Vikan


Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 22

Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 22
Framhaldssagan efftlr Sergeanne Golon 25. Iiftutl Hann leit í átt til dyra. — Bráðum skellur myrkrið á, og þá getum við látið til skarar skríða. Þau biðu Þögul í rökkrinu og hvorugt færði sig nær hinu. Yfirvofandi hættan hélt skilningarvitum þeirra vakandi og tók allan hug þeirra. Þau stóðu grafkyrr, eins og ofsótt dýr, djúpt inni i hýði sínu. Nóttin kom, köld, blá og mild. — Komdu nú, nú getum við farið, sagði kaupmaðurinn. Þau fóru til skemmunnar, þar sem saltið var geymt. Maitre Berne tók með sér trésleða úr lítilli geymslu. Aftur réðust þau á saltkögglana með höndunum. Þau náðu likunum upp, lögðu á sleðann og huldu þau með hveitipokum og stöflum af loðfeldum. Kaupmaðurinn sjálfur greip annan kjálkann. Þegar þau voru komin út um bakgarðshliðið, snéri hann lyklinum hvað eftir annað í lásnum. — Ég vil ekki, að nokkur komist hingað inn, áður en ég hef sjálf- ur litið vel eftir öllu í góðri birtu, sagði hann. Hann tók aftur um annan kjálkann og Angelique um hinn. Sleða- meiðarnir runnu hljóðlega yfir litlu, ávölu, kanadisku götusteinana, sem hvert stræti og sund borgarinnar var lagt með. Þau neyddust til 22 VIKAN 32-tbl- að nota sleðann, vegna þessara sérstöku steina, sem sparsamur borg- arstjóri hafði fundið upp að nota á þennan hátt, úr ballest skipanna, sem komu tóm eða lítt hlaðin frá St. Lawrence í Nýja Frakklandi. Vagn með járngirtum hjólum hefði gert ógurlegan skarkala. Angelique og félagi hennar drógu hið óhugnanlega hlass eins hratt og þau gátu, eins og flóttalegir skuggar. ■—• Þetta er bezti tíminn, hvíslaði Maitre Gabriel. — Það er ekki enn búið að kveikja á götulömpunum, og á þessu svæði búum við allir, vesalings Húgenottarnir, og þeir láta okkur viljandi biða lengur eftir Ijósunum en annað fólk og það er okkar refsing. Ofsóknin hefur stundum sínar skárri hliðar. Þótt einhver heíði mætt þeim, hefði hann varla getað sagt frá, hverjir þar voru á ferli, svo dimmt var á staðnum. Kaupmaðurinn virtist þó ekki í neinum vafa um, hvaða leið hann átti að velja. Hann fikraði sig krókaleið eftir þröngum hliðarsundum, en forðaðist stærri og fjölfarnari götur. Angelique hafði á tilfinningunni, að ferðin hefði varað í klukku- stundir, og varð mjög undrandi, þegar hún þekkti sig aftur, ekki langt frá þeirra eigin húsi, frammi fyrir hliðum nágranna þeirra, pappírs- kaupmannsins Jonasar Mercelots.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.