Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 40
'ENGLISH ELECTRIC’ LIBERATOR SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ★ heitt eða kalt vatn til á- fyllingar. ★ stillanleg fyrir 8 mismun- andi gerðir af þvotti. ★ hitar þvær — 3-4 skol- ar — vindur. ★ Verð kr. 19.636, SJÁLFVIRKI ÞURRKARINN ★ sjálfvirk tímastilling allt að 90 min. ★ aðeins tveir stillihnappar og þó algerlega sjálfvirk- ur. ★ fáanlegur með eða án sogslöngu. ★ Verð kr. 12.950,— ★ AFKÖST: 3V2 KG. AF ÞURRUM ÞVOTTI í EINU. ★ INNBYGGÐUR HJÓLABÚNAÐUR. ★ EINS ÁRS ÁBYRGÐ — VARAHLUTA- OG VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTA. ___ oöÁhíii Laugavegi 178 Slmi 38000 hugsað til ráðdeildarseminnar og fyrirhyggjunnar, þegar farið er um landið í sumarfríi. Mér er ekki grun- laust um, að sumir bruðli helzt til mikið, þegar þeir fara í ferðalög. Því bruðl hlýtur það að teljast, að fara í fínum fötum, sem hljóta að láta á sjá á löngum bílsetum og gönguferðum í alls konar lands- lagi. Eg get til dæmis ekki ímynd- að mér, að allir stálpinnahælakven- skórnir, sem förin voru eftir ( Dimmuborgum í sumar, hafi verið ballfærir eftir þá reisu. Ferðlag í slíkum skófatnaði hlýtur að flokk- ast bæði undir fyrirhyggjuleysi og eyðslusemi. Hins vegar veit ég ekki vel, hvernig á að túlka öll þessi flottheit í viðleguútbúnaði. A ótrúlegustu hnottum meðfram flestum vegum getur að líta mörg þúsund króna hústjöld, tveggja til þriggja her- bergja vistarverur, uppmubleruð með gastækjum, sem nálgast að vera eins fullkomin eldunartæki og tíðkast í heimahúsum úr varanlegu efni. Sumar þessar tjaldbyggingar eru meira að segja svo tígulegar, að þær nálgast að vera arkítektúr. Ekki nenni ég að tjalda til einn- ar nætur; hef þá ónáttúru að veigra mér við að tjalda til skemmri tíma en viku. Stundum hefur þetta tjöld- unarmaus varpað nokkrum skugga á reisurnar, allt þangað til í sum- ar; þá þurftum við ekki annað en að leggja aftur framsætisbökin á blessuðum Ramblernum og þá var komið rúm, sem gefur hjónarúmi frá Skeifunni lítið eftir. Og þá er ekkert basl með tjaldhæla sem brotna og stög sem þarf aðstrengja, ekki blæs heldur gegnum bílinn og ef það skyldi nú gera alvarlegan kulda, þarf ekki annað en að setja í gang svolitla stund og hafa mið- stöðina á fullu. Þetta er hreinasti lúxus. En sumum er líklega ódýrara að hírast í tjaldi heldur en bíl, jafn- vel þótt hann kunni nú að vera til. Þar á ég við þá tegund fólks, sem hópast með öðrum múgsálum á fyr- irfram ákveðna ólátastaði til að láta eins og skepnur. Sem betur fer hafast slíkir hópar fremur við í tjöldum, því umgengnin er svo við- urstyggileg, að kosta myndi stórfé að lagfæra bíl eftir slíka útilegu. Illu heilli álpaðist ég til að vera staddur í Þórsmörk um verzlunar- mannahelgi fyrir sex árum, en bjargaði mínum málum með því að bamba með allt draslið upp í Hamraskóg og var að mestu í friði' þar, utan hvað einstaka villidýra- hópar slæddust þangað verstu nótt- ina. í kynningarskyni gengum við hjónakornin ofan í Húsadalinn þeg- ar mest gekk á, og gleymum þeim fjanda líklega aldrei. Þegar heim kom, var ég beðinn að lýsa ástand- inu stuttlega í útvarp hvað ég gerði, trúðu sumir en harla fáir og flestir voru mér reiðir fyrir að bera svona Ijótt upp á ungu kynslóðina. Kannski fer sú skoðun að breytast smám saman, kannski þurfa ungl- ingarnir að fá brennivínsslag hóp- um saman áður en almenningsálit- ið breytist. Ef til vill hefur ástandið svo sem ekkert versnað síðan þá, þótt blöð- in séu orðin frakkari í lýsingum sínum frá orgíustöðunum. Eg veit það ekki. Ég hef ekki haft geð í mér til að sjá það sjálfur af eig- in raun og býst ekki við að verða nokkurntíma nógu harðsvíraður til þess. Nú er ísland komið í kvikmynda- traffíkina. Þegar þetta er ritað, eru þeir nýbyrjaðir að kvikmynda sög- una um Hagbarð og Signýjarhárið norður f Þingeyjarsýslu, nánar til- tekið í Hljóðaklettum. Það er aldeil- is tilbreyting í fásinninu þar, fullt af leikurum og þess háttar fólki í Skúlagarði og búið að slá upp kóngsgarði í nágrenninu. Staurarn- ir í kringum hann eru úr einhvers konar frauðplasti og málaðir eins og staurar eiga að lita út; þessir staurar urðu þó líklega dýrari en hefðu þeir verið keyptir frá Staura & eldspýtnarækt ríkisins, þv( piltar tveir úr Reykjavík helltu allri kvoð- unni niður til að byrja með, svo senda varð eftir nýjum birgðum til útlandanna. En svona kvikmyndafyrirtæki munar víst ekki um það, úr því það getur rekið hundana tvo, sem til myndatökunnar þarf. Þetta eru hundar af útlenzku kyni, annar kvað hafa kostað 200 þúsund og vera tryggður fyrir morð fjár. Þess- um hundum dugar ekki venjulegur skúr til íbðar; það varð að leigja handa þeim herbergi, næstum stofu, á bóndabæ þarna í Kelduhverfinu. Þar að auki skilja þeir ekki íslenzku, heldur bara sænsku, og því fylgir þeim sænsk stúlka. Og líklega er heldur betra að þeir hafi þesshátt- ar túlk og fóstru, því annar þeirra er versta óargadýr og ræðst bæði á börn og skepnur og étur ef hann getur. Að öðru leyti eru þeir mat- vandir mjög og vandfóðraðir; fyrsta kvöldið voru steikt handa þeim fjögur, að mig minnir, útbein- uð lambalæri, sem þykja fullboð- legur matur, en hvuttarnir vildu ekki sjá þau. Það varð að senda mann á bíl í ofboði til Húsavíkur, um 60—70 km. leið, til að ná í hakkað nautakjöt handa hundkvik- indunum, svo þeir létu af fösfunni. Svona eru þeir genverðugir, þess- ir útlendu hundar. Það er munur eða þessir íslenzku. Fyrir tveimur árum var ég á leið til Reykjavikur austan úr Vestur-Skaftafellssýslu, og á móts við Hvol á Hvolsvelli sá ég hund, sem hljóp ( áttina burtu frá félagsheimilinu með eitthvað í kjaftinum. Ég komst svo nærri hvutta, að ég sæi hvað hann var með í kjaftinum, og viti menn, það var útbeinað lamalæri. Og honum virtist ekkert bjóða við þvi. Annars um þetta með kvikmynda- tökuna: Það er mikið talað um hana í Kelduhverfinu. Þeim þykir bara verst, og það að vonum, ef sögunni um Signýjarhárið er brengl- að mikið. Það hafði til dæmis flog- ið fyrir, að það væri ekkert Sig- 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.