Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 15
í bíó, féll ég fyrir honum eins og skot, og síöan hefi ég verið honum trú. Myndin hét „Stormur“, eða eitthvað í þá áttina. Anthony Quinn lék eig- ingjarnan ítalskfæddan Ameríkana. Anna Magnani lék stórkostlega á móti honum. Hann var engin hetja í þess- ari mynd, svo það var ekki það sem töfraði mig, heldur var það maður- inn sjálfur, útgeislunin frá sjálfri per- sónunni. Ég sá myndina fjögur kvöld í röð, og síðan hefi ég séð allar myndir hans sem hér hafa verið sýndar. Og nú síðast sat ég algerlega töfruðaf Grikkj- anum ,,Zorba“, hinum blóðheita lista- manni. Hversvegna hefur þessi stórskorni, 54 ára gamli maður, sem fæddur er í Mexico og alinn upp í Bandaríkjunum, svona stórkostleg áhrif á mann. Ekki hefur hann flauelsaugu. Ekki er það heldur karlmannlegt, stórskor- ið andlitið og breiðar axlirnar, þótt það geri eflaust sitt til. Nei ég held að leyndardómurinn sé að hann er lireinræktað karlmenni. Hann þarf p.ldrei að bregða fyrir sig James Bond klækjuin, til að sýna það. Frá honum geislar hugrekki og þróttur sem ristir miklu dýpra. Hann þorir að vera mannlegur. Maður finnur að liér er maður sem tekur, gefur og elskar, og hikar ekki við að hætta mannorði sínu, tilfinninganna vegna. Það sýndi sig í einkalífi hans, viðurkenndi laus- leikabarn sitt, sem hann átti meðan hann var giftur annarri og fjögra barna faðir, og hætti þar með framtíð sinni í hinni hræsnisfullu Hollywood. Maður finnur líka að þessi maður er aldrei leiðinlegur. Hann ER Zorba. Hann grætur, hlær, rífst og elskar með sama ákafa, án þess að . hika. Maður svermar ekki fyrir Anthony Quinn, maður hreinlega tilbiður hann, héðan í frá og til eilífðar. ELISABET ADELSKÖLD: PATRIC IVIC GOOHAN Skemmtilega tötf Bátur Mussons sprakk í loft upp og tveir aðrir rákust á. ÞEYTIBÁTAKEPPNI Störhættulegt sport Sumir vilja komast hraðar yfir en hægt er með góðu móti á ára- bátum. Nýjasta æsisports-upp- finningin eru þeytibátar, ætlaðir fífldjörfum, forríkum ofurhug- um, sem liggur á í Hfinu. Leik- föngin, þeytibátarnir (hydro- planes), kosta aðeins um 10 millj- ónir króna og komast upp í 240 til 270 km. hraða á klst. í þeytibátakeppni, sem fram fór á ánni Potomac í Washington fyrir skemmstu, fækkaði at- vinnu-þeytibátaköppum um ca. 15%. í stéttinni voru fyrir aðeins um 20 knapar, en þrír þeirra létu lífið í keppni þessari. Fyrirkomulag keppninnar var á þá leið, að hver knapi skyldi þeytast á bát sínum þrjár um- ferðir ákveðna vegalengd eftir ánni. Stig voru gefin eftir hverja umferð (líkt og í skíðakeppni) og réði samanlögð stigatala úrslit- um. Því miður reýndist ekki unnt að afhenda sigurvegaranum, Rex Manchester 39 ára gömlum, sig- urlaunin. Hann lauk aldrei 3. um- ferðinni, en þeytti bát sínum svo frábærlega í hinum fyrri, að eng- in þeirra, sem keppni luku, náðu hærri stigatölu. Sá fyrsti, sem lífi týndi í keppninni, var fyrrverandi meistari þrjú ár í röð, Ron Mus- son. í annarri umferð rakst bát- ur hans á eitthvað í vatninu, þeyttist þráðbeint upp í loftið og sprakk í tætlur. í síðustu umferð rákust 2 bátar á, annar þeirra bátur sigurvegar- ans, með þeim afleiðingum, að þeir sundruðust í agnir og knap- arnir létu lífið. Eftir keppnina lét einn af for- vígisönnum íþróttagreinarinnar hafa eftir sér: „Þetta óhapp kem- ur ekki til með að hafa teljandi áhrif, en keppnistímabilið verður ekki eins skemmtilegt fyrir þátt- takendur eftir þetta.“ —!!! — Skyldi maðurinn nokkuð hafa bætt við í sönnum íþrótta- anda setningunni, sem einhver spakur maður sagði forðum: „Aðalatriðið er ekki að sigra, heldur taka þátt.“—?! RUFFA ALVING: ANTONY QUINN Þorir aö wera mannlegur í raun og veru er hann alls ekki sú manngerð sem ég dáist að. Ég hefi frá bp.rnæsku verið hrifnari af töff- um, eins og Richard Widinark, Paul Newman og Steve MacQueen. En þegar ég sá Quinn í fyrsta sinn Fyrsta stefnumót mitt, auðvitað í sjónvarpinu, við Patrick McGoohan, sem þekktur er í hlutverki hins kalda og gáfaða njósnara John Drake, vakti hjá inér bæði undrun og gleði. Við hlið hans bliknuðu „James Bond“ Connery, „Bjargvætturinn“ More og allir hinir gagnnjósnararnir. Mér fannst þeir allir svo grófir, kvensam- ir og óábyggilegir, og mér fannst þeir missa marks við það að þeir taka sjálfa sig svo hátíðlega. Patrick McGoohan er allt öðru vísi, og það er ekki nóg með það; hérna um árið var hann valinn sem einn af tólf beztu leikurum heims (eftir að hann lék í myndinni „Lengstur dag- ur“). Ilann er íri, — en fæddur í New York, en samt túíkar hann fyrir okkur hinn sanna enska heiðursmann. Hann er ekki snobbaður, en hæg- látur, aðlaðandi og kaldur, bjargar alltaf málunum, ekki eingöngu með hnefunum, heldur líka með sniðugum og fyndnum uppátækjum. Þessutan er hann líka mannlegur og tapar stund- um. Hvernig fer Patrick að því að vera alltaf svona aðlaðandi, hvort sem hann er klæddur eins og kjánalegur og við- utan kennari, eða sýnir sig rifinn og tættann. Það er víst vegna þess hvern- ig hann hreyfir sig og hvernig hann horfir á mann. Og hugsið þið ykkur svo bara röddina ... Sú mynd sem maður fær af sjón- varpshetjunni John Drake, beinir at- hygli manns óneitanlega líka að manninum Patrick McGoohan. Hann hefur nefnilega breytt sögunni eftir eigin smekk. Til dæmis er hann ekki alltaf með skammbyssu upp á vas- ann. Honum var boðið aðalhlutverkið í „Bjargvættinum“, en hann sagði nei, t?.kk. Hann vildi ekki fá nýja vin- konu í hverri viku. Sex og ofbeldi er örugglega ekki neitt fyrir hinn ,,prúða“ Patrick Mc- Goohan. Hann er ólíkur öðrum njósn- urum, er persónulegur og spennandi, en ekki hrollvekjandi martröð. En þrátt fyrir allt er hann „kaldur“. I»að væri ekkert leiðinlegt að lenda á eyðiey með Patrick, hann er svo karlmannlegur, gáfaður og fyndinn. Ógeð hans á því að stíga í vænginn við þessar undurfögru konur, sem sjónvarpið sendir í veg fyrir hann, sýnir líka að h?.nn er trúr sem gull sinni einu útvöldu. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.