Vikan - 10.08.1967, Side 5
fagra eyia auð og yfirgefin. Fró Gufunesi holdum við upp bratta brekku
og suður Keldnaholt. Þá höfum við Korpúlfsstaði á vinstri hönd en til
hægri er fyrst fjarskiptastöð Landssímans og sunnar hin nýja tilrauna-
stöð landbúnaðarins, rétt áður en við komum aftur á Vesturlandsveg
vestan við brúna á Korpúlfsstaðaá (Korpu).
Austan við ána er Hafravatnsvegur til hægri og honum munum við
kynnast síðar í ferð okkar. Þá er Ulfarsfell á hægri hönd og snýr Lága-
fellshömrum að veginum. Stórbýlið Blikastaðir stendur á víðlendu túni,
fjær vegi til vinstri. Kirkjustaðurinn Lágafell er á hægri hönd undir lágu,
samnefndu felli og liggur vegurinn yfir lágan háls norður af því. Hér
er frábær útsýnisstaður og það er hægt að aka eftir gömlum vegi, sem
liggur nokkuð hærra á hægri hönd. Hér verður manni það Ijóst að fáar
höfuðborgir muni eiga sér fegurra umhverfi en Reykjavík og væri feng-
ur að fá þarna útsýnisskífu.
Nú opnast dalur til hægri handar, sem ber ekkert dalsnefni en mun
venjulegast ganga undir nafninu Reykjahverfi. Um hann mun leið okkar
liggja síðar. Félagsheimilið Hlégarður er á vinstri hönd og fjær vegin-
um myndarlegar skólabyggingar, sundlaug og íþróttavöllur, allt til-
heyrandi Mosfellshrepp. Austan við brúna á Varmá er Álafossafleggj-
arinn til hægri og svo ökum við norður með hlíðum Helgafells og fram-
hjá Þíngvallavegi til hægri. Kaldakvísl er næst, lítil á með stórri brú
og skömmu síðar Leirvogsá. Þær renna báðar um víðlendar eyrar út í
Leiruvog en norðan hans er hálent nes, Álfsnes. Á melnum norðan við
Leirvogsá komum við að verzlun og þar yfirgefum við þjóðveginn. Það
er bezt að taka það fram strax, að leiðin, sem við nú höldum getur
verið varasöm fyrir mjög lága bíla í rigningatíð.
Vegurinn liggur austur melana og eru þá bæirnir Vellir og Norður-
gröf undir hinu hömrum girta Kistufelli í Esjunni. Austan við það skerast
tveir djúpir og þröngir dalir inn í Esjuna, Grafardalur og Þverárdalur.
Á milli þeirra er Hátindur (909 m) en austan við Þverárdal hinir Ijós-
leitu Móskarðshnúkar. Svínaskarð skilur þá frá Skálafelli en um það
var áður alfaraleið norður í Kjós og áfram þaðan yfir Reynivallaháis
til Hvalfjarðar. Nú verða á vegi okkar tvær óbrúaðar ár, Grafará og
Skarðsá, en þær geta orðið dálftið viðsjálverðar í rigningatíð, einkum
sú fyrrnefnda. Svo komum við að Leirvogsá og hún er brúuð. Bærinn
Skeggjastaðir er sunnan árinnar og þaðan er stutt að fara upp með
henni að Tröllafossi og er akfært nokkurn hluta leiðarinnar. Ekki er
Tröllafoss vatnsmikill en fríður er hann og umhverfið aðlaðandi og sér-
kennilegt í senn. Norðan við árgljúfrið rlsa Haukafjöll með nakta hamra-
Framhald á bls. 34.
Til vinstri: Varmidalur á Kjalarnesi
og brúin yfir Lcirvogsá. Að ofan:
Gljúfrastcinn. Ofan til hægri: Bcssa-
staðir. Að neðan: Elliðaárvogur. Að
neðan til hægri: Mosfellskirkja.
32. tbi. VIKAN 5