Vikan - 08.09.1966, Side 48
Rafmagnsrakvélar
i miklu úrvalí metf og
án bartskera og
h'arklippum
Ui !;■!•
\ Vlfl ÓÐiNSTBBB
viðlíka skemmtilegt að sitja undir
því eina kvöldstund eins og að
hlusta ó drukkið fólk rövla og ríf-
ast.
Ekki er þó neinn vafi ó því, að
margir munu hafa gaman af að
s já þessi marg um töluðu hjón,
Burton og Liz Taylor, í þessari kvik-
mynd.
☆
Gitte Hænning
Framhald af bls. 16.
höfum aðeins haft þrjá frídaga all-
an tímann.
— Hvað er ykkur minnisstæðast
úr ferðinni?
— Við lékum m.a. í Hallorms-
staðaskógi tvö kvöld undir berum
himni. Þar munu hafa verið hátt á
þriðja þúsund manns. Okkur er
líka minnisstætt, þegar við lékum
í Skúlagarði á Tjörnesi, en á þeim
dansleik voru m.a. þeir, sem störf-
uðu að kvikmyndinni „Rauða
skikkjan", sem tekin var upp að
hluta í Hljóðaklettum. I þessum hópi
var m.a. danska söngkonan Gitte
Hænning. Svo óheppilega vildi til,
að rafmagnið hvarf klukkan 1 1 og
voru þá góð ráð dýr. Vindur þá
Gitte Hænning sér upp á sviðið og
byrjar að syngja fullum hálsi —
við undirleik Péturs á trommurnar.
Þetta vakti mikla kátinu og hélt
mannskapnum vakandi f þá tvo
tíma, sem húsið var rafmagnslaust.
— Jú, við höfum haft gott tæki-
færi til að skoða okkur um og höf-
um víst komið á flesta staði á land-
inu. I Asbyrgi ætluðum við að hafa
náttstað eina nóttina og vorum
ekki það forsjálir að hafa með
okkur tjald, urðum við að hætta
við það á samri stundu.
— Hvað. tekur svo við, þegar
ferðinni lýkur?
— Við ætlum að taka okkur ríf-
legt sumarfrí, segja allir einum
rómi. Hver veit nema við stingum
af til London í eins og eina viku?
☆
Konungsgarður í
Kelduhverfi
Framhald af bls. 26.
för hans orðin heldur svívirðileg.
Til þess að ná aftur fundi Signýj-
ar, dulbjó Hagbarður sig sem skjald-
mey og komst þannig inn í skemmu
hennar. Þótt hún vissi hann vera
bana bræðra sinna, veitti hún hon-
um ást sína alla. En ein af þernum
hennar komst að því, hver þar var
kominn og sagði konungi. Lét hann
þá veita Hagbarði aðgöngu. Varð-
ist hann vel og drap marga af
korun^smönnum, og þótt þeir kæmu
á hann fjötrum, þá sleit hann þá
af sér lengi vel. Þá mælti þern-
oo. sem komið hafði upp um hann:
„Takið lokk úr hári Signýjar og
bindið hann með. Það band mun
hann aldrei slíta". Og það reynd-
ist rétt vera.
Konungur mælti nú svo fyrir, að
Hagbarður skyldi hengdur. Drottn-
ing rétti Hagbarði þá bikar af víni
og mælti storkandi, að honum veitti
varla af að drekka í sig kjark fyr-
ir aftökuna. Hann þeytti bikarnum
framan í hana og bað hana drekka
þar minni sona sinna.
Signý hafði heitið Hagbarði því
að fylgja honum í dauðann; hafði
samizt svo með þeim, að jafnskjótt
og hún sæi hann hafinn í gálgann,
skyldi hún leggja eld í skemmuna
og brenna þar inni. Þegar að gálg-
anum kom, fýsti Hagbarð að reyna
trúnað hennar. Bað hann böðlana
að festa fyrst upp í gálgann
„skykkju mína, svo ég megi sjá,
hversu mér muni fara hengingin".
Þeim leizt þetta lítilþæg bón og
gerðu sem hann bað. En þegar hin
rauða skikkja Hagbarðs sást í gálg-
anum, hugði Signý, að þar væri
hann sjálfur. Lagði hún þá eld í
skemmuna og brann þar inni á-
samt þernum sínum, sem flestar
kusu að fylgja henni í dauðann.
Síðan var Hagbarður hengdur og
dó fagnandi; hafði hann þau orð
um, að slík ást næði sannarlega út
yfir gröf og dauða.
Skömmu síðar kom á vettvang
bróðir Hagbarðs, er Haki hét og
var rauðavíkingur. Hann hefndi
bróður síns, brenndi kóngsgarð og
drap þar hvert mannsbarn.
☆
ANGELIQUE OG SOLDÁNINN
Framhald af bls. 5.
svona barnalegt aftur, eða.svo sannarlega, sem ég heiti Paturel, skal
ég kyrkja þig með eigin höndum.
Það vottaði fyrir kaldhæðni i röddinni, en hann var ekki að gera að
gamni sinu. Hún trúði því, að hann myndi kyrkja hana, eða að minnsta
kosti berja þetta óskynsamlega sjálfstæði úr henni.
Blóð Colins Paturels hafði næstum stöðvazt í æðum hans, þegar
hann tók eftir því að stúikan, félagi þeirra, hafði laumazt burtu og
var ekki komin aftur. E'in vandræðin enn, hugsaði hann, fleiri grafir
að grafa! Ó, réttláti guð, hefurðu yfirgefið börn þín? Hann hafði læðzt
hijóðlaust að tjörninni, eins og þræll, sem er vanur að laumast gegnum
nóttina, og þar sá hann hana undir silfurstraumnum, sem streymdi frá
lindinni, með hárið niður um axlirnar, eins og vatnadís, og snjóhvítur
líkami heinnar speglaðist í dökku yfirborði tjarnarinnar.
Angelique þótti óþægilegt, að hann skyidi liafa séð hana baða sig.,
Svo hugsaði hún: — Hvaða máli skiptir það? Hann var óuppalinn og
hafði engar aðrar tilfinningar til hennar en þær, sem hinir sterku
bera til hinna veiku, og leit aðeins á hana sem viðbótar byrði, sem hann
hafði tekið á herðar sínar gegn eigin vilja. Það lá við, að hún fyndi til
nokkurrar gremju yfir framkomu hans, því hann var ábyrgur fyrir því
fálæti, sem hún hafði af mestu skyldurækni sýnt hinum strokumönn-
unum, og biandaði sér ekki i hóp þeirra, nema til að hjúkra hinum
særðu. Sú vitund hennar, að hún var alein, og hennar var ekki óskað,
gerði allt erfiðið næstum óbærilegra. Ef til vill hafði hann haft rétt
fyrir sér með því að undirstrika það, en hann var svo strangur og
valdsmannslegur, að við lá að hún hefði meira en ótta af honum. Hið
fullkomna jafnvægi sálar hans og líkama var eins og ásökun í garð
hénnar eigin flöktandi hugrekkis eða hins kvenlega veikleika hennar
og viðkvæmni, tauga hennar og tilfinninga. Stingandi blá augu hans
sáu alltaf ótta hennar, þreytu og aðgæzluleysi, og hann virtist fyrir-
líta hana fyrir það. — Hann hefur sömu fyrirlitningu á mér og fjár-
hundur á heimskum sauði, hugsaði hún.
Hún tók sér aftur sæti við hlið Caloens, en hún gat ekki haft augun
af vangasvip höfðingjans, sem hún greindi i mynni ljónsgrenisins. Colin
Paturel var að teikna í sandinn kort af leiðinni, sem þau áttu að
íylgja, og útskýrði það fyrir Feneyingnum, Jean-Jean og Baskanum,
sem hölluðust að öxl hans.
— Þið nemið staðar í skógarjaðrinum. Ef þið sjáið rauðan vasa-
klút á grein annarshvors trésins, sem þið komið að, gangið þá að því
og vælið eins og uglur. Þá kemur Rabbíinn út úr runnanum....
— Ertu þarna, litla stúlka? spurði veik rödd Caloens. — Réttu mér
hönd þína. Ég átti einu sinni litla dóttur. Hún var tíu ára, þegar ég
fór á sjóinn fyrir tuttugu árum. Hún hlýtur að vera eins og þú núna.
48 VIKAN