Vikan


Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 12

Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 12
Mui sat í hnipri á gangstéttarbrúninni, og virti fyrir sér iðandi mannþröngina: konur með börnin bundin við bakið, og aðrar með þungar byrðar á höfðinu, menn með vatnsfötur hang- andi í burðarokum á öxlunum og aðra með brennibúta á litlum kerrum. Innan um allt þetta iðuðu börnin, hlæjandi og hrópandi. Mui kveikti varlega á eldspýtu, bar log- ann að bréfsnifsi, sem var klippt út sem hús og lá fyrir framan hana í göturæsinu. Bréfið logaði upp og varð á andartaki að lítilli ösku- hrúgu. Hún horfði á þetta um stund, þangað til vindkviða feykti öskunni burt og hún bland- aðist rykinu frá götunni. Mui hafði sýnt eigin- manni sínum síðasta virðingarvottinn. Meðan hún ruddi sér braut eftir gangstétt- inni, meðfram steinveggnum, í áttina að fljóta- bátnum, sem hún hafði fengið að manni sínum látnum, hugsaði hún um Wang, ekki með sorg í hjarta, heldur með töluverðu stolti. Wang, sem hafði verið svo hjartahreinn og ljúfur í lund. Og um fram allt var það Wang, elsku- legi maðurinn hennar, sem hafði veitt henni „andlitið“. Menn höfðu orðið undrandi og konurnar tor- tryggnar, þegar Wang valdi Mui sér fyrir konu. Mui, sem var svo stór og ólöguleg, Mui, sem var sjötta dóttir og fékk engan heimamund, Mui sem var mædd og hrjáð. Wang hafði hlustað brosandi á þetta allt og svaraði svo: — Hver maður getur verið sæll, sem eign- ast konu, sem er viljug til vinnu og leggur ekki í vana sinn að þrefa og þræta! Mui hlustaði á þetta allt, en sagði ekki neitt, því að Mui hafði verið mállaus frá fæðingu. En nú var Wang dáinn, hann lézt af slys- förum. Nú sigldi hann ekki framar með bræðrum sínum og frændum út úr höfninni, á stóra fiskibátnum, sem Hoklo fjölskyldan átti. Á morgni, sem valinn hafði verið sem verðugur og guðunum þóknanlegur, var Wang grafinn, í fjallshlíðinni fyrir ofan höfnina, þar sem hann var fæddur. Allir ættingjar hans voru viðstaddir. Mui, sem var barnlaus syrgði hann ein, með sjálfri sér; hún var nú búin að gráta og veita honum alla þá virðingu, sem henni var unnt, honum, sem hafði veitt henni alla hamingju lífs hennar. Enginn hafði talað við hana síðan Wang fórst. En nú færu nábúakonurnar að koma til hennar, ein af annarri, og færa henni gjafir og litlar kökur, og hver þeirra fyrir sig mundi segja eitthvað við hana, smá setningu til virð- ingar þeim látna. Hún sat því í sólskininu, á þilfari fljótabátsins síns og beið heimsóknanna. Sem ekkja Wangs átti hún ferjuna, og hún hafði líka aflað sér virðingar, hún hafði fengið „andlit“. Það voru ekki margar eins vel sett- ar og hún. Það að eiga fljótabátinn tryggði henni lífs- viðurværi. Á hverju kvöldi, þegar sólin var gengin til viðar, kveiktu konurnar á fljóta- bátunum á skrautlegum ljóskerum, meðfram brúnum sóltjaldanna, þar sem köflóttir vaxdúkar voru á borðum og þilförin voru gljáfægð, og gerfiblómum var vandlega raðað í blómaker- in á borðunum. Þannig biðu þær eftir ferða- mönnum og sjómönnum, sem óskuðu þess að láta ferja sig um höfnina, og njóta þess að sjá ljósadýrðina og finna sérkennilegan ilm- inn, sem er svo táknrænn fyrir Austurlönd. Konurnar á fljótabátunum, sem venjulega 12 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.