Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 47

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 47
Sumar- kjólar Enn er sumar og ekki of seint að fá sér fal- legan kjól - reyndar eru hvítir kjólar ekki fremur orðnir sumar- flíkur en vetrar, því að hvítt er mikill tízkulitur. Þetta er kjóll úr hvítu blúnduefni, fóðraður með hvítu nema ermarnar. Sniðið er telpulegt og mikið í tízku. Pífurnar eru úr hvltu org- andi eða stífu chiffon, tvær að neðan, með- fram ermalíningu og linda niður í mitti að framan. ■ ' '' ■' Stórdoppóttur kjóll, hvítur með svörtum eða dökkbláum doppum. Ermarnar langar og skemmtilegt berustykki á ská. Slaufa og svart blóm á öxlinni. Sérkennilegur kjóll úr hvítu chiffon, stutturog víður með tvöfaldri slá, en allar brúnir bryddaðar með dökkri bryddingu. Hvítur chiffonkjóll með stórum doppum. Stór háls- eða höfuðklútur fylgir úr sama efni, en kjóllinn er auðvitað fóðraður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.