Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 10
Líklega í fyrsta sinn á ævinni, var Charles de Gaulle höfuðsmaður taugaóstyrkur. Hann sat teinréttur á stólnum, fann ónotalega til hæðar sinnar, fitlaði við húfuna og hanzkana, sem lágu í kjöltu hans, og starði á borðdúkinn. Honum hafði aldrei áður liðið svona, ekki einu sinni þegar hann særðist af sprengikúlu, eða slapp fimm sinnum frá þýzkum fanga- vörðum sínum á stríðsárunum. Orsök þessarar taugaveiklunar var lítil, dökkhærð stúlka, sem sat við hlið hans við te- borðið. Hve lengi hafði hann þekkt hana? Klukkutíma, — einn dag, — eitt ár? Nei, það voru aðeins tuttugu og fjórar klukkustundir sfðan vinur hans hafði kynnt hann fyrir Made- moiselle Yvonne Vendroux, á hinni miklu listasýningu í Parfs, haustið 1920. Yvonne brosti til hans, og Charles de Gaulle, sem var þrítugur að aldri, reyndur atvinnu- hermaður og kennari við Saint-Cyr liðsforingjaskólann, roðnaði upp f hársrætur. — Tebolla, herra minn? sagði Yvonne brosandi. Charles stamaði fram þakklæti sínu og rétti út höndina til að taka við bollanum. Þá skeði það óhjákvæmilega, hönd hans skalf, og heitt teið flæddi yfir kjöltu Yvonne. Charles þeytti húfu og hönskum frá sér, og með ótal afsökunum fór hann að þerra kjólinn hennar með vasaklútnum. Yvonne vildi ekki hlusta á afsakanir hans, fullvissaði hann um að þetta væri óhapp, sem alla gæti hent. Hinum megin við borðið sat móðir Yvonne, og kæfði niðri f sér hláturinn. Hinn ungi de Gaulle var sýnilega yfirrunninn. Yvonne þurfti ekki annað en að rétta honum litla fingur, þá var hann gjörsigraður. Madame Vendroux brosti. Fjölskylda hennar hafði alltaf sérstakt lag á að fá vilja sfnum framgengt, alveg frá þvf að forfaðir þeirra, Jacob van Droog, kom til Calais frá Hollandi, fyrir tveim öldum síðan, og hafði grundvallað arðbært fyrirtæki, sem seldi hollenska vindla. Afkomendur van Droogs voru ekki allir ánægðir með að stunda verzlunarstörf; einn þeirra barðist með Lafayette í frelsisstrfði Amerfkumanna, annar barðist með Simon Bolivar f Vene- zuela. En alltaf sneru þeir heim til Calais, þar sem fjölskylda þeirra var með þeim efnamestu. Þegar einkasala á tóbaki var lögleidd í Frakklandi sneru þeir sér strax að öðru — fram- leiddu og seldu kex. Og þegar Frakkland kallaði, voru börn Jacobs van Droog reiðubúin. Árið 1918 fékk Vendroux fjölskyldan heiðursmerki, stríðskrossinn, fyrir framúrskarandi herþjónustu. Nú var það hjartans mál Madame Vendroux, að koma Yvonne dóttur sinni í hamingju- samt hjónaband — og Charles de Gaulle virtist hæfa henni prýðilega. Næsta laugardag voru bæði Yvonne og Charles á dansleik f París, og madame Vendroux virti þau fyrir sér. Yvonne hafði verið áhyggjufull og sagt við móður sína: — Mamma, hann er svo stór! Eg er viss um að honum finnst ég of Iftil fyrir hann. En síðar um kvöldið, leiddi Charles hina Ijómandi Yvonne til Madame Verdoux. 10 VIKAN «•tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.