálft, sem myndirnar koma á, nokkuð dýrt miðað við „gömlip' aðferðina, en kannski það verði ekki svo mikill bagi, þegar allt kemur til alls, því það er líka kostnaðarsamt að þurfa að kaupa alla vinnu á framköllun og kóp- íeringu. Þar að auki hlýtur það að hafa eitthvað gildi að fá mynd- ina fullgerða á 10 sekúndum. HEILFRYST BLÓM. Vikan, Reykjavík! Um daginn fann ég hjá mér köllun til að færa konunni blóm, ástæðuna til þess er mér óþarft að tilgreina. Ég minntist þess að hafa heyrt auglýsingu frá blóma- búð, þar sem mönnum var heim- ilað að velja blómin úr kæli, og jú mikil ósköp, þau voru fín og falleg í kælinum. Ég keypti væn- an kúst og snaraðist með hann í fang minnar heittelskuðu, hver varð frá sér numin af þeirri sýn og angan. Eftir að þakka mér fyrir með kossi hagræddi hún brúskinum í dáindisfögrum vasa og sneri sér að því að veita mér nokkra umbun fyrir hugulsem- ina. En það er af jarðskraut- inu að segja, að áður en fullir tveir tímar voru liðnir frá því að ég leysti það fyrir fé út úr kælikassanum, var það allt orðið lafandi og hrörlegt eins og vam- píra sem tréfleygur hefur verið rekinn í bringuna á. Nú er mér spurn: Er blómabúðum leyfilegt að selja vöru sína heilfrysta, vit- andi þar, að um leið og hún þiðnar verður hún að graut? Er ekki hægt að gera verzlanirnar ábyrgar? Það kemur sér grefilli illa að svona toppar sem maður kemur með heim til sín og bráð- liggur á að bræða hjarta kon- unnar, skuli ekki standa lengur en góður koss. Ég bið þig fyrir enga kveðju til svona verzlunar- aðferða. Túli. Ég skila heldur engri kveðju, Túli minn, en ég efast um, að þú náir nokkrum skaðabótum fyrir „heilfrysta jarðskrautið". Sannast að segja (og ég vona þú takir mér það ekki alltof illa upp) hef ég þá trú, að þið hafið sinnt þakklæti konunnar meira en „kústinum", en hann hefur þá náttúru meðal annars, að standa afar illa í miklum hita, svo sem nálægt ofni eða í alltof mikilli sól. Gæti ekki eitthvað slíkt hafa komið til greina? Ann- ars væri fróðlegt að vita, hversu margir hafa orðið fyrir því að kaupa „heilfryst" blóm úr blóma- kæli. VONDIR EIGINMENN. Kæri Póstur! Getur þú sagt mér (því þú ert sjálfsagt karlkyns) hversvegna karlmenn eru eins bjargarlausir og raun er á, og hversvegna þeir eru svona latir að hjálpa til á sínu eigin heimili og þá á ég við gifta karlmenn, sem þeyta konunni sinni í kringum sig af svo ósvikinni sjálfselsku að það tekur engu tali. Hversvegna telja þeir sjálfsagt að hún hlaupi frá því sem hún er að gera, hvað sem það er til að leita að skón- um þeirra, blaðinu, bókinni, píp- unni, rakvélnni og hvað það nú er alltsaman, sem þeir hafa í flestum tilfellum falið sjálfir eða a.m.k. hent frá sér í hugsunar- 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.