Vikan - 10.08.1967, Page 7
pAsidrinn
skilst að sé, þá þýðir ekki ann-
að en að segja henni allt af létta.
Setji hún smásynd þína (ef synd
skyldi kalla) eitthvað að ráði
fyrir sig', er persónuleiki hennar
trúlega ekki svo mikilsháttar,
sem þú hefur til þessa álitið.
HANN VILL HAFA SYSTRASKIPTI.
Kæra Vika.
Ég er 15 ára stelpa og systir
mín er 16. Hún hefur verið með
strák, sem er 17.
Við fórum í partý um daginn,
systir mín og ég og hann var
þar líka. En í stað þess að vera
með systur minni, eltist hann
við mig allt kvöldið. Ég gaf hon-
um auðvitað í skyn (mjög greini-
lega m.a.s.), að ég vildi ekkert
með hann hafa. Hann fattaði það
auðvitað ekki. Nú, síðan þá hef-
ur hann sífellt verið að hringja
í mig og bjóða mér út o.s. frv.
Ég get með engu móti losnað
við ‘ann og systir er alveg niður-
brotin. Hvað get ég gert til að
losna við ‘ann og koma þeim
saman aftur??????
Með fyrirfram þökk,
Dúdú.
P.S. Hvernig er skriftin? Takk
fyrir allt gott.
Þú getfur ekkolrtt gert nema
haldið áfram að láta hann vita
alveg ákveðið, að það þýði ekk-
ert fyrir hann að vera að reyna
við þig, fyrst þú vilt ekkert með
hann hafa. Kannski hættir hann
þá þessu og snýr sér að systur
þinni aftur. Raunar finnst okkur
þessi saga benda til þess, að pilt-
urinn sé svo laus í reipunum og
hæpið sé fyrir systur þína eða
nokkra aðra að leggja mikið á
sig til að halda tryggð við hann.
Á þessum aldri dvína sorgimar
furðu fljótt, sem betur fer, þótt
þær geti auðvitað verið nógu sár-
ar meðan á þeim stendur. Og þó
að þessi strákur bregðist, finnur
systir þín áreiðanlega fljótlega
annan, sem henni líkar eins vel
-— eða betur — við.
Skriftin er dálítið viðvanings-
leg, en snotur.
SVAR TIL STELLU.
Það er enginn séns á því að
þið getið gift ykkur, meðan þið
eruð svona ung, nema því að-
eins að þið fáið undanþágu hjá
forsetanum, en slík undanþága
fæst ekki nema til komi leyfi
foreldra beggja aðila. Og það lít-
ur ekki út fyrir að það fáist í
bráð, fyrst móðir þín lætur svona.
Okkur finnst þetta óskaplega ó-
sanngjamt og heimskulegt af
henni, að minnsta kosti ef dreng-
urinn er ekki verri en hann er,
af lýsingu þinni á honum að
dæma.
Það er mikið til í því sem þú
segir, að fyrst þið hafið verið
saman í þrjú ár, þá sé varla hægt
að kalla þetta neitt venjulegt smá-
skot, þótt hinu megi að vísu lialda
fram með nokkrum rétti, að þið
séuð full ung til að leggja út í
lífið fyrir alvöru, það er að segja
að fara að eignast heimili og
börn. Okkur finnst því engin sér-
stök ástæða fyrir ykkur að leggja
neina ofuráherzlu að komast í
hjónabandið strax;, það kemur
hvort er að að því von bráðar,
að þið getið það hvað sem hver
segir, ef þið verðið þá sama sinn-
is og þið eruð nú. En auðvitað
eigið þið að fá frið til að vera
saman þangað til, og það nær
engri átt að mömmu þinni hald-
ist uppi að banna ykkur það. Og
það er „andstyggilega neyðó“,
eins og þú segir, að þurfa að
beita plati til að hitta strákinn
þinn og jafnvel til þess eins að
fá að tala við hann. En sittu við
þinn keip. Ef pabbi þinn er á
þínu bandi, eins og þú heldur,
er ekki alveg óhugsandi að hann
geti komið vitinu fyrir mömmu
þína. Kannski á mamma þín líka
vinkonur, sem þú gætir leitað til
og beðið þær að hafa áhrif á
hana. En umfram allt, láttu ekki
undan.
Hversvegna táningahjónabönd
eru ekki leyfð hér á landi vitum
við ekki, en hætt er við að þau
myndu gefast misjafnlega —
jafnvel miðað við önnur hjóna-
bönd — þótt á því eins og öðru
kynnu allíjaf að verða undan-
tekningar.
ÞAU VAXA AFTUR.
Kæra Vika.
Við erum hérna tvær vinkon-
ur, sem höfum sérstaklega mik-
inn áhuga á að mála á okkur
augnahárin. Við höfum ekki haft
vit á að þvo þau á hverju kvöldi
heldur málum við yfir þau aftur
og aftur, án þess að þvo þau á
milli. Loksins þegar okkur datt
í hug að fara að þvo þau þá
duttu þau bara hvert á fætur
öðru. Svo okkur langar nú að
spyrja þig kæra Vika, hvort það
koma ekki ný augnahár eftir þau
sem dottið hafa.
Tvær forvitnar.
Þau spretta áftur, verið þið
vissar. En framvegis skuluð þið
þvo þau á kvöldin. Að láta það
hjá líða er nefnilega sóðaskapur.
JÁ. VHIEHM SAMMALA
91
Hún er bceði
fallegri
og
fullkovrmari“
CENTRIFUGAL
WASH M0DEL620
EIHIIM HNAPPI
veljið þér þvottakerfið, og
C.W. 620
(?) ÞVÆR,
(?) HITAR,
© SÝÐUR,
(?) MARGSKOLAR,
(?) ÞEYTIVINDUR
ALLAN MIDII
-flLL LfNI-
sápa
Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg
þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður
Tekur sjálf inn sérstakt skolefni
ef þér óskið að nota það
Tvívirk, afbragðs
þeytivinding
sýna þvottagang
og hitastig
íesti
Þarf ekki að festast
niður með boltum
Nœlonhúðuð að utan fínslípað, Sérlega
ryðfrítt stál að innan
auðveld
Fullkomnasta og fallegasta
vélin á markaðinum
SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK.
Sendið undirrit. mynd af FÓNIX C.W. 620
með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmala
NAFN _______________________________________
HEIAAILI ...................................
TIL FÖn'lX S.f. pósthólf 1421, Reykjavík
32. tbi. VIKAN 7