Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 11

Vikan - 10.08.1967, Page 11
námsmaður. Skólastjóri hans var enginn ann- ar en hinn frægi njósnari Abel, sem á sínum tíma hrelldi Bandaríkin, en slapp naumlega úr klóm þeirra. Skömmu eftir að Rinaldi hafði lokið prófi frá njósnaskólanum með góðum vitnisburði og var kominn aftur til ítalíu, hóf hann að vinna að því verkefni, sem hann hafði tekizt á hendur. Hann ferðaðist mikið um Evrópu, tókst að komast inn í leynilegar herstöðvar NATO og taka þar myndir, hitti starfsbræð- ur sína hér og þar og vann ötullega að því að byggja upp umfangsmestu njósnastarfsemi heims. Gengi hans jókst í réttu hlutfalli við aukin fjárráð hans. Fyrr en varði var hann orðinn loðinn um lófana, hafði peninga eins og sand og loks var hann útnefndur yfirliðsfor- ingi í G.R.U. Til þess að ekki bæri of mikið á þessu skyndilega ríkidæmi, keypti Rinaldi litla fornverzlun í Torino. Grunlausum vin- um sínum sagði hann, að hann græddi vel á því að selja fræg listaverk og dýrmæta fornmuni. En ítölsku öryggislögreglunni þótti athæfi hans strax grunsamlegt. Rinaldi var orðinn of ríkur á svo örskömmum tíma. Auk þess var hann á stöðugum ferðalögum. Þeir gizkuðu á að hann fengist við eiturlyfja- smygl í stórum stíl, og tóku að gefa honum nánari gætur. Þegar Rinaldi hafði starfað sem njósnari í tvö ár, hitti hann Angelu Antoniola sumarið 1961. Hún var fyrrverandi fasisti, en þegar ríki Mussolinis leið undir lok, söðlaði hún um og gerðist kommúnisti. Hún var hættu- lega vel gefin kona og gædd miklum for- ustuhæfileikum. Þau giftu sig sama ár. Hann var þá 32 ára, en hún 46. Antoniola virðist hafa tekið þátt í starfi manns síns strax frá upphafi. Honum og Rússunum hefur tekizt að sannfæra hana á augabragði. Hún fór til Rússlands og tók próf frá njósnaskóla Abels. Síðan njósnuðu þau hjónin í sameiningu. Þegar hér var komið sögu var njósnastarf- semin orðin ærið umfangsmikil. Þau höfðu aðstoðarmenn í öllum NATO-löndum í Ev- rópu, meira að segja á Norðurlöndunum, og einnig í Afríku. Höfuðstöðvarnar voru á Ítalíu. Rinaldi var næst æðsti maður njósna- hringsins. Honum æðri var enginn nema sjálf „kóngulóin“, rússneskur njósnari sem hét Yuri Pavlenko og var dulbúinn sem sendiráðsmaður. Rúmlega 300 milljónum doll- ara höfðu Rússar eytt í að byggja upp þetta njósnakerfi, sem átti að kollvarpa NATO. Þegar ítalska öryggislögreglan réðist til at- lögu við þennan víðtæka njósnahring í marz- mánuði 1967, höfðu þeir haft auga með Rin- aldi í 8—10 ár. Þeir komust fljótt að raun um, að tilgátan um eiturlyfjasmygl hafði ekki við rök að styðjast. Þeir vissu sem sagt í fleir ár, að Rinaldi væri njósnari og starf- semi hans væri mjög umfangsmikil. En hvers vegna gerðu þeir ekkert í málinu fyrr? Ástæðan er að öllum líkindum sú, að þeir óttuðust, að þeir gætu ekki gripið alla njósn- arana í einu og þar með ekki bundið enda á starfsemi njósnahringsins. Ef þeir hefðu látið á sér kræla, hefðu kannski fjölmargir njósnarar fengið aðvörun og runnið þeim úr greipum. Þess vegna álitu þeir betra að bíða, þangað til þeir gætu slitið alla þræði vefsins í einu. En utanlandsferðir Rinaldis urðu stöðugt tíðari. Hann fór til Norður-Evrópu, Skandina- víu og Rússlands. Og tekjur hans jukust jafnt og þétt. Loks var svo komið, að lögreglan Framhald á b!s. 41. • ■: ••' : s i " Óhrjáleg framhliðin á njósnahreiðrinu. Konan við hlið hans, sterk, framgjörn — voldug. Var það hún sem stjórnaði? Giorgio Rinaldi — hann seldi NATO VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.