Vikan - 08.09.1966, Síða 49
Hverjir eru kostirnir?
Laugaveg 176 — Símar 20'*/'.0 — 20441.
SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND.
REYKJAVfK: HOSPRÝÐI H.F.
Ekki þarf að bíða eftir að forþvotti Ijúki, til þess að geta sett sápuna
í fyrir hreinþvottinn. Að loknum hreinþvotti bætir vélin á sig köldu vatni
(skolun úr volgu) og hlifir þannig dælubúnaði við ofhitun.
Sparneytnar á straum (2,25 kwst.)
Afköst: 5 kg. af þurrum þvotti.
Ryðfrítt stál.
Forþvoftur
Hreinþvottur, 95® C.
4 skolanir, þeytivindur á milli og síðan stöðugt í 3 min. eftir síðustu
skolun.
Sérvöl fyrir viðkvæm efni, gerfiefni og ull.
Forþvottur eingöngu ef óskað er.
2 völ fyrir hreinþvott.
Hæð: 85 cm. Breidd: 60 cm. Dýpt: 57,5 cm.
LAVAMAT „nova D", LAVAMAT „regina", TURNAMAT.
BRÆÐURNIR ORMSSON H.F.
VEG
1AVAMAT „iíovo D“
Hún hét Mariejke.
— Þú sérð hana bráðum aftur, afi.
— Nei, ég býst ekki við þvi. Fyrst fœrir dauðinn mér fró. Það
verður betra þannig. Hvað myndi Mariejke gera með gamlan fiski-
mannsföður eins og mig, sem kemur aftur eftir tuttugu ára þrælkun,
til þess að óhreinka ættartölu hennar og fara í taugarnar á henni með
sögum um land sólarinnar? Nei, það er betra svona. Ég er glaður yfir
að íá að sofna svefninum síðasta á marokkóanskri jörð. Ég er alltaf að
hugsa um það, hversu garðarnir mínir heima í Meknés hljóta að sakna
mín, og aldrei íramar mun ég sjá Mulai Ismail þeysast eins og reiðan
guð. Ég hefði átt að bíða eftir því, að hann bryti á mér hausinn með
göngustafnum....
Parísarmaðurinn, Feneyingurinn og Baskinn bjuggust til brottfarar
i dögun. Colin Paturel benti Angelique að koma.
— Ég ætla að vera kyrr hjá gamla manninum. — Við getum ekki
tekið hann með okkur, og við getum ekki skilið hann eftir. Ég verð
að biða hér. Hinir verða að halda áfram, til að missa ekki af stefnu-
mótinu við Rabbi Maimoran. Þegar þeir hafa hitt hann, munu þeir
komast að því, hvað bezt er að gera. Viltu fara með þeim, eða bíða hér
með mér?
— Ég skal gera það, sem þú segir mér.
— Ég held, að það sé betra fyrir þig að bíða hér. Hinir geta gengið
hraðar en þú, og tíminn er naumur.
Angelique kinkaði kolli, og ætlaði að leggja af stað aftur að sjúkra-
beðinum, en Colin Paturel hélt aftur af henni, eins og honum þætti
fyrir því, hvað hann hefði verið kuldalegur.
— Þar að auki hélt ég, að Caloens gamli þarfnist þess að hafa þig
nálægt sér, svo hann geti dáið í friði, en ef þú vilt heldur fara....
— Ég vil vera.
Þau skiptu þvi, sem eftir var af nestinu og örvunum. Colin Paturel
fékk boga, örvamæli, kylfu, áttavita, og sverð de Kremoeurs mark-
greifa.
Mennirnir þrir lögðu af stað, eftir að hafa unmið andartak staðar við
gröf bretonska aðalsmannsins. Enginn sagði Caloens gamla, hvað væri
að gerast, og hann varð stöðugt veikari. Hann talaði frönsku í óráðinu,
og þrýsti hönd Angelique með yfirmannlegu afli hins deyjandi. Smám
saman þvarr þróttur hans, þar til hann virtist endurnýjast allt í einu,
eftir óráð og þjáningar alla nóttina, og hann settist upp næsta morgun.
Colin Paturel þurfti að taka á öllum sínum kröftum, til að hafa við
gamla manninum, sem barðist við hann jafn ákaft og dauðann sjálfan.
— Þú færði mig ekki! hrópaði hann. — Þú skalt ekki fá mig!
Allt í einu var eins og hann þekkti andlitið, sem frammi fyrir honum
var. '
— Ah! Colin, drengurinn minn, sagði hann veikri röddu. — Er ekki
kominn tími til að halda áfram?
— Jú, gamli vinur, svo sannarlega. Af stað! skipaði hann með ró-
legr röddu.
Og gamli Caloens dó í örmum hans, fullur trúnaðartrausts eins og
barn .
Angelique hafði skelfzt dauðastríð hans, og nú tók hún að gráta,
þegar hún horfði á sköllótt höfuðið hvila á bringu Colins Paturels,
eins og hann væri sonur gamla mannsins. Colin lokaði augum Caloens
og krosslagði hendurnar á brjósti hans.
— Þetta grunaði mig, sagði hann við Angelique. — Ég hef þegar
grafið gröf hans. Við verðum að flýta okkur. Svo verðum við að fara.
Þau lögðu hann við hlið de Kermoeurs markgreifa, og þöktu hann í
flýti með auri. Angelique langaði til að reisa tvo krossa, en Normann
inn bannaði henni það.
— Márarnir sem fara hér framhjá, munu þá vita að hér hafa kristnir
menn verið grafnir nýlega, og þeysa á eftir okkur.
Svo lögðu þau af stað yfir land, sem var stráð silfruðum geislum
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá NÖA.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Ynd-
isfriö okkar. Hún hefur falið örklna hans
N6a einhvers staðar i blaðinu og hcitlr
góðnm verðlaunum handa þeim. sem getur
fundtð örkina. Verðiaunin eru stór kon-
fektkassi, fuliur af bezta konfckti, og
framleiðandinn er auðvltað Sælgætisgerð-
in Nói.
Nafn
Heimlll
^----------------------------
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
SVALA HRÖNN,
Hvassáleiti 16 — Reykjavík
Vinninganna má vitja í skrifstoi
Vikunnar. 36. tt
VIKAN 49