Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 43

Vikan - 10.08.1967, Page 43
FALLEGT . . . ELEGANT . . . SERSTÆTT . . . NÝICAMEO TIZKU- LITURINN FRÁ AUON Ennþá ein nýjung frá AVON Gimsteinn í varalitnum, kvenlegur og fáséður í sinni sígildu einfeldni. Hvítt hylki á gylltum grunni með smekklegu ,,Cameo" mynstri. Avon varalitur er miúkur og léttur í notkun. Velj- ið úr 27 tízkulitum í þessum glæsilegu „Cameo" hylkium. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON ■ PARIS þegar allt og að hann yrði dæmd- ur í minnst 30 ára fangelsi, missti hann kjarkinn gersamlega. Hann féllst á að segja allt um njósna- starfsemina gegn loforði um mild- ari dóm. Og Rinaldi leysti svo sannar- lega frá skjóðunni. SID fékk nöfn á hundruð njósnara og annarra minniháttar hjálparmanna, sem höfðu tekið þátt í að njósna fyrir Rússa. Einnig fékk hún vitneskju um dulmálslykla, sem notaðir voru, og sitthvað fleira. SID gerði öðrum löndum við- vart á augabragði. Njósnarar voru handteknir á Spáni, Frakk- landi, Austurríki, Þýzkalandi, Norðurlöndum, Grikklandi, Kýp- ur og Afríku. En enn þá hafði hvorki almenningur né Rússarnir sjálfir hugmynd um hvað gerzt hafði. í fornverzlun Rinaldis fann lög- reglan móttökutæki, og þar sem Rinaldi hafði nú kennt þeim dul- málslykilinn, gat SID tekið við öllum fyrirskipunum sem Moskva sendi njósnurum sínum. Tveimur dögum eftir handtök- urnar sagði Rinaldi lögreglunni frá því, að 19. marz hefði hann átt að afhenda Rússum mikinn fjölda af mikrofilmum. Filmurn- ar átti að láta í plasthylki, sem síðan átti að grafa í jörðu niður á ákveðnum stað miðja vegu milli Róm og Bracciano. „Einhver" átti síðan að koma og taka film- urnar þar. Nú datt lögreglunni þjóðráð í hug. Þeir óku að þessum stað, grófu þar niður mikrófilmur, földu sig síðan í nágrenninu og biðu eftir að þessi „Einhver"1 kæmi. Heill sólarhringur leið og ekk- ert gerðist. 20. marz rann upp. Það var hávaðarok og rigndi eins og hellt væri úr fötu. Lögreglu- þjónarnir voru enn í felustöðum sínum og ef þetta var ekki allt saman tómur heilaspuni og brögð í Rinaldi, — þá hlaut einhver að koma og sækja filmurnar — ein- mitt í svona veðri. Um klukkan tíu um kvöldið kom lítil Fiat-bifreið akandi eftir veginum. Hún stanzaði við til- tekna staðinn og það var drepið á vélinni. Maður og kona í hvítum regnkápum stigu út úr bílnum. Þau gengu rakleitt að staðnum og grófu filmurnar upp úr jörðinni. Þá kom lögreglan á vettvang og beindi ljóskastara að mannin- um og konunni. Hér reyndist vera um að ræða rússneskan sendi- ráðsmann, Yuri Pavlenko, og konu hans. Þegar lögreglumönn- unum fjölgaði og byssuhlaupum var beint að Pavlenko, varð hann skelfingu lostinn og hrópaði: — Njet, njet! Þið megið ekki taka mig fastan. Ég er sendi- ráðsmaður og friðhelgur sem slík- ur. Strax um nóttina færði rúss- neska sendiráðið sönnur á, að Pavlenkö væri starfsmaður þess. Haft var samband við ítalska ut- anríkisráðuneytið, sem gaf út tilkynningu þess efnis, að Yuri Pavlenko væri persona non grata, — óæskileg persóna. Honum var gefinn 48 stunda frestur til þess að yfirgefa landið. Þegar hér var komið neyddist lögreglan til þess að gera málið opinbert. Strax daginn eftir, þegar sjö dagar voru liðnir frá handtöku Rin- aldis, birtist þessi stórfrétt í heimspressunni. Viðbrögðin á Vesturlöndum voru skjót og jafnvel á æðri stöð- um var rætt um að slíta öllu stjórnmálasambandi við Rússa. En jafn skjótt og sagan um þessar umfangsmiklu njósnir komst á kreik, jafn skjótt var hún þögguð niður. Hinar reiði- legu mótmælaraddir urðu færri og lágværari — unz þær dóu alveg út. Enn er ekki vitað hversu mikl- um skaða NATO hefur orðið fyr- ir, en verið er að rannsaka það gaumgæfilega. Rinaldi dvelst nú í leynilegu fangelsi á ítalíu og gengur þar fram og aftur um gólfið í klefa sínum. Við langar og strangar yfirheyrslur segir hann allt sem hann veit um njósnastarfsemina. Hann leggur alla áherzlu á að vera lögreglunni nógu auðsveip- ur og þægilegur í von um mild- ari dóm í staðinn. Um hlutverk eiginkonunnar í starfseminni veit lögreglan næsla lítið sem komið er. Hún er enn þá hulin ráðgáta. Hörð eins og tinna starir hún kuldalega fram fyrir sig og þegir eins og steinn. En lögreglan álítur, að hlutur hennar í njósnastarfsem- inni hafi orðið jafnt og þétt stærri og undir lokin hafi hún haft þar bæði tögl og hagldir. Hún hefur hvað eftir annað beðið um að fá að vera í klefa með manni sín- um, en þeirri beiðni hefur að sjálfsögðu verið hafnað. Rinaldi hefur breytzt mikið við dvölina í fangaklefanum. Hann er orðinn sjúklega tor- trygginn og þjáist af innilokun- arkennd. Og öðru hverju fær hann æðisköst. En allt sem hann segir við yfirheyrslurnar hefur reynzt rétt. Og meðan hann held- ur nokkurn veginn fullum söns- um og er fús til að segja það sem hann veit, þá er hann gagn- legur, ekki aðeins fyrir ítölsku öryggislögregluna, heldur Vestur- lönd öll. * 32. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.