Vikan


Vikan - 10.08.1967, Side 23

Vikan - 10.08.1967, Side 23
Húsbóndi hennar knúði þrívegis dyra með dyrahamrinum. Papp- irskaupmaðurinn kom sjálfur og opnaði. Hann var hvíthærður, vingjarnlegur maður, hámenntaður, og emu sinni í fyrndinni hafði hann átt svo að segja allar pappírsmyllur í Angoumois. Síðan höfðu verið sett lög, sem bönnuðu mótmælendum að hafa í þjónustu sinni þjálíaða listamenn af sinni eigin trú, og þessi lög ásamt svívirðilegri skattlagningu, hafði svipt hann öllu nema þessu fallega húsi í La Rochelle og ofurlítilli verzlun með listpappir, sem hann einn kunni að framleiða. — Ég er hér með svolítið til að setja i brunninn þinn, sagði Berne við hann. — Ljómandi! Gerið svo vel, kæru vinir. Hann hjálpaði þeim kurteislega að ýta sleðanum með hlassinu ógn- vekjandi ofan í kjallara, sem angaði af eplum. Hann hélt lampanum sínum hátt til að lýsa þeim. Kaupmaðurinn tók loðfeldina og hveitið ofan af sleðanum. Þá blöstu við ógeðsleg líkin, ötuð salti og blóði og pappírskaupmaðurinn góð- legi ieit á þau án nokkurrar undrunar. — Vildi Dame Angelique vera svo væn að haida á lampanum? Þá get ég hjálpað þér að bera þá. Þetta var það eina, sem hann hafði til málanna að leggja og hann sagði það með sinni venjulegu kurteisi. Berne hristi höfuðið. — Nei, það væri betra, ef Þú vísaðir veginn. Hún ratar ekki. — Alveg rétt. Einu sinni enn varð Angelique að taka um tvo stífa fætur, þunga sem blý. Handleggir hennar voru stífir og aumir. Pappírskaupmaður- inn fór á undan og lýsti þeim, og þau gengu niður þrjú steinþrep, sem lágu inn í vinnusal, þar sem pappírsstaflarnir lágu hver ofan á öðr- um, balar með gömlum tuskum og stórar ámur af sýru og öðrum efnum. Einhvers staðar innst í vinnusalnum ýtti Maitre Mercelot til hliðar með erfiðismunum gamaldags handpressu, sem stóð fyrir lit- illi ormétinni hurð. Lyklinum hafði verið smeygt í ofurlitla holu í veggnum. Handan við dyrnar tók við hringstigi, sem til allrar ham- ingju var fremur stuttur. Nú voru þau komin ofan í stóra neðanjarðarhvelfingu. nokkrar súl- ur héldu lágu loftinu uppi. 1 miðri hvelfingunni var tréhleri i gólfinu. Jónas Mercelot lyfti honum upp og hvelfingin fylltist gný sjávarfall- anna og gjálfrandi öldusogs. — Sjórinn er hér beint undir hvelfingunni, sagði Maitre Gabriel við Angelique. Hann varð að brýna röddina til að til hans heyrðist. — Hvað, sem maður kastar hér niður, mölbrotnar á klettunum og sjór- inn skolar því burt undir eins, hrópaði hann. 1 öllum þessum hávaða minntu gerðir þeirra á martröð. Þau heyrðu aldrei líkin falla til botns, eftir að þau höfðu varpað þeim ofan í þetta ginnungagap. Það var eins og gatið sygi þau í sig og þar með voru þau horfin. Svo var hlerinn settur fyrir aftur og hávaðinn dofnaði. Angelique hallaði sér upp að einni súlunni og lokaði augunum. Maitre Gabriel hafði bætt við: — Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn. Þessi fjarlægi gnýr, sem hún greindi, var leyndarmál La Rochelle, óðurinn, sem hafið söng borginni, og í þessari hvelfingu ómaði ennþá bergmálið af sálmunum, sem þar höfðu hljómað á sextándu öld, þegar fyrstu kalvinistarnir komu þar saman. Það var bergmálið af þeirri baráttu við dauðann, sem hafði átt sér stað innan þessara veggja milli þessara andstæðinga og nú var ofsóknin byrjuð aftur með hörku og sömu glæpum, réttlætt á sama hátt á báðar hliðar. Hvernig gat hún flúið frá blóðinu og skelfingunni? H;n fann Honorine liggjandi á maganum með útteygðar hendurn- ar og ennið hvilandi á köldu steingólfinu, eins og lítið dýr, sem bíð- ur árangurslaust eftir dauðanum. — Hún hefur verið að leita að þér í allan dag, sagði Abigail. — Hún hefur verið ótrúlega kvíðafull. Hún hefur leitað undir hverju hús- gagni og heimtað, að við opnuðum alla glugga og dyr. Hún hefur ekki kallað á þig, en stundum hefur hún rekið upp óp, sem svo sannarlega hefur komið hárunum á okkur til að rísa. Við höfum boðið henni hverskyns góðgæti en hún hefur neitað því öllu. — Eg ætlaði að lána henni tréhestinn minn, sagði Laurier, — en hún vildi hann ekki. -— Kannske hún sé veik. Allir stóðu með áhyggjusvip umhverfis litlu manneskjuna. Áhyggju- svipurinn varð jafnvel enn þyngri, þegar þeir sáu hvernig Angelique var útleikin, við heimkomuna. — En hvað í ósköpunum hefur komið fyrir Þig hrópaði Anna frænka. — Svo sem ekkert. Hún tók dóttur sína og þrýsti henni fast að sér. — Hér er ég, ástin min, hér er ég. — Honorine hefur skynjað að ég var í háska stödd, þessvegna var hún kvíðin, hugsaði Angelique. Honorine var fædd í hættu; skilningarvit hennar vöruðu hana við hættunni eins og stóru, svörtu villidýri með flauelsfætur. Hún hlaut að hafa fundið návist þess allan tímann, lúrandi utan við gluggann. Nú greip hún dauðahaldi um háls móður sinnar og krafðist þess hástöíum, að gluggahlerarnir yrðu settir fyrir, til Þess að loka nótt- ina úti. Allir flýttu sér að gera eins og hún skipaði, og þá fyrst slakaði hún takið á móður sinni og brosti. Mamma' hennar var þarna og hún sá ekki lengur svart, ljótt andlit illskunnar glampa í gleraugunum. Hún var sezt i stólinn sinn og fékk skái af vellingi. Angelique fór að hafa fataskipti; hún fór í hvíta, hreina bómullarblússu og setti nýja skuplu yfir hárið. Maitre Gabriel var að tala í lágum hljóðum við séra Beaucaire og frænda hans, sem einnig var prestur, og flóttamaður frá Cévennes. Hann hafði skotið upp kollinum dag nokkurn, með litinn, fjögurra ára snáða, Nataniel. Barnið var þarna með honum í kvöld og sömuleiðis tvíburadætur Carrére fjölskyldunnar. Nágrannarnir höfðu skipt á milli sin hinum tíu börnum lögfræðingsins, meðan það ellefta var að fæðast. Honorine var roggin yfir þvi að vera miðpunktur athyglinnar á svo fjölmennri samkomu, og var nú æði skrafdrjúg. ' — Mamma, sagði hún við Angelique, þegar hún kom aftur, — hvar er fallegi maðurinn, sem gaf mér gullhringluna? — Hvaða fallegi maður? spurði Maitre Gabriel. — Hvaða gullhringlu? spurði Anna frænka tortryggin. Angelique fannst tilgangslaust að reyna að látast. — Monsieur de Bardagne var svo vingjarnlegur að gefa barninu gjof. Það varð ísköld þögn, og Honorine klappaði vellinginn með skeið- inni, djúpt hugsi. — Er hann pabbi minn, mamma? spurði hún að lok- um með ákefðarbrosi. Upp á síðkasti hafði hún reynt af öllum kröftum að finna sér föður. Fyrst hafði hún valið séra Beaucaire, en hann hafði valdið henni sár- um vonbrigðum. — Kæra, litla barn, ég ann þér sem andlegri dóttur, en eg verð að segja þér eins og er, að ég er ekki faðir þinn........... Næst reyndi hún við manninn, sem bar vatnið inn i húsið, en einnig hann var óíús að takast þá ábyrgð á hendur. Svo reyndi hún að komast að því, hvernig málin rnyndu standa með Monsieur de Bardagne, en hún hafði valið andartakiö illa. Angelique fannst það eins gott að fara með hana fram í eldhúsið og hátta hana niður í rúm, en Honorine var enn við sama heygarðs- hornið. — Er hann ekki faðir minn? •— Nei, elskan mín. — Hvar er pabbi minn þá? — Langt, langt í burtu. — Hinum megin við sjóinn? --“*Þá ætla ég að fara á skip, sagði Honorine og augu hennar lok- uðust út frá hugsunum um ævintýraríkar sjóferðir, og hún sofnaði dauðþreytt af álagi og kvíða dagsins. Angelique hófst handa að útbúa kvöldverðinn. Hun var fegin að hafa nóg að gera til Þess að þurfa sem minnst að hugsa um annað. Hún hafði ekki séð Monsieur de Bardagne aftur síðan hann bað hennar, og aðeins sent honum bréf í von um að það myndi stuðla að þvi að gera hann rólegan. Þau voru öil samankomin umhverfis borðið og rétt í þann veginn að byrja á angandi myslingasúpunni, þegar dyrabjöllunni var hringt. Þau litu hvert á annað, andlitin skelfd í kertaljósinu. Bjöllunni var aftur hringt óþolinmóðlega og Maitre Gabriel reis á fætur. — Ég skal fara, sagði hann. — Það lýtur einkennilega út, ef við önsum ekki. — Nei, ég skal fara, greip Angelique fram i. — Við skulum senda vikapiltinn. E'n vikapilturinn var hræddur, án Þess að vita almennilega hvers vegna. ... Eg skal fara, sagði Angelique aftur og lagði höndina á handlegg kaupmannsins. — Það væri eðlilegast, að þjónustustúlkan þín færi. Ég fer fyrst og kemst að því í gegnum gægjugatið, hvað á seyði er, og kem síðan og segi þér það. Gegnum gægjugatið barst rödd, sem spurði: — Eruð það þér, Dame Angelique? Ég þarf að tala við yður. *— Hver er þar? — Þekkið þér mig ekki? Ég er Nicholas de Bardagne. — Þér?^ Angelique var nærri fallin til jarðar. — Til hvers eruð þér komin? Að taka mig fasta? — Að taka yður fasta? endurtók hann og svelgdist á. Það tók hann nokkra stund að hressa sig upp aftur. — Haldið þér, að ég dugi ekki til annars en að handtaka fólk og hræða Það? Ég þakka kærlega fyrir álitið. Ég veit, að þessir þverhausar þarna_ inni i kringum yður, myndu með glöðu geði sverja, að ég væri varúlfur, en engu að síður ........ — Monsieur, ég var dónaleg, og ég bið yður að fyrirgefa mér. Bruð þér einn? — Er ég einn! Auðvitað er ég einn. Og meira að segja með grimu. Og skikkjan mín er eins lit og skuggarnir. Þegar maður i minni stöðu er svo heimskur að fara á kvennafar á þessum slóðum, kýs hann helst að fara einn og vekja enga athygli. Ef ég uppgötvaðist, myndi ég aldrei framar bera mitt barr. En ég varð, hvað sem það kostaði, að tala við yður, það er mjög áriðandi. — Hvað hefur gerzt? - Ætlið þér að láta mig tala, án þess svo mikið sem að bjóða mér inn fyrir garðsvegginn eða koma til mín, á þetta hljóða, kyrra og dimma stræti? Andskotakornið, Dame Angelique, úr hverju eruð þér gerð? Þegar fulltrúi konungsins, landsstjórinn í La Rochelle, kemur leyni- lega á fund yðar til að gefa yður þægilega tilbreytingu frá ofnum, pottum og pönnum og bjóða yður alla sína þjónustu, takið þér ekki betur á móti honum en óvelkomnum flækingshundi! — Mér þykir það afar leitt, en hvort sem þér eruð fulltrúi konungs- ins eða ekki fulltrúi konungsins, getur þessi heimsókn spillt mann- orði mínu. — Þér eruð ómöguleg; þér gei'ið mig brjálaðan. Segið eins og satt er, að yður langi alls ekkert til að hitta mig. —• Undir þessum kringumstæðum verð ég að viðurkenna, að ég er ekkert áfjáð í það. Þér gerið yður ekki ljóst, hve viðkvæm staða min er meðal þessa fólks, sem ég verð að þjóna. Ef það hefði hugmynd um ....... — Ég er einmitt kominn til að grípa yður út úr þessu greni villu- trúarhunda, þar sem þér eruð sannarlega í háska stödd. — Hvað eigið þér við? — Opnið þessar dyr og ég skal segja yður það. Angelique hikaði. — Leyfið mér aðeins að tala við Maitre Berne. — Þér hljótið að vera frá yður! —- Ég skal ekki minnast á yður með nafni, en ég verð að finna ein- hverskonar skýringu til að réttlæta fjarveru mína, þótt hún verði ekki löng. Framhald á bls. 32. 32. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.