Vikan


Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 40

Vikan - 10.08.1967, Qupperneq 40
!!S*ICH motawfi að andlátinu, en fékkst með engu móti til að ljóstra upp um bana- menn sína. Moran svaraði spurn- ingum lögreglunnar engu öðru en því, að hann væri með eitt- hvert hið versta kvef, sem hann hefði fengið. A1 Capone var yfir- heyrður í Florida, en bar það blákalt fram, að sér væri alls ókunnugt um þetta mál. Engum af þeim sem við þetta voru riðnir, var nokkru sinni stefnt fyrir rétt, — en samt var því líkast, sem dulin réttvísi hefið tekið málið í sínar hend- ur, því 22 mánuðum síðar voru morðingjarnir allir dauðir, og höfðu allir verið myrtir. SAGNFRÆÐILEG KVIKMYND. Gerð hefur verið kvikmynd af þessum atburðum. Það var gert hjá „20th Century Fox“, og kem- ur kvikmynd þessi fyrir almenn- ingssjónir í sumar. Hér er ekki verið að fegra málstað A1 Cap- ones og bófa hans, öðru nær, sýnt er, svo ekki verður um villzt, hve andstyggilegt athæfi þeirra var frá rótum. En ekki mun hjartveilum hent að sjá þessa mynd. Eftir þetta fór ört að halla undan fæti fyrir A1 Capone. Mor- an kom sér upp harðsnúnum flokki, vel skipulögðum, og hefndi félaga sinna grimmilega. Þessi barátta tók tvö ár, en eft- ir það tókst að fá A1 Capone dæmdan fyrir skattsvik, og ýmis- legt ólöglegt brask. Hann var dæmdur í fangelsi til 11 ára, og til að greiða 105.000 dollara í bætur. í fangelsinu hitti hann fyrir nokkra menn sem dæmdir höfðu verið í lífstíðarfangelsi, af hans völdum, og fékk hann hjá þeim heldur kaldar kveðjur. En hann lifði samt þá meðferð af, og sjö árum síðar en hann var dæmdur, kom það í ljós að hann hafði krabbamein, og var hann þá látinn laus. Hann dó í bústað sínum á Miami án þess að kom- ast til heilsu aftur. ★ Dollarabarnið Framhald af bls. 13. — Þau bjargast einhvernveg- inn, það geturðu verið viss um. Ah Ping kom aftur og læknirinn sneri sér að morgunverðinum. Seinna, þennan sama morgun var Mary kölluð að bakdyrunum. Ah Ping tilkynnti: — Gjöra svo vel, frú missie, stúlkurnar eru við bakdyrnar og vilja tala við þig. Þetta var ekkert ný bóla, það var oft komið með ýmis vandamál til læknisbústaðarins. Ah Ping stóð við hlið hennar, meðan hún heilsaði þrem fljóta- bátakonum, sem stóðu þar og biðu hennar. Ah Ping fann mikið til virðuleika síns, og fannst hann alveg ómissandi við slíkar um- ræður. Ein kvennanna hélt á nýfæddu barni í örmum sér, ruggaði því fram og aftur af miklum ákafa, og andlitið ljómaði af ánægju. Hinar konurnar töluðu saman með miklum hávaða yfir höfuð hennar, og önnur þeirra veifaði pela, en hin dós með mjólkur- dufti. Ah Ping gekk fram og öskraði: — Viljið þið þegja strax, frú missie er hér! Hann var hreykinn af enskukunnáttu sinni, sérstaklega þegar hann gat beytt henni við landsmenn sína. Kon- urnar þögnuðu á stundinni. Mary gekk til þeirrar sem hélt á barninu. — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hún. — Þessi ekki geta talað, missie, þessi ekkert mál, skaut Ah Ping inn, og þá sá Mary að þetta var sú mállausa, það var Mui. Mary hafði oft látið hana ferja sig yfir höfnina, þegar hún fór á mark- aðinn. Hún vissi að Mui var ein, að hún átti engin börn og að maðurinn hennar var dáinn. — Jæja, hver á þetta bam? spurði hún. Ah Ping skipti yfir í mállýzku, sem Mary ekki skildi, til að kom- ast til botns í þessu, og að lokum sneri hann sér að Mary og sagði: — Missie, Mui keypti barnið. Hún borgaði einn dollar fyrir það. Nú þarf barnið að fá mat, þú sýna hvernig gefa því mat. — Andartak, Ah Ping; fólk kaupir ekki börn. Hvaða konu tilheyrir þetta barn? Hún varð að tala pidgin ensku, þegar mik- ið lá á, því að annars fóru allar viðræður í flækju. — Þetta barn tilheyra Mui, hún borga .... sagði Ah Ping ákveð- inn, en barnið sjálft tók nú af skarið og rak upp hljóð, til að gefa til kynna hungur sitt, og það linnti ekki á hljóðunum. — Komið þá með það inn í eldhús og við blöndum á pel- ann, sagði Mary. Um leið og þau komu inn í eldhúsið, hætti barn- ið að gráta. Mary sýndi nú Mui nákvæmlega hvernig hún átti að blanda mjólkina, og hvernig hún átti að prófa hitann á pelanum, áður en hún gæfi barninu að drekka, svo sneri hún sér að Ah Ping. Hvað heitir mamman, sem þetta barn tilheyrir? Ah Ping ranghvolfdi augunum, góndi upp í loftið, yppti öxlum, svo sneri hann sér að annari kon- unni, sem var með Mui, og talaði Oðlist fegurri litarhátt með Avon MILDU RAKAKREMI Létt, nærandi krem með vökvaefnum og mýkjandi olíum til að nota að kvöldi eða undir lit. Nýr, mildur, rakur líkamsá- burður. Og til hirðu líkams- hörundsins mjúkrennandi áburður til að mýkja og auka vellíðan. Avon NEWYORK • LONDON • PARIS SNYRTIVÖRUR EX-32-66-EA Heildsölubirgðir: J. P. Guðjónsson hf., Skúlagötu 26, Reykjavík. 40 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.