Vikan


Vikan - 08.09.1966, Síða 20

Vikan - 08.09.1966, Síða 20
Hér koma þau enn fram í sviðs- liósið, þetta dóða og marg umtal- aða fólk. Fró því að vera Taylor og Burton á breiðtjaldinu, eru þau nú yfirleitt kölluð Liz og Dick og að lögum eru þau hjón. Nú lifa þau í hamingiusömu h|'ónabandi og eru kölluð einfaldlega Betty og Rich, meðal félaga sinna í kvik- myndaverinu. Það er alveg óþarfi að hafa á- hyggjur af því þótt þau virðist nokkuð fullorðin og þreytuleg þarna, þetta er allt málning og maskeringskúnst, sem sagt atvinnu- útlit þeirra í augnablikinu. Taylor með grásprengda, úfna hárkollu og Burton í síðri peysu. Þannig útbú- in fleygðu þau sér út í hlutverk Mörthu og Georgs í kvikmyndinni „Hver er hræddur við Virginiu Woolf"? sem tekin er eftir sam- nefndu leikriti og ádeilu á hjóna- bandseriur, eftir Edward Albee, og sýnt var við miklar vinsældir, fyrst á Broadway og síðan víða um heim, m.a. hér í Þjóðleikhúsinu. Þessi kvikmynd er að mestu leyti tveggja klukkutíma barátta, rifr- ildi og slagsmál milli hjónanna. Martha er dóttir háskólarektorsins og Georg er prófessor f sögu, und- irmaður tengdaföður síns. Georg drekkur, að sagt er eins og svamp- ur. Martha drekkur til að verða drukkin. Fyrir mörgum árum hafði hjónaband þeirra fengið einhvern rotnunarsjúkdóm í frumskógi há- skólalífsins og sambúð þeirra var einna líkust sjálfspyndingu. Orð- bragð þeirrra var svo klúrt að fá- ir vildu umgangast þau. Nick og Honey höfðu heldur enga löngun til að hitta þau. Nick, leikinn af Georg Segal, er nýi prófessorinn við háskólann; og Honey, sem leik- in er af Sandy Dennis, er eins og l'ftil hagamús og lepur í sig koní- akið, en hvorugt þeirra langaði til að hitta Mörthu og Georg. En þau hittust í veizlu hjá rektornum, föð- Mikc Nichols stendur fyrir aftan Liz: „Ég veit ekki livort Albee verður ánægður með þetta, cn ég vona það. Ég er ánægður". 20 VIKAN Burton og Liz Taylor leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd. HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? eftir samnefndu leikriti Edward Albee. „Þú getur setið og drukkið þangað til vínið lekur út úr munnvik- unum, þú getur niðurlægt mig, þú getur rifið mig í tætlur. Það er allt í lagi“. Martha: „Ég ætla að gera útaf við þig, Georg, áður en ég skil við þig • •. Ég varaði þig við því að ganga of langt. Ég hefi reynt að umbcra þig, vinur minn. Ég er ekki algert skrímsli“. Mick við Georg: „Mér þykir þetta leitt. Það er orðið framorðið og ég er búinn að drekka of mikið“.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.