Vikan


Vikan - 10.08.1967, Page 45

Vikan - 10.08.1967, Page 45
neðan. Því nokkrum tröppum niður frá geimhjálminum og geimförunum komum við að eft- irlíkingu af tungllandslagi. Þetta er mishæðóttur brunamelur, harðhnjóskulegur yfir að líta með litlum gígum, á að gizka fet í þvermál og minna, hér og þar. Þessi eftirmynd er gerð eins nákvæm og hægt er eftir mynd- um af tunglinu og þeim upplýs- ingum um það, sem borizt hafa fyrir tilstilli þeirra tunglflauga, sem þar hafa lent. Úti á þessu landslagi stendur eftirlíking af áhaldinu, sem hefur frætt Banda- ríkjamenn meira um tunglið heldur en nokkuð annað, það er Surveyor I., sem lenti rólegri lendingu á tunglinu í maí 1966. Einnig stendur hér mikið bákn með mörgum hornum, það stend- ur á fjórum fótum sem hægt er að hækka og iækka hvern fyrir sig, svo áhaldið standi lárétt; þetta er eftirlíking af „lunar module“, eða tunglrannsóknar- stöð, sem á að flytja tvo fyrstu tunglfarana frá Apollo geimskip- inu ofan á tunglið og síðan það- an aftur til móts við geimskip- ið, sem geimfararnir fara á aft- ur lil jarðarinnar. Ennfremur eiga þeir að hafast við í þessum kassa þann tíma, sem þeir dvelja á tunglinu, 34 klukkustundir, en þann tíma eiga þeir að fara út úr módúlunni og labba um tungl- ið til skiptis, þrjár klukkustund- ir hvor í senn. Því miður var ekki hægt að fá að skoða innan í vistarveruna, sennilega hefur þetta bara verið skrokkurinn tómur. Næst fyrir neðan tunglið kem- ur maður ofan í sal, sem ekki er gott að átta sig á við fyrstu sýn. Það fyrsta sem ég rak aug- un í, voru tveir misrauðir flet- ir, breiðir og háir, á sama spjaldi. Ég hélt satt að segja, að hér hefðu þeir ekki getað stillt sig um að setja eitt af þessum frægu, stóru amerísku auglýsingaspjöld- um, því neðst á dekkri fletin- um stendur: These two panels have been painted with Sher- win Williams Speed-Print Sher- Will-glow. The colours are brill- iant cerise and flame pink. Ann- að spjald sýnir lappir á manni upp að hnjám; þær eru í svört- um blankuskóm og bláum bux- um. Einhvern veginn fær mað- ur á tilfinninguna, að þetta séu gangfærin á sjálfum Sámi frænda. Nema hvað hann hefur þessa fætur kreppta utan um stálsúlu og virðist helzt vera að renna sér ofan eftir henni. Allt í kringum hann eru taumar, líkt og fallandi borðar, gulur, blár og hvítur, en bakgrunnurinn er gulur neðst, dökknar síðan stig af stigi upp í órans og endar í hárauðu. Á spjaldi hjá stendur, að myndina hafi James Rosen- quist gert. Og meðan ég er að skoða þetta, verður mér litið til hliðar og sé þá spjald, sem skýrir alla þessa litadýrð, sem hér er að sjá. Á því stendur, að Ameríka sé nú komin á það stig í mynd- list, að hún megi teljast sjálf- stæð og hafi áhrif út um allan heim. Þarna stendur, að það hafi byrjað fyrir tuttugu árum með abstrakt expressjónismanum. En nú sé komin ný kynslóð lista- manna, sem sé tilbúin til að gera djarfar tilraunir og vera öðru- vísi en aðrir, en það sé ekki síð- ur mikilvægt en hvað annað í áreynslu listarinnar. Þessi sýn- ing sé þarna til að sýna breidd- ina og þróttinn í amerískri list nú sem stendur. Og hér skortir hvorki lengd, breidd né hæð! Jafnvel dýptin er með líka. Hér eru tveir svartir fletir með opp- strikum, annar þannig strikaður að hann er í að horfa eins og ofan í ferhyrnda trekt en hinn aftur þvert á móti, þar snýr endinn á trektinni á móti manni. Þetta er eftir Richard Anuszker. Hér er há og breið mynd eftir Helen Frankentahler, óregluleg- ir blettir, rauður, gulur, blár, og inn á þann bláa gengur duggun- arlítil svört klessa frá öðrum jaðrinum. Hér uppi í loftinu hangir furðulegur skúlptúr nafn- laus; hann er líkastur risavöxn- um eyrnaskjólum með einhverju fleira á, og niður úr hangir raf- magnskló stækkuð að minnsta kosti hundrað sinnum. Líklega eitthvert merkilegasta listaverkið hér eru tíu ferhyrn- ingar á að gizka meter á kant, allir jafn stórir — og eins litir. Þeir hanga hver upp af öðrum með nokkru bili á milli. Flötur- inn sjálfur er blár, en um hann miðjan er stór rauður hringur fyllíur upp með grænu og í miðjum græna fletinum er rauð- ur tölustafur. Á bláa feldinum undir rauða hringnum stendur svo með rauðum bókstöfum hvað tölustafurinn í hringnum heitir. Tölustafirnir eru þessi venju- lega talnaröð upp í níu og núll og hanga í réttri röð, einn neðst en núll efst. Öll hæðin er á að gizka 12—13 metrar. Kosturinn við þetta listaverk er sá, að lík- lega er hægt að hengja tölurnar upp eins og manni sýnist. Hér er líka gagnmerkilegt listaverk eftir Ellisworth Kelly, tveir strigafletir, hvor um sig 42 og hálft fet sinnum 9 og hálft fet, annar er skærgrænn og ligg- ur fast upp við vegginn, en hinn er á örmum svo sem 80 senti- metra til meter frá veggnum og snjakahvítur. Ýmiss fleiri lista- verk eru hér, en þessi verða að duga að sinni, alla vegana er sögn aldrei nema svipur hjá sjón, þegar listaverk eru annars veg- ar. Ég ætla aðeins að minnast á eitt enn, það síðasta sem mað- ur gengur framhjá. Það eru alla vega hyrndir fletir í skærum lit- um, rauðir, brúnir, órans og grænleitir, en yfir þessu hangir svo nær hringlaga hvoftur, eld- rauður, með bleikri tungu og gulleitum tanngarði. Höfundur- inn er Tom Wesselman. Varla gætu Bandaríkin tekið þátt í heimssýningu án þess að minnast á kvikmyndaiðnaðinn sinn, svo veigamikill efnahags- þáttur sem hann er. Enda er næsta deild helguð honum. Fyrst verður fyrir manni gríðarmikil ljósmynd af Humphrey Bogart. Því næst er skógur af hvers kon- ar leikaramyndum, sumum vel kunnuglegum, öðrum minna. — Sumar þessar myndir eru settar á renninga, ýmist lóðrétta eða lárétta, sem snúast við og við í hálfhring og kemur þá í Ijós annað eins lið á bakhliðinni. — Þannig tvínýta þeir sýningar- flötinn. Hér er stríðskerra úr Ben Húr, sem Metro Goldwin Meyer setti á kvikmynd. Hún er raunar svo fornleg í hvívetna, að vel væri hægt að telja ein- hverjum trú um, að MGM hefði fengið hana beint frá Ben Húr sjálfum. Sennilega skemmtilegasta upp- stillingin á bandarískum kvik- myndahetjum er skápur á tveim- ur hæðum, sem sýnir bandarísk- ar kvikmyndaleikkonur í nær fullri líkamsstærð. Myndirnar eru þannig gerðar, að Ijós- myndir hafa verið limdar á krossvið eða spýtukubb, sem síð- an hefur verið sagaður niður eft- ir útlínum ljósmyndanna. Þessar upplímdu spýtuleikkonur snúast síðan hér í kringum sjálfar sig daginn út og inn, Ijósmyndina getur að líta að framanverðu en að aftan er nafn hverrar viðkom- andi letrað á krossviðarpilsfald- inn. Hér eru sexdrottningar og harðsoðnar skammbyssukerling- ar, ungar og gamlar, hér er Zsa- Zsa Gabor, Ann Miller, Vera Ell- en, Jane Fonda, Capucine, Ronda Fleming, Gloria DeHaven, Gipsy Rose Lee svo fáeinar séu nefnd- ar, og hér er Jayne Mansfield enn að snúast, þótt þrír dagar séu nú liðnir síðan hún lét líf- ið í bílslysi hér á þessu sama meginlandi. Síðasta alriðið í kvikmynda- kynningu Bandaríkjamanna er þar sem sýnt er á þremur skerm- um sýnishorn úr amerískum kvikmyndum. Skermarnir standa hátt og halla niður og það er hægt að horfa á þá alla með því einu að víkja sér ögn við. f gær- kvöldi, þegar við fórum hér um, var hópur Ameríkana lagstur á gólfteppið og starði eins og dá- leiddur upp á John Wayne sýna hetjuskap í svipmyndum og Clark Gabte bregða upp einlæg- um og sorgmæddum augum í gömlum nærmyndum. Nú er hér færra, enda blíðuveður og bjart úti. Annars er ótrúlegt hvað hægt er að stöðva Kanana og halda aftur af rásgirni þeirra með því að sýna eitthvað á skermi, en við komum kannski að því síðar í frásögnum af Ex- po 1967. Ég hef nú dvalið lengi við bandarísku sýninguna og lýst henni all ýtarlega, þó sleppt ýmsu úr. Sennilega er lítill vegur að lýsa öðrum skálum jafn glöggt, vegna þess, að Bandaríkjamenn virðast öðrum fremur stíla upp á það að hafa hlutina einfalda og auðskilda, þannig að hver sem er geti skilið það, sem hann er að horfa á. Víðast annars staðar virðist mikil tilhneyging til að setja upp listsýningar, og þær jafnvel svo torskildar, að maður verði að grufla yfir þeim eða lesa sér til ef þannig mætti auðn- ast að skilja þær. f þeim skálum ríkir allt annað andrúmsloft og að mínu viti ólíkt þægilegra, en eftir að hafa séð gestina rása um skálana, skiljandi lítið sem ekk- ert, eða þó öllu fremur misskilja allt, sumpart af því þeir hafa ekki þroska til að skilja það, sem fram er borið vegna þess hvernig það er tilreitt, en sum- part vegna þess að þeir hafa ekki tíma til að grufla, fer ekki hjá því, að hugurinn hvarfli aft- ur til Bandaríkjaskálans. Þá dett- ur manni í hug, hvort sýning Bandaríkjamannanna sé ekki ein- mitt sett upp eins og heppilegast myndi að obbinn af sýningunum væri: Svo auðskilin, að hinn al- menni gestur geti rennt í gegn- um hana á lítilli stundu, skilið glöggt og fljótt það sem hann sér og munað það eftir á. Með því móti næðist örugglega mest- ur árangur af þeim tilgangi heimssýninga að kynna þjóðirn- ar hverja fyrir annarri. En þá væri minna gert fyrir listina og hina listrænu dulúð og symbólik, sem óneitanlega er heillandi fyrir þann, sem hefur getu og tíma til að liggja yfir því. Spurningin er aðeins þessi: Hvort kemst bet- ur til skila til meginhluta gesta- fjöldans? Svari hver sem getur. Svo eru líka til sýningar á Expó, sem eru yfirgripsmiklar, segja frá miklu, sýna margt, eru fallega uppsettar, en einhvern veginn svo flóknar, að það er ekki hægt að gera sér grein fyrir því nema að litlu leyti, hvað þær eru að segja. Meðan gengið er um þær, sér maður að vísu ýmsa muni og tæki og finnst allt fellt og áferðargott, en sýningin er að mestu gleymd um leið og aftur kemur undir bert loft. Þann- ig er Sovétsýningunni varið að mínu viti. Þeir sýna mikið af vélum og tækjum, bíla, skip, verkstæðis- tæki, flókin mælitæki. Á miðju gólfi hér er stór tjörn með fisk- um. Þetta er módel af fiskeldis- stöð fyrir styrju. Þeir eru með síli í kerjum, varla nema svo sem 15 sentimetra löng, en hér í að reka trjónuna -—- hún er lík- Framhald á bls. 48. 32. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.