Vikan


Vikan - 10.08.1967, Side 13

Vikan - 10.08.1967, Side 13
I þéttbýlli borg er nýffœtt stúEkubarn ósköp lítils vlrði........ SMÁSAGA EFTIR ELSPETH MENHINICK ruddust hver um aðra þvera, til þess að ná í viðskiptavini, ruddust aldrei fram fyrir Mui; það var einhvernveginn búið að slá því föstu að hún væri undir vernd guðanna, og það var miklu frekar að þetta væri tekið sem stað- reynd, en að þær hefðu meðaumkun með henni. Mui tók þetta líka sem gefið og not- aði sér það með virðugleik. Þegar Mui tók aftur upp venjulega lifn- aðarhætti, eftir lát manns síns, var ekki annað að sjá en að hún væri ánægð með tilveruna. Hún þvoði, burstaði og fægði bát- inn, heimsótti nábúakonurnar. Hún brosti til þeirra og virtist taka þátt í áhugamálum þeirra, og þær urðu þess ekki varar að von- leysið yfir því að geta ekki tjáð sig var oft að gera út af við hana, það vissi enginn, nema hún sjálf. Wang hafði oft talað lengi við hana, á dimmum kvöldum, og eins og oft skeður, þegar fólk er innilegt í sambúð, þarf ekki alltaf orð, og það var eins og hann skyldi alltaf hugsanir hennar. En nú var enginn í hans stað. Mui hafði svo mikið að gera að hún varð ekki svo mikið vör við ein- manaleikann. Amerískt flugvélamóðurskip hafði varp- að akkerum fyrir utan höfnina, og eyjan var eitt iðandi haf af hvítum húfum sjóliðanna, og á kvöldin var höfnin líkust flotastöð. Eitt kvöldið varð Mui fyrir áfalli, hún missti „andlitið“. Hún hafði verið á ferðinni allt kvöldið, með farþega um höfnina. Síð- ustu farþegarnir voru tveir, mjög drukknir sjómenn. Þegar þeir fóru frá borði, ráku þeir upp hrossahlátur, þegar hún rétti út hend- ina til að taka við fargjaldinu, síðan slöguðu þeir í land. Hlátur þeirra hljómaði fyrir eyrum hennar og skömmin sveið hana í hjartað. Hún hafði ekki búizt við að hinar konurnar kæmu henni til hjálpar, en hún vissi að þær höfðu séð niðurlægingu henn- ar. Þær hefðu örugglega hlaupið öskrandi á eftir sjómönnunum, og ekki látið þá í friði, fyrr en þeir hefðu greitt gjaldið. En til hvers var það fyrir hana? Á sama tíma og Mui sat í flóabátnum sínum, sárhrygg og niðurbeygð út af hrak- förum sínum, andvaka til morguns, sat önn- ur kona á svölum sjúkrahússins, hinum meg- in við hafnarbakkann. Mary, kona læknis- ins beið eftir manni sínum úr sjúkravitj- un, með þolinmæði, sem margra ára reynzla hafði kennt henni. Hún stóð þó loksins upp, gekk inn í svefnherbergið og fór að hátta. Læknirinn var að taka á móti barni og það gat dregist lengi að hann kæmi heim. Klukk- an var líka orðin hálf átta um morguninn, þegar læknirinn kom heim. Um það leyti var Mary að fá sér annan bollann af kaffi. Með morgninum hafði golan orðið svalari, og hávaðinn frá fljótabátunum blandaðist saman við öldugjálfrið fyrir neðan svalirnar, þar sem morgunverðarborðið stóð dúkað. Mary kallaði á Ah Ping, léttadrenginn, og bað hann um að koma með morgunverð hús- bóndans; hún heyrði hann draga fæturna, inn í skugganum við franska gluggann, þar sem hann var vanur að standa á meðan á máltíðum stóð. Þegar Mary var búin að hella kaffi í bolla manns síns, var Ah Ping kominn með steikt flesk og egg á diski. Mary andvarpaði, eggið var einna líkast gljáfægðu leðri, sem sýndi það að Ah Ping hafði steikt það fyrir löngu og haldið því heitu í ofninum. Hún horfði á Ah Ping og hann mætti augnaráði hennar með sakleysissvip, en sagði ekki neitt. — Ah Ping, farðu strax og steiktu nýtt egg, og vertu fljótur! sagði hún. Ah Ping tók aftur diskinn frá húsbónda sínum og hvarf. Læknirinn virtist ekki taka eftir þessu; hann var kominn á kaf í dag- blaðið og sötraði kaffi um leið. Þegar hann hafði lokið úr bollanum, rétti hann hann til konu sinnar og brosti. — Við vorum nærri búin að missa Mary Wei 1 morgun, vina mín. Það var rétt svo að við gátum vakið hana til lífs. Þetta er ellefta barnið, og því miður var það stúlka. En ég held þær hafi það af, báðar tvær. Röddin var þreytuleg, hann var orðinn roskinn og hafði verið á fótum alla nóttina. Konan hans brosti til hans, hún vissi hve mikla umhyggju hann bar fyrir þessu fólki, sem hann hafði starfað fyrir í svo mörg ár. Mary Wei haði tekið sér Mary nafnið fyr- ir nokkrum árum, til að sýna lækninum þakklæti sitt og til heiðurs konu hans. Hann hafði bjargað Mary Wei upp úr höfninni meðvitundarlausri af hræðslu og hálf drukknaðri. Þetta hafði skeð fyrir mörgum árum og hún hafði lent í höfninni í rysk- ingum við konur á fljótabátunum, sem oft voru harðleiknar ef þeim varð sundurorða. — Hvernig geta þau bætt við börnum í þetta rottugreni, sem nú þegar er að springa utan af þeim? spurði Mary. Frambald á bls. 40, 32. tM. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.