Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 8

Vikan - 10.08.1967, Page 8
Filippus drottningarmaður er ákafur ljósmyndari þótt ekki hafi hann atvinnu af því, eins og sumir aðrir í hans fjölskyldu. Nýlega var haldin sýning á Ijósmyndum hans í Tryon Gallery í London, og þar var meðal annars þessi mynd af selskópi. Það kemur sér fyrir Filippus, að kópurinn er ekki eins fyrtinn við ljósmyndara og Filippus er sjálfur. — Hann notar mest Hasselblad myndavél, en Bretar halda því lítt á lofti, hvemig sem á því kann að standa. ifigi . Síiii síOast Það er varla von að þið þekkið þennan bíl. Þetta er brezkur Lotus með Renault ganga- verki, kallaður Europa Grand Touring. Há- markshraði er 176 km/klsf., með vélinni aftur í. Bíllinn er tveggja sæta, með sjálf- stæðri fjöðrun á hverju hjóli, diskabremsur að framan en skálar að aftan. Viðbragðið er 5.5 sek í 80 km hraða, 21.7 sek í 160 km hraða. Eyðslan er gefin upp 5.5 I á 100 km hraða en 7 1 á 115—120 km hraða. KaDDakstursbíll fyrir alla tiðlskylduna Barnhard Formula Six heitir ný gcrð af kappaksturs- bílum, minni en slíkir, og sjáum við hér ungan kappa renna einum slikum út úr verksmiðjunni. Bíllinn var teiknaður af gömlum ökuþór og hefur hann breytileg sæti, stýri og bensíngjöf svo að vel megi fara um hvern fjölskyldumeðlim, sem er. Bíllinn er 210 cm á lengd og gengur fyrlr einhverri af mörgum stærðum véla, sem framleiddar eru fyrir garðsláttuvélar. Hámarkshraði venjulegu gerð- arinnar er 75 km/klst. og er gírkasstn sjáifskiptur. Meðal öryggisbúnaðar er bensíngjöf sem hægt er að stilla á lághraða eingöngu eða taka úr og stjórna af fullorðnum sem gengrnr með, (en þi *r hámarks- hiaðinn væntanjega laegri) og loks Uandbremaa, sem einnig virkar bæði í og utan bflsáns. 8 VIKAN 32- *“■

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.