Vikan - 10.08.1967, Page 18
að við fáum fullkomna stjórn yfir
þeim. Gefa skýrslu á sjötíu og
tveggja klukkustunda fresti.
Liebmann hripaði þetta á blað
og kinkaði kolli. — Ef þetta er
mögulegt, viltu þá hæfileikaprófun
á þau, Karz?
Karz reis á fætur og horfði með
borandi augnaráði á Liebmann.
— Ég tek engan mögulegan for-
ingja eftir orðrómi einum saman,
Liebmann, sagði Karz og gekk hægt
út úr herberginu.
2.
Sir Gerald Tarrant gekk yfir and-
dyrið f stóru íbúðarblokkinni, norð-
anvert við garðinn. Húsvörðurinn,
sem sat við gljáfægt, íbjúgt mag-
honfborð, leit upp.
— Nei, góðan daginn, sir. Ung-
frú Blaise sagði, að þér mynduð
koma. Viljið þér gera svo vel að
fara beint upp.
— Þakka yður fyrir. Tarrant gekk
beint að litlu einkalyftunni, sem
þjónaði aðeins þakfbúðinni. Þegar
dyrnar lokuðust, slappaði hann af.
Þetta hafði verið slæm vika. —
Vika meiriháttar óhappa og von-
brigða, sem náði hámarki f gær-
kvöldi með þeim fréttum, sem hann
óttaðist mest. Hann beitti reynsl-
unni, sem hann hafði fengið á svo
mörgum erfiðum árum, til að til-
einka þessa viku sögunni, og beindi
huganum f staðinn að komandi
dögum.
Það var sunnudagur. Hann var
f snjáðum, grænum sportjakka,
grófum buxum, sem hann vissi að
voru vfðari en tfzkan leyfði, og
klunnalegum golfskóm. Meðan lyft-
an rann Ijúflega upp á við, óx með
honum Ijúf tilhlökkun. Hann hlakk-
aði til þessa dags með ákafri for-
vitni og ofurlitlum kvíða, þvf í dag
myndi hann verða vitni að því, sem
hann hafði oft hugsað um, en aldr-
ei séð.
— Komdu og heimsæktu mig eft-
ir morgunverð næsta sunnudag,
hafði Modesty Blaise sagt við hann,
þegar þau gengu saman úr stúku
hins unga Farehams á Ascot, niður
að hestagerðinu.
— Willie Garvin verður þar, og
við ökum niður að River Side golf-
velli og leikum þar níu holur, og
sfðan yfir að The Threadmill og fá-
um okkur þar í svanginn.
The Threadmill var kráin, sem
Willie Garvin rak. Hann hafði keypt
hana til þess að hafa eitthvað að
hugsa um, en hún hafði reynzt lé-
legt akkeri. Eftir því, sem Tarrant
vissi bezt, hafði Willie Garvin eytt
síðustu þrem mánuðum í að fljúga
með loftmyndatökumenn fyrir jarð-
efnanámufirma f Kanada.
Tarrant hafði glaðzt yfir boð-
inu, og þá, þegar hann þakkaði
henni, bætti Modesty Blaise við: —
Willie Garvin býður þér svo út að
veiða um eftirmiðdaginn, hann á
hluta af veiðivatni þar. Og á eftir
ætlum við að æfa okkur í bakhús-
inu hjá honum, ef þig langar til
að fylgjast með þvf.
Hún var í kjól úr ísbláu, ekta
silki, með dökkan, bleikan chiffon
hatt, ákaflega kvenleg og í fullu
samræmi við glæsilega klæddan
manngrúann á Ascot. Hann virti
hana fyrir sér, meðan hún horfði
á hestana ( gerðinu og svaraði
einlæglega: — Ég er ekki viss um,
að ég komi til með að hafa gam-
an af því, Modesty. — En ég myndi
alls ekki vilja missa af því.
Hann vissi um bakhús Willies hjá
The Threadmill. Það var mjög löng,
lág bygging úr tfgulsteini, glugga-
laus og hljóðheld. Tarrant hafði
notið þeirra forréttinda að koma
inn f þessa ógnvekjandi byggingu
einu sinni, og hann vissi, að hann
var eini maðurinn, sem hafði ver-
ið sýndur sá sómi.
( dag myndi hann sjá nokkuð,
sem væri enn meira ógnvekjandi.
Lyftan hægði á sér og dyrnar
opnuðust inn í stóra forstofuna með
keramik gólfflísunum. Hinum meg-
in við hana var fíngert handrið úr
smíðajárni og þrjú þrep niður f
stóru setustofuna, með gluggunum,
sem náðu frá gólfi til lofts.
Tarrant litaðist ánægjulega um.
Það er alltaf gaman að koma inn
f þetta herbergi, þar sem svo marg-
víslegum tízkueinkennum f innrétt-
ingu og húsgagnabúnaði var rað-
að saman af svo miklu samræmi.
Um leið og hann kom niður þrep-
in þrjú, kom Modesty Blaise gegn-
um glerdyrnar, sem lágu út á löngu
L-laga svalirnar.
Svart hár hennar var greitt f
hnút efst á höfðinu. Hún var f Ijósu
kamelhárpilsi og poplfnsblússu,
Ijósgulri og hvítri. Hún var í hæla-
lágum skóm úr kexbrúnu svfns-
leðri.
Þegar hún kom auga á Tarrant,
brosti hún glaðlega og kom á móti
honum.
— Sir Gerald! Ég er svo fegin
að þú skyldir geta komið.
— Ég er ævinlega sjálfselskufull-
ur, kæra. Hann laut niður að henni
og tók um hönd hennar. Hún lyfti
henni ofurlítið, svo hann gæti snert
hana með vörunum, og hann var
yfir sig ánægður.
— Er of snemmt að bjóða þér
glas? Hún gekk að litia barnum f
stofuhorninu og þræddi litskrúðug-
ar, persneskar motturnar, sem dreift
var yfir fflabeinsgular gólfflfsarn-
ar.
— Ofurlítið viskf með sóda, kann-
ske, svaraði Tarrant. Hann langaði
til að horfa á motturnar, því hon-
um var fróun f því; hann langaði
til að skoða nýja málverkið, sem
hékk ásamt fleirum á sedrusviðar-
veggjunum — það var Chagall;
hann langaði til að grandskoða
litlu forngripina á breiðu, fbjúgu
hornhillunni, því hann vissi að hann
myndi gera þar nýjar uppgötvanir;
Modesty skipti mjög oft um á hill-
unni. En þótt þetta allt bærðist í
huga hans, horfði hann á Modesty
Blaise, virti fyrir sér hendur henn-
ar og nakta handleggi, þegar hún
blandaði honum f glas.
— Þú hefur valið þér úrvals veð-
uð, sagði hún og rétti honum glas-
ið. — Ég gerði mér ekki Ijóst, að
utanrfkisráðuneytið hefði svona
mikil áhrif.
— Við fórnuðum tveimur leyni-
þjónustustúlkum undir fullu tungli
f gærkvöldi, sagði Tarrant og yppti
öxlum. — Það virðist hafa haft
meiri áhrif en sumar aðrar aðgerð-
ir okkar upp á síðkastið, bætti hann
þurrlega við. Hún leit snöggt á
hann.
— Þú ert þreyttur. Ertu viss um,
að þú viljir koma með okkur í dag?
— Væna mfn, sagði hann ein-
læglega, — ég man ekki hvenær
ég hlakkaði svona mikið til eins
dags síðast.
— Það þykir mér gaman að
heyra. Hún brosti. — Viltu hafa
mig afsakaða í fimm mfnútur. Ég
var í ffnu fötunum f gærkvöldi, og
ég þarf að ná af mér naglatakkinu.
Auðvitað. Tarrant litaðist um í
herberginu. — Þú gætir skilið mig
eftir hér f nokkrar klukkustundir,
og ég myndi allan tfmann vera
önnum kafinn. Kemur Willie hing-
að?
— Willie hefur verið hér í tvo
eða þrjá daga. Hann hlýtur að
vera rétt að koma. Herbergið hans
er til vinstri þarna frammi í gang-
inum, ef þig langar til að reka á
eftir honum.
— Ekki langar mig til að reka
á eftir honum. . . . Tarrant þagn-
aði og starði. Barn kom f gegnum
dyrnar, sem hann vissi að lágu
inn í svefnherbergi Modesty. Þetta
var ellefu eða tólf ára gömul
stúlka, áleit Tarrant, grannvaxin,
fremur brún á hörund með stór,
dökk augu. Hún var f ermalausum,
bláum kjól, með spæl, hvftum sport-
sokkum og mjúkum sandalaskóm.
Hárið á henni var dökkt og slétt,
bundið aftur með breiðum, hvítum
borða. Ávalt andlitið bjó yfir átak-
anlegu sakleysi Madonnumyndar
eftir Rafael.
— Þetta er Lucille Brouet, sagði
Modesty Blaise. Svo sneri hún sér
að barninu: — Komdu inn, elskan,
mig langar að kynna þig fyrir vini
mfnum — og Willies. Þetta er Sir
Gerald Tarrant.
Lucille kom hikandi til þeirra og
rétti fram mjóslegna hendi. — Kom-
ið þér sælir, sagði hún feimnislega.
Það var ofurlftill erlendur hljómur
f enskunni hennar. Þegar Tarrat
tók f framrétta höndina, hneigði
hún sig ofurlftið í hnjáliðunum.
— Sæl, Lucille. Tarrant varð of-
urlftið vandræðalegur. Hann kunni
ekki að umgangast börn og hann
vissi það. Hann var alltaf annað-
hvort of kumpánlegur við þau eða
of strangur. Þar að auki vissi hann
ekki rétt vel þessa stundina, hvað-
an á hann stóð veðrið. Lucille var
nokkuð nýtt fyrir hann. Hann hafði
ekki hugmynd um, hvernig hún
hafði komizt inn f líf Modesty Blaise
eða Willie Garvins.
— Lucille er í skóla f Tangier,
sagði Modesty. — En hún hefur
eytt hluta af leyfinu sfnu hér. Hún
tók blíðlega um axlir stúlkunnar. —
Hvað f ósköpunum hefur komið fyr-
ir hárið á þér?
— Það var sftt, Modesty. Röddin
var mjúk og umkomulaus. — Ég
bað Weng að klippa svolftið af
þvf, en hann vildi það ekki, svo
þá bað ég Willie, og hann gerði
það.
— En við ætluðum að láta það
vaxa, svo við gætum get eitthvað
við það.
— Já, ég veit það, Modesty.
Tarrant var huggun í því, að
þetta svar gerði Modesty Blaise jafn
hjálparvana og hann sjálfan. Hún
hristi höfuðið og hló.
— Allt f lagi. Ef þú vilt hafa það
stutt, þá skal ég sjá um, að það
verði klippt almennilega. Willie er
ekki beinlínis snillingur með skæri.
Talaðu nú stundarkorn við Sir Ger-
ald, meðan ég bý mig.
Tarrant andvarpaði með sjálfum
sér, þegar hann horði á Modesty
hverfa inn f svefnherbergið. Erfið-
ismunasamtal við Lucille var honum
ekkert tilhlökkunarefni. Það var
ekki barninu að kenna, heldur
vegna hans eigin getuleysis.
— Hér — finnst þér ekki gaman
að vera laus úr skólanum um hrfð?
spurði hann og reyndi að láta það
hljóma glaðlega og kæruleysislega.
- Það er ákaflega gott að vera
hér, svaraði Lucille kurteislega. —
En það er líka gott að vera f skól-
anum.
Tarrant ætlaði að segja eitthvað
fleira, en hikaði. Næstum hver
spurning, sem honum datt í hug,
var of nærgöngul. Modesty hafði
ekki sagt honum hvert barnið væri,
né hvernig þeirra sambandi væri
varið. Það væri ókurteisi að spyrja.
— Lucille . . . sagði hann og
horfði hugsi upp f loftið. — Það
finnst mér fallegt nafn.
— Þakka yður fyrir. Má ekki
bjóða yður sæti? Hún benti stirð-
lega með öðrum mjóa handleggn-
um.
— Hér, jú, takk, kannske. Tarr-
ant gekk að sófanum með svarta
loðfeldinum. — Og — hér — hvað
ætiar þú nú að gera f dag?
— Weng ætlar að fara með mig
f dýragarðinn og við ætlum að
borða þar, sagði hún með sinni
mjúku, þjálfuðu röddu.
— Hér, dýragarðinn. Drottinn
minn, hvað það er tangt sfðan ég
Framhald f næsta blaði.
18 VIKAN 32-tbl-