Vikan


Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 15

Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 15
LulU 19 the Munkees Lulu hin slcozka kom fram á hljómleikum þeim, sem stofnað var til vegna komu The Monkees til Bretlands nú fyrir skemmstu. Hún fékk þannig hið ákjósanleg- asta tækifæri til að kynn- ast þessum heiðursmönnum, og hún hefur lýst þeim á eftirfarandi veg: Micky Dolenz virðistsann- arlega vera með lausa skrúfu! Ilann er alltaf á iði og þreytist aldrei á leik- araskapnum. Úthaldið er með ólíkindum! Mike Nesmith er fremur hlédrægur en mjög við- kunnanlegur. Það er sagt, að hann sé hinn harðsoðn- asti þeirra félaga og geti á stundum verið leiðinda- kjói. Ég hef aldrci orðið vör við, að hann ætti það til. Peter Tork er mjög opin- skár og vingjarnlegur. Ilann blandar geði við fólk, þeg- ar ekki má ónáða hina. Davy Jones leggur sig í lima við að vera vingjarn- legur. Ilonum er mjög annt um að öðrum líki vel við sig. Við nánari kynni virð- ist hann þó ekki alveg sátt- ur við tilveruna. Já, þeir eru allir indælir félagar. Sjónvarpsþættir The Monkees eru nú sýndir um heim allan og njóta hvarvetna mikilla vinsælda hjá smá- iolkinu. Uppátæki piltanna eru hin broslegustu oft og tíðum, og hér er mynd af þeim í þætti, sem nefnist „Brjáluðu vísindamennirnir“. Eins og kunnugt er voru piltarnir valdir til að leika í hljómsveitinni úr mikl- um fjölda umsækjenda. Bob Rafaelsson, sem er einn af umboðsmönnum The Monkees, skýrir hér frá því, þegar umsækjendur komu til viðræðna við forráðamenn sjónvarpsfyrirtækisins. — Markmið viðræðnanna var að finna fjóra sérstæða ein- staklinga. Ég sagði ekki: „Ég vil fá Texasbúa, Breta, einn drumbslegan og einn, sem er „klár í perunni“. Satt að segja sóttu tveir úr hópnum aldrei um — Peter og Davy. Rúmlega 400 umsóknir bárust. Við höfðum skrifstofu lijá Columbia kvikmyndafélaginu, og dyraverðirnir sendu piltana inn til okkar hvern á fætur öðrum. Einn náungi kom inn með stóran poka — en það kom í ljós, að hann var aðeins að koma með þvott í húsið! Svo kom líka einn, sem heitir Steve Syles. Ilann var orðinn hálf sköllóttur — og þar á ofan var hann næstum því tannlaus. Samkvæmt lauslegum útreikningum okkar hefði það kostað um 500 dali að bæta úr þessu, og þar með var pilturinn sá stimplaður óhæfur. En hann stakk upp á því, að við settum okkur í samband við Peter Thorkelson, sem átti að vera á lausum kili í smábæ nokkrum um 100 míl- ur frá Los Angeles. Eftir talsverða erfiðleika tókst okkur að liafa uppi á honum, og hann kom um síðir til skrifstofu okkar, að vísu mörgum dögum of seint, en hann sagðist hafa þurft að safna sér fyrir fargjaldi með strætisvagninum. Við fyrstu kynni fannst mér Peter með skemmtilegri mönnum, sem ég hafði liitt um dag- ana. Hann minnir mig dálítið á Harpo Marx. Honum er mjög annt um velgengni The Monkees. Hann hefur áhyggjur af því, hvort hann hafi átt allt þetta skilið! Hann og Mike Nes- mith eru fyrst og fremst hljóðfæraleikarar öðru fremur. Mike er mun öruggari með sjálfan sig en Peter — augljós- lega Texasbúi. Hann var með þessa grænu húfu á kollinum, þegar hann kom fyrst til að rabba við okkur. Hann segist liafa sótt um vegna þess, að hann hefði ekki getað trúað að nokkur gæti verið svo mikill kálfur að setja svona auglýsingu í blööin. Mickey, sem hafði leikið með hljómsveit langa hríð, var far- inn að hugleiða að hætta öllu slíku og setjast á skólabekk til að nema verkfræði, þegar hann sá auglýsinguna. Honum var ráðlagt a.ð sinna lienni ekki, en hann gerði það nú samt. Hann þykir hafa mesta leikliæfileika þeirra félaga. Davy er ólíkur þeim Pétri og Mikka að þvf leyti, að liann er alltaf rólegur hvað sem á gengur. Hann er mjög indæll piltur. Hann átti þegar fyrir samning við Screen Gems, sem framleiða sjón- varpsþættina, og mér kom sízt til liugar að hann mundi verða einn í þessum hóp, sem nú hefur öðlazt slíkar vinsældir, að jafnað er við The Beatles. Við höfum áður sagt frá Davy Jones, en hann er sá þeirra félaga, sem mestrar hylli nýtur. Davy er aðeins 1.57 senti- metrar á hæð og 54 kíló að þyngd. Hann hefur nú búið í Bandaríkjunum í fimm ár, en hann kemur oft heim til Man- chester til að heimsækja föð- ur sinn og systur. Móðir hans lézt fyrir sjö árum. Davy heitir fullu nafni David d Thomas Jones. Hann er aðal- 5 söngvari hljómsveitarinnar, en eftirlætishljómsveit hans eru Bítlarnir. Peter Peter Tork er hinn fjölhæf- asti af liðsmönnum The Mon- kees. Hann hóf sinn tónlistar- feril í Greenwich Village í New York. Þar er fjöldinn allur af öldurhúsum, og þar láta þjóðlagasöngvarar og vælukjóar af ýmsu tagi í sér heyra en bera aðeins úr být- um ánægjuna, Peter gerðist undirleikari hjá söngflokki, „The Phoenix Singers“. Þessa iðju stundaði hann, þar til hann fluttist til Los Angeles og hlaut náð fyrir augum þeirra, sem stilltu hljómsveit- inni The Monkees upp. Pét- ur fæddist í Washington D.C. 13. febrúar 1944. Faðir hans lieitir Hallsteinn Þorkelsson og mun vera af norskum ættum. IVIicKy IVIÍK© Mike Nesmith var 19 ára, Micky Dolenz er trommuleik-y þegar hann komst upp á lag ari hljómsveitarinnar ogy með að spila á gitar. Hann ' iVtlÉLí . syngur einnig, ef svo ber samdi lögin sjalfur og song undir. Hann stundaði nám og lck eltir e r við verzlunarskóla í Los An- stundaði menntaskólanám, og geles en hætti því i miðjum þar h.vrjaði hann að syngja klíðum og tók að spila með í.vrir skólasystkini sm, eink- ffK hljómsveitinni „The Missing um kúrekalög. Links". Meðan hann lék með Að loknu skólanámi helt : s-Si hljómsveitinni kom hann tíð- hann til I.os Angeles og stofn- j um fram í sjónvarpsþáttum, aði eigin hljómsveit, sem síð- |||p^| og má nefna þætti eins og an var á flakki um Kaliforn- „Peyton Place (Sámsbær) og íu. Siðar gerðist hann þjóð- „Mr. Novak“. lagasöngvari og söng þá og Micky fæddist í Los Angel- lék eigin verk. Mike Nesmith es 8. marz 1945. Faðir hans, fæddist í Dallas í Texas 30. sem nú er látinn, var leikari, desember 11)43. Hann býr nú George Dolenz að nafni. í Hollywood, eius og raunar sve!tinn1lagar ‘ WjÓm' IIHSMHRRI 41. tbi. vnCAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.