Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 34

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 34
í BOLLA HVERJUM — Jæja, get ég minnsta kosti reitt mig á, að Þér gefið mér svarið, Þegar ég kem aftur? — Ég skal reyna. — Þér verðið að segja „já“! Beaumier er snjall og viðsjárverður, og ég óttast um yður. Hann reyndi að kyssa hana aftur, en hún vatt sig af honum og lok- aði hliðinu. Hún stóð kyrr stundarkorn á dimmu hlaðinu en hljóp siðan i ein- um spretti heim að húsinu. Hún rakst á Maitre Gabriel, sem tók um olnbogann á henni. — Hvað sagði hann við Þig? Af hverju varstu svona lengi? Hefur hann talið Þig á að koma með sér? Hún sleit si glausa og ætlaði að hlaupa upp stigann, en hann náði aftur taki á henni. — Svaraðu mér! -— Hvað ætlastu til að ég segi? Ó, Þið eruð öll frá ykkur! Þið hafið minna vit en hópur barna. Og Þó bíður dauðinn eftir ykkur, ef til vill meira að segja á morgun. Óvinirnir hafa sett upp gildrur og Þið fallið i Þær. Þið vaðið í glæpum upp að hnjám og eruð umkringdir njósn- urum. Og hvað hlustið Þið um. Þið getið ekki um annað hugsað en afbrýðissemi út í keppinaut, koss ...... —• Kyssti hann Þig? — Hvaða máli skiptir Það? Á morgun verðum við öll í fangelsi. Á morgun verðum við minna en iík undir legsteini með nöfnum á. Við verðum grafin lifandi í fangelsum. Þú veizt ekki, hvernig Það er að vera í fangelsi ..... Hún reyndi að sleppa aftur, og aftur gómaði hann hana, slöngvaði um hana báðum handleggjunum til að missa hana ekki einu sinni enn. Það logaði á lampa á stigaskörinni yfir Þeim og í daufri skímunni var eins og andlit Angelique með æðisgengnum svipnum, sem ger- breytti fegurð hennar, væri úr öðrum heimi. Hann hélt friðlausum anda í örmum sér, anda, sem galdrar illrar nætur höfðu gert sýnilegan manniegum augum. Jafnvel hún virtist ekki raunveruleg lengur. — Hvert ætlarðu að hlaupa? Þú gerir alla dauðhrædda. -— Ég verð að ná í dóttur mína og Laurier og fara með Þau burt. Við verðum að komast. burt. Hann spurði hana ekki hvert. Hann horfði á hana, eins og hann sæi hana ekki almennilega. Með Þessa spennu í svipnum og augun stór af skelfingu, var hún líkust konunni, sem hann hafði slegið niður með stafnum sínum á veginum til Sables-d’Olonne, sem hafði litið upp á hann með grænum augum, svo óhamingjusöm, áður en Þau lokuðust. Nú, var hún líkust vesalings konunni, sem kom í ljós í gegnum regn- Þokuna á aurugum veginum til Charenton, dæmigert tákn allrar særðr- ar fegurðar, sorgmædds sakleysis og dæmds veikleika í heiminum. Það var Þessi kona, sem í gegnum árin hafði svo oft vitjað hans í draum- um, sem hann var farinn að kalla „konu örlaganna”. Kvíðafullur hafði hann lagt fyrir sig Þá spurningu, hvað hún myndi segja, Þegar hann loks heyrði rödd hennar. 1 drauminum hafði hún bært varirnar, en hann haíði aldrei heyrt, hvað hún var að segja. Og hér var hún Þetta kvöld, og talaði. Hann heyrði dómsorðin, sem fyrir mörgum árum hafði verið að skyldu ná eyrum hans: — Við verðum að komast burt. — Hvað, núna um miðja nótt? Það ert Þú, sem ert eitthvað verri. — Heldur Þú, að ég ætli að bíða eftir drekum konungsins, að þeir komi hingað og myrði okkur öll? Heldur Þú að ég ætli að biða eftir Því að Beaumier komi og taki mig höndum og afhendi mig réttlæti konungsins? Heldur Þú, að ég ætli að biða og sjá Laurier hverfa grátandi í einum af Þessum vögnum, sem yfirgefa borgina á hverjum degi, fullir af börnum mótmælenda, guð má vita hvert? Ég hef séð nóg af börnum grátandi, æpandi og hrópandi á hjálp; ég hef kynnst nógu mörgum fangelsum og varðhöldum, löngum biðum og óréttlæti. Þú getur kynnst Því líka, ef Þú vilt, en ég ætla að fara með börnin .... Ég legg á hafið. — Á hafið? — Hinum megin við hafið eru nýju löndin, er ekki svo? Menn kon- ungsins geta ekki veitt mér eftirför Þangað. Þegar Þangað kemur, get ég á ný horft á sólskinið og blómin, en ekki fyrr, jafnvel Þótt ég eigi Þá ekkert annað eftir, hef ég að minnsta kosti Það .... — Þú ert ekki með réttu ráði, vesalingurinn. Hann skipti ekki skapi og röddin var full af blíðu og Það róaði Angelique. Hún fann til ólýsanlegrar Þreytu og tómleika. — Þessi dagur hefur verið Þér erfiður, hélt hann áfram. — Þú verður að hvilast. 34 VIKAN 32-tbl- — Sannarlega hefur Þetta verið of mikið fyrir mig, hvíslaði hún. — Og eí aðeins þú gætir skilið, hvað það gerir mann skýran i hugsun, Maitre Gabriel. Ég er ekki örvita, ég sé einfaldlega hvar ég stend nú. Á eftir mér er hópur af villtum hundum, og Þeir nálgast stöðugt. Framundan er hafið. Ég verð að bjarga döttur minni. Ég get ekki afborið þá tilhugsun, að hún verði slitin af mér og lögð í hendurnar á skeytingarlausu, ókunnu fólki, og hún kalli á mig og gráti í ein- manaleik sínum, bastarður, sem enginn vill. Skilurðu ekki, hversvegna ég hef ekki leyfi til að láta þá ná mér? Ég hef ekki einu sinni rétt til að deyja. Svo bætti hún við, aftur tekin tekin til við fyrri ákvörðun: öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Hvernig er umhverfis Reykjavík Framhald af bls. 5. stalla. Fró Skeggiastöðum er stutt- an spöl að fara suður yfir lágan háls á Þingvallaveg hjá Selja- brekku. Nú ökum við Þingvallaveg til hægri og stefnum niður brekkurn- ar með Mosfellsdalinn framundan. Gliúfrasteinn, heimili Halldórs Kilj- ans Laxness, er á gilbrún Köldu- kvíslar á vinstri hönd og neðan við brekkurnar rennisléttur dalbotninn, Víðirinn. Bærinn Laxnes er fyrst á hægri hönd en norðar og fjær vegi er kirkjustaðurinn Mosfell undir samnefndu felli. Þar sjáum við fagra, nýreista kirkju, en hún var byggð fyrir dánargjöf Stefáns hins kunna garðyrkjubónda [ Reykja- hlfð. ( Egilssögu segir, að Egill Skallagrímsson hafi falið silfur sitt ( Kýrgili [ Mosfelli og sögusagnir eru um, að þar hafi fundizt fornir peningar. Á vinstri hönd eru nú Norðurreykir og Reykjahlíð og mik- il þyrping gróðurhúsa. Hitavatns- leiðsla Reykjavíkurborgar liggur þaðan vestur yfir Skammadals, skarð, er í ráði að leggja veg yfir skarðið en nú er þar vegleysa. Við höldum áfram norður dalinn, yfir Norðurreykjaá og meðfram Helga- felli, ynz við komum á Vesturlands- veg norðan undir því. Þar beygj- um við til vinstri og staðnæmumst hjá Hlégarði, eða verzluninni þar rétt hjá, til að fá okkur hressingu. Þeir, sem ekki hafa tíma eða áhuga fyrir lengri ferð að sinni geta hald- ið til Reykjavíkur. Nú höldum viS inn dalinn með klæðaverksmiðjuna Álafoss ( djúpri kvos, við Varmá á vinstri hönd og á melnum fyrir ofan stóra, nýja byggingu henni tilheyrandi. Mest ber þó á byggingum Reykjalundar á fögrum hjalla handan árinnar. Neðanundan þeim er dælustöð Hita- veitu Reykjavíkur í laut við ána og er heimilt að skoða sig þar um. Framundan, inni f dalbotninum, eru byggingarnar að Suðurreykjum en skömmu áður en þangað er kom- ið ökum við veg til hægri, sem liggur suður um lægðina bak við Ulfarsfell, og komum bráðlega á Hafravatnsveg. — Hann liggur af Vesturlandsvegi austan við brúna á Korpu, svo sem áður var um getið. Við beygjum til vinstri suð- ur með Hafravatni, undir lágum, hömróttum hjalla og komum það- an að Hafravatnsrétt. [ grunnum dal suður af vatninu er bærinn Miðdalur en þaðan er listamaður- inn og fjallagarpurinn Guðmundur Einarsson. Skammt sunnan við bæ- inn komum við á hinn gamla Þing- vallaveg austur yfir Mosfellsheiði. Hann er þvf miður ekki akfær leng- ur en jeppafært mun þó vera um 10 km vegalengd austur á háheið- ina og þaðan yfirburða útsýni. — Frá vegamótunum sunnan við Mið- dal eru um 5 km suður á Austur- veg hjá veitingaskálanum að Geit- hálsi. Þar má segja að austurhluta ferðarinnar Ijúki og til Reykjavfk- ur eru tæpir 15 km. Framhald ferð- arinnar getur nú orðið með fleiru en einu móti og byggist aðallega á því hvort við ætlum að heim- æskja Heiðmörk eða ekki. Verða nú þessar leiðir teknar fyrir hver af annarrl. Heiðmerkurvegir. Hjá Geithálsi getum við valið um tvær leiðir til Heiðmerkur. Önnur er sú að beygja til vinstri og aka austur yfir Hólms-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.