Vikan


Vikan - 10.08.1967, Side 28

Vikan - 10.08.1967, Side 28
I VIKAN lEIMSÍEKIR eXpO’67 er Konkordíubrúin yfir til eyjar helgrar Hel- enu. Hún er um 700 metra löng og nær 30 metra breiS. Og síðast en ekki sízt ber að nefna menningarmiðstöðina Place des Arts, með þremur sýningarsölum — hvern öðrum glæsilegri. Sá stærsti tekur 3000 manns í sæti. Undir þessum mannvirkjum er svo bíla- geymsla, sem tekur 850 bíla. Þú getur kom- ið þarna akandi á bílnum þínum og afhent hann starfsmanni bílageymslunnar við ein- hverja lyftuna líkt og hattinn þinn í fata- geymslu og farið síðan beint upp. Bíllinn verður færður þér í hendur, þegar þú kemur niður aftur. Place des Arts er inni í borginni við aðal verzlunar- og næturklúbbagötuna, sem kennd er við heilaga Katrínu. Öll þessi mannvirki koma einnig í góðar þarfir að heimssýningunni lokinni, Place des Arts er til dæmis alþjóðleg menningarmiðstöð. Það gefur auga leið, að 26 kílómetra neðan- jarðarbraut, Metro, eins og þeir kalla hana, nær ákaflega takmarkað um borg, sem telur hátt í þrjár milljónir íbúa, eins og Montreal. Enda er Metróinn aðeins samgöngutæki fyrir miðborgina sjálfa og tengiliður við Expo, meðan hún stendur. Hins vegar er strætis- vagnakerfið samtvinnað metrónum og gild- ir einn miði (25 kanadasent, jafngildandi 10 28 VIKAN 32- tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.