Vikan


Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 37

Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 37
einbýlishúsahverfi skammt utan við Akureyri, á ská hinum megin við veginn utan við Veganesti. Ég jafn- aði mig ekki eftir öll þau ósköp fyrr en á móts við gamla bæinn í Bólu í Skagafirði, því það eru hin- ar öfgarnar í hámarki. Ég hef þá trú, að eftir ekki ýkja mörg ár verði húsin í þessu nýríka milla- hverfi á Akureyri nær óseljanleg, því enginn hafi geð til að búa þar lengur. En arkítektinn vill víst hafa þetta svona, og arkítektinn er allsráðandi. Sú var tíðin, að hver og einn byggði eftir sínu höfði, þar sem honum sýndist og gerði það að mestu sjálfur. Mörg þessara húsa voru misheppnuð og betur óbyggð, önnur voru ágæt og sum jafnvel til fyrirmyndar. En nú er það af að kalla, að minnsta kosti í þéttbýli. Nú má enginn byggja nema á út- mældum skika, eftir teikningu við- urkennds aðila, arkítekts, verkfræð- ings eða tæknifræðings, eftir uppá- skrift bygginganefndar, að fengn- um húsasmíðameistara sem tekur töluverðan toll fyrir það eitt að vera talinn fyrir verkinu. Svo koma þar að auki alls konar undirmeist- arar, svo sem múrarameistari, tré- smíðameistari, pipulagningameist- ari, rafvirkjameistari og sjálfsagt fleiri, og allir fá sinn meistara- toll. Eftir situr svo hús um sfðir, mismunandi vel af hendi leyst, og skuldameistari, sem fær engan toll heldur verður að hamast við að borga og borga. Væri nú ekki ráð,.að breyta þessu ofurlítið? Leyfa þeim, sem til þess treysta sér, að gera sjálfir sínar teikningar, enda hafa bygginga- nefndirnar vald til að afneita ó- færum teikningum. Uthluta þessum sjálfstraustsmönnum sérstökum hverfum, þar sem þeir gætu feng- ið að dunda við þetta í friði og ró, þótt einhver takmörk verði að vera fyrir því, hve lengi þeir eru með húsin sín að utan. Það gæti verið starf byggingafulltrúanna að fara milli húsanna og fylgjast með framkvæmdum,- ræða við byggjend- ur um næstu áfanga og leiðbeina þeim, ef með þarf. Þeir bygginga- fulltrúar, sem ég hef fyrirhitt, eru flestir hverjir mestu Ijúfmenni, sem með sóma gætu og myndu láta slíka þjónustu f té, væri til þess ætlazt af þeim. Við þetta myndi vinnast til tekna mörg sú stund, sem ann- ars færi í brennivín og/eða brids, fyrir utan það, hve gaman það er að byggja sitt eigið hús með sínum eigin höndum, þótt fjármálaáhyggj- ur og treg og vond lánastarfsemi dragi þar nokkuð úr. Þetta gæti verið gott baráttuafl fyrir pólitíkus á uppleið, sem vildi vinna sér hylli unga fólksins, því unga fólkið í landinu vill fá að vinna og vera ráðdeildarsamt. Það eru bara svo margar reglugerðir, sem koma f veg fyrir það, og venja það af vinnusemi og sparnaði. Og líka talnabandið með vfsitöl- unum. Manni verður annars ofurlítið ENN NÝR VARALITUR FRÁ Ghristian Dior ULTRA DIOR NÝI „HÁGLANSa VARALITURINN 1966 BLÆBRIGÐI; 18-16-15-76-7 3 ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍ K: Gjafa- og Snyrtivörubúðin, Bankastræti 8 Hygca, Austurstræti 16 Mirra, Austurstræti 17 Sápuhúsið, Lækjargötu 2 Einkaumboð: Skemmuglugginn, Laugavegi 66 Verzlunin Stella, Bankastræti 3 HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 AKUREYRI: Vörusalan, Hafnarstræti INGVAR SVEINSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN, AUSTURSTRÆTI 17, SÍMl 16662 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.