Vikan


Vikan - 10.08.1967, Side 15

Vikan - 10.08.1967, Side 15
Hótel Hawthornc var tíðum fund- arstaður A1 Capone og kumpána, og þar var mörgum þungum ráðum ráðlð. Dion O' Bannon og Hymie Weiss heimsóttu A1 til að hera sáttarorð milli hófaflokka, en voru miskunn- arlaust skotnir. Snöggir hvellir af vélbyssu- skothríð rufu næturþögnina í friðsælli götu í Chicago, North Clark Street, 14. febrúar 1929. Skothvellirnir komu frá stóru vagnskýli, sem leigt var. Fólk flykktist að úr næstu húsum, og brátt varð þröng fyrir utan skýlið og inni í því. Sá sem fyrstur kom á vettvang, sást koma út með æðisgengin augu, sleginn felmtri. — Myrtir menn, æpti hann, — skýlið er fullt af myrtum mönnum! Þessar hroðalegu aðfarir, — morð á sjö mönnum, sem höfðu verið knúðir til að standa upp við vegg meðan skothríðin dundi á þeim — samkvæmt skipun frá bófa- flokksforingjanum A1 Capone, — þetta hefur síðan gengið undir nafninu „Morðin á Val- entínusardaginn“. A1 Capone vissi það ekki þá að með þessu bragði hafði hann bruggað sér og flokki sínum banaráð. VÍNBANNIÐ VEITTI BÓFAFLOKKNUM BYR Það er ekki auðvelt fyrir nútímamann að skilja hvernig högum var varið í Chicago á þriðja tug þessarar aldar. Þá var vínbann í gildi í Banda- ríkjunum, og hvergi nokkurn dropa að fá, hvorki öl, létt vín eða brennivín — á lög- legan hátt. Hið eina sem á boðstólum var, og þó laumu- lega, var smyglvarningur. Enda jókst smygl og svarta- markaðsbrask með brennivín hröðum skrefum. Lögbrjótar þeir sem við þetta voru riðnir í Chicago sáu að hér var mikil ábatavon. Hvað gagnaði nú lengur það sem þeir áður höfðu harkað við: vændi, fjárhættuspil og mútur? Áfengir drykkir voru fluttir til Chicago í oliuflutn- ingavögnum og með járn- brautalestum í 100 lítra ám- um, og svo var þetta selt í laumi. En ekki þótti bófunum þetta nógu fljóttekinn gróði, heldur hurfu þeir brátt að því ráði að koma sér upp vín- sölukrám — auðvitað ólög- legum, svo allur gróðinn gæti runnið í vasa þeirra sjálfra. Ekki voru menn neitt bind- indissamari í þá daga en nú gerist ,og fór svo sem jafnan verður, að þorstinn jókst við hvern drykk. Bófarnir gættu þess vel að láta þorstláta menn eiga kost á nægum drykkjarföngum og urðu þeir vinsælli en vert var meðal margra. Höfuðpaurarnir voru hetjur í augum ýmissa. Bófar þessir græddu á tá og fingri, enda jókst ósvífni þeirra. Mannsmorð frömdu þeir hvenær sem þurfa þótti, og hver sem reyndi að stöðva framgang þeirra mátti búast við að verða fyrir þeim. Lög- regluþjónar og aðrir starfs- menn launaðir af rikinu, voru þá á hálfgerðum sultarlaun- um, og þeim var síður en svo áhugamál að hætta lífi sínu í baráttu við bófa, enda þágu þeir mútur af þeim umvörp- um. Spillingin varð sífellt víðtækari, og að síðustu var svo komið að sjálf lögreglan lét sjá sig í vínsölustöðum bófanna. Þannig fengu bófarnir að valsa nærri óáreittir af yfir- völdunum, og æskulýðurinn missti alla virðingu fyrir lög- um og rétti, því svo virðist sem þetta væri í rauninni úr gildi numið. Lakast var þó að þjóð- in öll lét sér þetta bófaveldi lynda eins og hvert annað ó- hjákvæmilegt böl. MARGIR LÉTU LÍFIÐ — AF BÁÐUM FLOKKUM Á þriðja tug aldarinnar, eða frá 1920—29 myrtu bófarnir 618 menn úr sínum flokki, því stöðugar erjur voru milli þeirra innbyrðis. Ekki eitt einasta af þessum morðum var nokkru sinni upplýst. Til eru skýrslur um kaup- sýslu bófanna og hin ýmsu fyrirtæki, sem þeir ráku, frá árinu 1928. Þá áttu þeir 21.207 „speak-easies“, eða vínsölu- krár, og tekjur þeirra af sölu á öli námu 197 milljónum dollara, af brennivíni 87 milljónum, fjárhættuspili 68 millj. og vændi 8 millj. Til samans 260 millj. Þegar svona mikið er á aðra hönd er skiljanlegt að rifizt sé um ábatann, og svo fór hér. Hinir smærri bófafor- ingjar hurfu af sjónar- sviðinu, og svo hreint var gengið til verks að ekki urðu eftir nema tveir, sem nokkuð verulega kvað að. Annar þeirra var Bugs Moran, og átti hann ríki og völd í þeim hluta Chicago, sem er norðan meg- in árinnar, en hinn — og hann var miklu voldugri, var A1 Capone, og réði hann ríkj- um sunnan megin, en þar var feitari gölt að flá. Hið veigamesta sem Ítalía hefur flutt til Bandaríkjanna á síðustu öldum, eru bófarnir. A1 Capone, sem er einna nafnkenndastur af þessum mönnum, fæddist á Ítalíu í smábæ sem heitir Castella- mare. í kirkjubókina er hann skráður undir nafninu Al- phonse Capone — en í Banda- ríkjunum lét hann kalla sig A1 Capone auk þess sem hann gekk þar undir ýmsum viður- nefnum ,svo sem Stóri A1 og A1 með örið. AL CAPONE GEGN BUGS MORAN Árið 1928 hófu þeir tveir sem eftir voru af bófafor- ingjunum, A1 Capone og Bugs Moran, miskunnarlausa sam- keppni sín á milli. Báðir vildu vera einir um hituna, og til þess var ekki nema eitt ráð: að koma andstæðingnum fyr- ir kattarnef. Og var nú haf- izt handa með engri vægð og fengnir til þess tveir hörkuduglegir bófar og áflogagarpar, Jock McGurn og Gerardo Molina, að fást við þá veitingamenn, norðna meg- in ár, sem mótspyrnu vildu veita. Moran lét ekki sitt eftir liggja og sendi hann tvo menn úr lífverði sínum út af örk- inni að fást við menn A1 Capones. Þessir tveir sem hann sendi, voru bræður, Pete og Frank Gusenberg að nafni, og komu þeir McGurn að óvörum þar sem hann var að tala í síma og skutu á hann umsvifalaust. En hann komstu undan við illan leik, mikið særður, og sagði frá þessu, og var þá lýst yfir ófriði milli bófaforingj anna. Á næstu vilcum versnaði ástandið stöðugt. Bófarnir vógust á, stálu vínflutninga- vögnum hver frá öðrum, og beittu öllum brögðum til að ná viðskiptunum frá andstæð- ingnum. Framhald á bls. 37. 32. tbi. vnCAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.