Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 16
Gitte Hœnning
söng viö undirleik
Pélurs Östlund
Víst má telja, að engin hljómsveit hafi
leikið á jafnmörgum stöðum á landinu og
Hljómar. Þau eru áreiðarilega fá sam-
komuhúsin, sem þeir hafa ekki leikið í.
Undanfarin þrjú sumur hafa Hljómar ferð-
azt um landsbyggðina, en að þessu sinni
stóð ferðalagið yfir-frá 23. júní til 1.
ágúst. Komu þeir í þessari ferð við á Norð-
ur og Austurlandi. A Akureyri höfðu þeir
lengri viðdvöl en þeir höfðu gert ráð fyr-
ir, en ástæðan var einfaldlega sú, að
þeir léku kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi
í Alþýðuhúsinu þar.
— Já, þetta hefur gengið mjög vel hjá
okkur, sagði Gunnar Þórðarson, er við
hittum hann og hina Hljómana á Akur-
eyri. Þetta hefur verið langur og strang-
ur túr, eins og sést bezt á því, að við
Framhald á bls. 48.
Gitte Hænning.
Erlingur Björnsson og Gunnar Þórðarson..
Þessa óvenjulegu og skemmtilegu mynd
af hljómsveitinni „5 Pens“ tók Sigurgeir
Sigurjónsson.
Cavern opnar á ný
Cavern klúbburinn í Liverpool — Mecca bítlatónlistarinnar —
var opnaður á ný fyrir skömmu eftir að lokað hafði verið um
alllangt skeið. Ástæðan fyrir því, að klúbbnum var lokað á
sínum tíma var sú, að miklar skuldir hvildu á staðnum, að-
sókn var orðin dræm og staðurinn farinn að minnka mjög í
áliti.
Eigendaskipti liafa nú orðið á þessum fræga klúbbi og er
nýi eigandinn staðráðinn í að helja hann aftur til vegs og
virðingar. Klúbburinn, sem er til húsa í niðurgrafinni kjall-
araholu í Matthew's stræti í hafnarhverfi Liverpool, var fyrst
opnaður árið 195G og starfaði J)á sem jazzklúbbur og var mjög
vinsæll sem slíkur. Arið 19G1 fer beat-músik að láta að sér
kveða og slíkar hljómsveítir fengu endrum og eins að koma
fram í Cavern. Vinsælust beat-hljóinsveita þá var. The Swing-
ing Blue Jeans. Þeir buðu eitt sinn óþekktri hljómsveit að
leika hjá sér í pásu, en þessi hljómsveit var engin önnur en
The Beatles. Upp frá þessu urðu Bítlarnir tíðir gestir í Cav-
ern klúbbnum og nutu þar feiknalegra vinsælda. Það má með
sanni segja, að ,,bítlaæðið“ svokallaða hafi átt upptök sín í
Cavern klúbbnum.
Staðurinn sjálfur cr citt hið furðulegasta samkomuhús, sem
um getur. í rauninni ekki annað en stór niðurgrafinn geimur
mcð nöktum steinhvelfingum. Á stríðsárunum var hcr loft-
varnarbyrgi, en siðar var staðurinn tekinn til brúks sem vöru-
skemma og hýsti þá vín og ávcxti. Sagt cr, að á miðöldum
hafi þrælahöndlarar geymt fórnarlömb sín á þessum stað.
Margar ágætar hljómsveitir hafa hafið frægðarferil sinn í
STJÖRNU
BLIK
Færeyska hljómsveitin Xhe
Faroe Boys var hér á ferð
fyrir skömmu og lék á norður
og Austurlandi við hinar ágæt-
ustu undirtektir. Vonandi
koma þeir aftur og þá til
Reykjavíkur, því að það er
talsvert púður í þessari hljómsveit... Bítla-
músik heitir „enskur dansur“ í Færeyjum ...
Meinleg prentvilla varð í dálkum þessum í
vor sl., þegar Henry Erlendsson í Logum
var sagður 11 ára. Fyrir vikið hefur honum
verið meinaður aðgangur að ýmsum dans-
sölum borgarinnar! Við biðjum Henry af-
sökunar og skellum skuldinni á prentvillu-
púkann ... Samkomuhús Njarðvíkur, Stapi,
er óvenju glæsilegt félagsheimili og í engu
öðru húsi höfum við hcyrt betri hljómburð.
Eftirlit í húsinu er líka til mikillar fyrir-
myndar... Rúnar og Erlingur í Hljómum
lituðu á sér hárið á Akureyri — gult!...
Grétar í Logum og Gunnar í Hljómum léku
saman í hljómsveitinni Skuggar í Keflavík
fyrir f jórum árum ... Grétar er frá Keflavík
en Gunnar frá Hólmavík ... Tempó var boð-
ið að spila á Ólafsvökunni í Þórshöfn í Fær-
eyjum... Lög, sem þyrftu að komast á
hljómplötur: „Lullaby df Love“ flutt af Erlu
Stefánsdóttur og Hljómsveit Ingmars Ey-
dals — og lagið „Vorb!ómið“ eftir Þorgeir
Guðmundsson, gítarleikara Loga ... Bræð-
urnir Jóhann og Eiríkur (Óðmenn) afkasta-
miklir og ágætir lagasmiðir... Er hljóm-
plata í undirbúningi með Pónik?.
Cavern klúbbnum og eflaust vitið þið líka, að Hljómar hafa
komið þar íram. Þcir léku í Cavern klúbbnum fyrir tveimur
árum og hlutu hinar ágætustu viðtökur.
Eins og fyrr segir var klúbburinn opnaðar aftur nýíega.
Það var Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, sem lýsti því
ýfir, að staðurinn væri opinn á ný, en gárungarnir sögðu, að
hann mætti búast viðað liljóta allmörg atkvæði að launum
fyrir ómakið frá ungu fólki við næstu kosningar.
Eftir leik Hljóma í Cavern-klúbbnum. Erlingur Björnsson
gefur eiginhandaráritun.
16 VIKAN