Vikan


Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 32

Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 32
 A D-4 y A-G-9-5-3 4 8-6-2 * 8-6-3 A 7-6-5 N A K-9-3 y 10-8-6-4-2 V A ¥ K + K-D-10 & 9-7-5-4 * 5-2 s * G-10-9-7-4 A Á-G-10-8-2 y D-7 4 Á-G-3 * Á-K-D Suður opnaði á einum spaða, Norður sagði 2 hjörtu, Suður þrjá spaða og Norður fjóra spaða, sem var lokasögnin á öðru borðinu í sveitakeppni. Vestur lét út tígulkóng, og Suður gaf, í þeirri von, að meiri lígli yrði spilað, en Vestur breytti um lit og lét út hjartafjarka. Lághjarta var látið úr borði, og Austur fékk á kónginn og lét út tígul, sem Suður drap með ásnum. Suður lét nú út hjartadrottning- una, sem hann drap af sér með ásnum í borði til þess að geta svín- að á spaðanum. En nú trompaði Austur og lét enn út tígul. Vestur fékk á tíguldrottninguna og setti út lauf. Sagnhafi varð nú að gefa enn einn slaginn á spaðakónginn - tveir niður. Hugsum okkur nú svolítið bjartsýnni sagnir á þessi sömu spil, þannig að Suður opnar með kröfusögninni tveir spaðar og veit svo ekki fyrr en hann er kominn í SJO spaða. Enn er látinn út tígulkóngur — og nú dugar ekki að gefa, því að alsiemman er í veði. Suður iætur síðan út hjartadrottningu, og Vestur gefur. Bíðum við . . . ef við hleypum drottningunni, eigum við ekki nógar innkomur í borðið —- eina fyrir trompsvíningu og aðra fyrir allan hjartalitinn. Ef Vestur á kónginn, er ekki hægt að vinna spilið, vegna þess að bannig skortir aðra innkomu. Sama er að segja, ef Austur á kónginn varinn. Eina vonin er, að kóngurinn sé einspil í Austri, þótt líkurnar fyrir því séu litlar. Þannig væru innkomurnar á blindan orðnar tvær. Við tökum því á hjartaásinn — og, viti menn: kóngurinn fellur. Spaðadrottningu er spilað út, og kóngurinn fellur. Nú spilum við öllum spöðunum og laufunum, og Vestur kemst í kastþröng, og getur ekki bæði haldið í hjörtu og tígla, svo að spilið vinnst. — Þvílíkt ranglæti! Angelique í byltingunni Framhald af bls. 23. — Það er rétt, en flýtið yður ..... Ég er allur annar maður eftir að heyra rödd yðar og finna ilminn af yður. Þegar Angelique kom aftur til hússins kom Maitre Berne brúna- þungur út. — Hver var þetta? Hún flýtti sér að útskýra mál Monsieur de Bardagnes og Það hvað hann fór fram á. Það kom hættulegur glampi í augu kaupmannsins, jafn hættulegur, og þegar hann ætlaði að fara að kyrkja þorpara Beaumiers. —• Þessi pápistatítla! Eg skal lesa yfir honum. Ég skal kenna hon- um að koma og gera hosur sínar grænar fyrir þjónustufólki mínu, undir mínu eigin þaki. — Nei, skiptu þér ekki af þessu. Það litur út fyrir, að hann hafi alvarlegar fréttir að færa. -- Og hverskonar fréttir heldur þú, hann færi? Litla, saklausa stúlkan þín kom með nokkrar talandi athugasemdir. Allir vita að hann er brjálaður á eftir þér og hyggst búa um þig í borginni sem hjákonu sína. Það er almannamál um alla La Rochelle. Angelique ýtti á móti Maitre Gabriel af öllum kröftum, þótt hann hefði getað ýtt henni til hliðar eins og sinubrúsk. — f guðanna bænum, vertu rólegur, sagði hún hörkulega. — Mon- sieur de Bardagne hefur allt valdið sín megin. Það væri ekki rétt af okkur að forsmá hjálp hans núna, þegar allt stendur jafn hraklega og það stendur, og var þó nógu slæmt fyrir — þegar þú átt á hættu að verða hengdur. Reiði Gabriels Berne sjatnaði ofurlítið, minna þó af orðum hennar heldur en af þrýstingi handar hennar á úlnlið hans. — Hver veit, hvað þú hefur gefið honum, muldraði hann. — Hingað til hef ég alltaf treyst þér ..... Hann þagnaði, vegna þess að í huganum endurlifði hann andartakið, \ þegar traust hans hafði rýrnað. Hann minntist þessara mánaða af einstökum heimilisfriði og ánægju, sem liðið höfðu undir stjórn fyrsta flokks þjónustustúlku, sem aldrei hafði gefið honum minnsta tæki- færi til að gruna hana urn svo mikið sem minnsta daður, og guð mátti vita, að hann hefði verið harður við hana, ef svo hefði verið! En nú hafði tortryggni hans vaknað. Það var þegar þessi særða Eva kastaði sér grátandi í faðm hans, | þessi heiilandi kona, sem hann hafði þrýst að sér. Ef hún hefði ýtt jjj honum frá sér þá, hefði hann náð stjórn yfir sjálfum sér í tæka tíð, I hann var viss um Það. E’n veiklyndi Angelique hafði leyst úr læðingi | þann djöful holdsins, sem hann hafði borið ofurliði, ekki án erfiðis, I allt síðan í bernsku. Hann hafði gleymt öllu; hann hafði falið andlitið | i silkimjúku hári hennar og lagt höndina á nakið brjóst hennar. Hon- | um-fannst hann enn finna rafmagnaðan ylinn í lófa sér. | Augnaráð hans breyttist. Angelique brosti dapurlega: — Þú treystir mér áður, segirðu? Og nú .... . ? Nú heldur þú, að ég sé vís til hverskonar óhæfuverka, | vegna þess að þegar verst stóð á fyrir mér, leyfði ég mér að sýna I ofurlitið veiklyndi — þin vegna! Finnst þér þetta réttlátt? Hann hatði aldrei fyrr gert sér grein fyrir því, hve heillandi og mjúk rödd hennar gat verið. Það var vegna þess hve lágt hún talaði f við hann, og hve hún stóð nálægt honum i skugganum. Hann gat rétt s, greint glampandi augu hennar og varir. Hversu sársaukafuilt Það var, og þó heillandi, að uppgötva í svona | kunnuglegu andliti leyndardóma holdslystarinnar! Var það þannig, sem 8 hún talaði, þegar hún elskaði? í huganum tók hann að hata alla þá karlmenn, sem hún hafði nokkru sinni unnað. — Ætti ég þá ekki að gruna þig um svartar syndir, Maitre Gabriel, vegna þess að einnig þú glataðir ofurlitlu af sjálfsstjórn þinni? Hann drúpti höfði fullur sekarmeðvitundar og hann gladdist yfir þeirri tilfinningu. — Við skulum gleyma þessu öllu, sagði hann lágt. — Já, við verOum raunar að gleyrna því. Við vorum hvorugt með sjálfum okkur, hvorki | þú né ég. Við höfum orðið fyrir hroðalegu áfalii. Nú verður allt að verða eins og það var áður. ' En hún vissi fullvel, að það yrði ógerlegt. Milli þeirra tveggja myndi standa vitundin um glæpinn, og það sem á eftir fór. Engu að síður sagði hún: — Við verðum að geyma alla orku okkar í baráttuna fyrir björgun okkar sjálfra. Láttu mig tala við Monsieur de Bardagne. Ég get full- vissað þig um, að ég hef aldrei leyft honum að koma fram við mig á nokkurn þann hátt, sem talizt getur óviðeigandi. Um leið og hún fór, fannst honum hann heyra hana segja, ofurlítið stríðnislega: — Miklu síður en þér. — Allt i lagi, sagði hann. — Farðu þá, en vertu fljót. Þegar Angelique kom aftur að hliðinu, var Monsieur de Bardagne, fulltrúi konungsins, ólgandi af óþolinmæði. Hún opnaði dyrnar og tvær frekar hendur gripu um úlnliði hennar og kipptu henni út fyrir. — Ah! Þarna eruð þér loksins. Þér hafið mig að ginningarfífli! Hvað í ósköpunum voruð þér að segja við hann? — Húsbóndi minn er tortrygginn og......... — Hann er elskhugi yðar, er ekki svo? Það er enginn vafi á því. Á hverri nóttu gefið þér honum það, sem þér neitið mér um. — Monsieur, þetta er móðgun. — Og hvernig dettur yður í hug, að ég trúi nokkru öðru? Hann er ekkjumaður, og þér hafið búið mánuðum saman undir hans þaki. Hann sér yður stöðugt, þér komið og farið, hlægið, talið og syngið .......... og guð má vita hvað annað. Það væri óhugsandi, að hann væri ekki brjálaður af ást til yðar. Þetta er óþolandi, gersamlega ósiðlegt, já hreinlega hneykslanlegt. — Finnst yður það ekkert hneykslanlegt, að þér skulið koma hing- 32 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.