Vikan


Vikan - 10.08.1967, Side 6

Vikan - 10.08.1967, Side 6
ur meira og minna haldnar svona vonlausri ást úr fjarlægð. Þær iðkuðu þetta eins og hvert ann- að sport. Ætli þú verðir ekki að gera slíkt hið sama? LAGIÐ LARA. Kæri Póstur! Gelur þú frætt mig á hvað lag- ið „Laura“ úr Dr. Zivago“ er gamalt? Hvort það er samið fyr- ir myndina eða áður. Inga. Ekki hefur okkur tekizt að afla okkur óyggjandi upplýsinga um aldi^r lagsins (það mun réttu nafni heita Lara), en langlíkleg- ast þykir okkur að það sé samið af tilefni myndarinnar. TATTÓVERAÐUR Á MAGANUM. Pósturinn, Vikunni. Ég er tuttugu og fimm ára gamall. Ég var ungur í siglingum og hef nýlega gerst landkrabbi, vegna þess að ég ætla að fara að giftast. í Marseille lét ég eitt sinn tattóvera mig. Myndin er af nöktum kvenmanni og var tattó- veruð á magann á mér (að vísu var ég þá ekki allsgáður). En nú er ég í klípu, því að konuefnið mitt veit þetta ekki. Hvað ætli hún segi, þegar hún kemst að þessu? Myndin er væg- ast sagt mjög klúr. Hvað get ég gert? Ráddu mér nú heilt, Póstur sæll, þú sérð að ég er í hræði- legri klípu. Kisi. Því er nú fjandans ver, Kisi minn, að þú verður að sitja uppi með þinn klúra kvenmann, hvort sem þér líkar betur eða miður, því að tattóveringu er ekki nokk- ur leið að ná af sér, að því er læknavísindin herma. Það er því ekki um annað að ræða fyrir þig, en að segja konuefninu eins pent frá þessu og þér er framast unnt, of afhjúpa svo bambann. (Raun- ar stórfurðar okkur á því að hún skuli ekki hafa uppgötvað þetta leyndarmál þitt fyrir löngu, þeg- ar núverandi samfélagshættir eru hafðir í huga; þið eruð jú komin að giftingu). Sé stúlkan skyn- söm og raunsæ, ætti hún að geta fyrirgefið þér þetta, allir hafa sína breyskleika og kringum- stæðumar iráða oft meira um hegðun manna en þeir eiga gott með að vara sig á. Sem sagt, sé þér alvara með að halda áfram með kvenmanninn, sem okkur ÁST í MEINUM. Kæri póstur! Ég ætla nú að leita ráða hjá þér um mál, sem ég get ekki leyst sjálf af hendi, og býst við, að þú eigir heldur ekki mjög gott með það. Þannig er mál með vexti, að ég er ástfangin af trúlofuðum manni, og ég er búin að vera það síðan ég sjá hann fyrst, en það eru komin rúm tvö ár síð- an. Ég sá hann fyrst á balli, og frá þeirri stundu er ég sá hann fyrst, hef ég ekki getað gleymt honum og hef þess vegna ailtaf reynt að sjá hann eins oft og ég hef getað. Ég hef aldrei getað kynnzt honum persónulega. Hann er fimm árum etdri en ég. Þegar ég sá hann fyrst var ég nærri því 16 ára, en nú er ég rúmlega 18 ára. Síðastliðna tvo vetur hef ég verið í skóla, þar sem ég hef ekki getað séð hann! Ég hef oft reynt að gleyma honum, en það hefur ekki tekizt. Það mun því ekkert þýða fyrir þig að segja „reyndu að gleyma honurn". — Mig hefur oft dreymt hann á næturnar og hann fer aidrei úr huga mér. Ég heyrði í vor, að hann væri trúlofaður. En það virðist vera sama. Ég get aldrei gleymt honum. Nú ætla ég að leggja fyrir þig þessa þungu spurningu: Hvað get ég gert? — Ég held, að þetta sé ekki nein venjuleg unglingaást, sem dofn- ar eftir nokkra mánuði. Það er kominn það langur tíma. Ég hef verið með nokkrum strákum síð- an, en aldrei verið neitt hrifin af þeim, og ég veit að ég mun aldrei verða hrifin af öðrum manni. Nú ætla ég að biðja þig að gefa mér eitthvert ráð við þessu, ef þú getur. Mið fyrirfram þökk fyrir svarið. Ein sem þarfnast ráða á stundinni. Ja, það er sveimér ekki lítil ást, sem þarna er á ferðinni hjá þér. En þar sem þú þekkir ekki manninn persónulega, er hætt við, að þú yrðir fyrir vonbrigð- um, ef þú skyldir fá tækifæri til þess að kynnast honum. Svona ást í fjarlægð er afar óraunveru- leg, — eins og hver önnur blekk- ing eða óskadraumur. En hvað um það: Kannski er ástin það yfirleitt, þegar allt kemur til alls. Við getum því miður ekk- ert ráðlagt þér. Hins vegar get- um við huggað þig með því, að hér fyrr á árum, þegar róman- tíkin var og hét, voru allar stúlk- 1. Tvöfalt hemlakerfi. 2. Stýrisstöng með sérstöku öryggi, þannig að hún fer í sundur við harðan árekst- ur. 3. Fullkomið hita- og loft- ræstikerfi. Hitablástur hreinsar einnig afturrúður. 4. Hurðir opnast 80°. 5. 9,25 m snúnings þvermál. 6. Sérlega þægileg sæti. Framstólar með mörgum stillingum. „ (voi.vo' VOLVO 144 - NÝTT ÚTLIT - AUKIN ÞÆGINDI - - MEIRA ÖRYGGI - hefur verið valinn sem bíll ársins af „Spiegel" í Hollandi og „Teknikens Várld“ í Svíþjóð fyrir að vera öruggur, sterk- byggður og nýtízkulegur í útliti. 6 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.