Vikan - 10.08.1967, Side 31
K1IEIKJARAR
Vanti ykkur tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson
kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrvai en
nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum.
EinkaumboS:
I. GUÐMUNDSSON & CO. HF.
Hverfisgata 89, Reykjavík.
STJÖRNUSPA - *
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl);
F.iármunir þinir nýtast einstaklega vel. Þú færð
góðar fréttir sem vekja hjá þér endurnýjaðan kraft.
Útlitið er yfirleitt gott og þú skalt láta hendur
standa fram úr ermum.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. mai);
Hafðu fremur hægt um þig, en leggðu áherzlu á
störf þín. Ákvarðanir sem þú tekur munu standast
vel. Hafðu samráð við fjölskyldu þína, ekki vera
einstregingslegur í hugsun. Heillatala er fjórir.
I Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní);
Vertu vakandi fyrir viðskiptamálum þínum, mörg
tækifæri ættu að gefast í því sambandi. Þú verður
fyrir bagalegum töfum og verður að hætta við fyrir-
ætlanir þínar. Þú starfar lítið að félagsmálum.
Vogarmerkið (24. september — 23. október):
Þú færð fréttir af ættingjum þinum sem koma þér
til að undrast, en láttu ekki hafa neinar skoðanir
eftir þér þar að lútandi. Láttu ekki bera mikið á
þér, starfaðu að málum þínum í ró.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Þú hefur forystu í fjölskyldunni í ákveðnu máli, en
þú verður að taka fullt tillit til álits annarra. Þú
kynnist mönnum sem gætu orðið þér að miklu liði,
ef þú grípur tækifærin. Heilladagur er laugardagur.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.):
Þú ert bjartsýnn og einkar heppinn við það sem þú
hefur fyrir stafni. Margar hendur verða á lofti til
að aðstoða þig, ef þú aðeins gefur það í skyn. Reyndu
að nota tímann á kvöldin i einkaþarfir.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlf):
Leggðu þig fram og reyndu að tileinka þér sem flest
af því sem þú sérð í kringum þig. Nokkrar tafir
verða á afgreiðslu máls sem þú hefur mikinn áhuga
á. Vertu varkár í viðskiptum við hitt kynið.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Sjáðu svo um að þér gefist tími til að fara vel yfir
áætlanir þínar og gera þér ljósa grein fyrir stöðu
þinni, áður en þú hefst handa. Það er svo að sjá
sem þú komir ár þinni kænlega fyrir borð.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst);
Vertu vel vakandi gegn tækifærum er varða verzlun
og viðskipti. Þú skreppur í ferðalag sem veitir þér
mikla ánægju. Þú færð fréttir um æskilega fram-
vindu mála. Þú færð greidda gamla skuld.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar):
Byrjaðu daginn snemma, þá mun þér verða mikið
úr verki. Það kemur sér vel að þú verðir snemma
búinn með dagsverkið og getir sinnt öðru. Fjölskyld-
an þarfnast krafta þinna meir en endranær.
Meyjarmerkið (24. ógúst — 23. september);
Þú færð gott tækifæri, annað hvort fyrir þig sjálfan
persónulega eða fjölskyldu þína. Notaðu kvöldin til
að sinna smærri verkefnum, sem þú hefur látið sitja
á hakanum. Helllalitur er blár.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz):
Taktu ekki mörg verkefni að þér í einu, leggðu á-
herzlu á að ljúka einu áður en þú byrjar annað.
Hagaðu störfum þínum svo að þú eigir frí nokkur
kvöld og getlr létt þér upp.
32. tbi. VIICAN 31