Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 7
PÖSTURINN_____
bænum, væri ég mjög líklega bú-
in að limlesta einhvern ágætis
borgara með því að aka fram úr
bíl sem numið hefur staðar við
zebra-braut. En ekki er nú víst
að allir hafi eins gott „zebra-
minni“ og ég.
Á þessu gæti lögreglan hæg-
lega ráðið bót: Fyrir 7 árum síð-
an var ég úti í Englandi. Þar
voru svona zebra-brautir, sem
varla voru komnar hér þá, en
þær voru líka vel merktar. Sitt
hvorum megin götunnar viS
gangbrautirnar voru 1—2 mtr.
háir steinstólpar en ofan á þeim
voru nk. „ljóskúlur". Þessar
ljóskúlur blikkuðu með ca. 2ja
mínútna millibili í svo sem Vi
—1 mínútu í senn.
Þetta var mjög áberandi og
sást úr talsverðri fjarlægð. Þeg-
ar ökumenn sáu ljósin blikka,
hægðu þeir strax ferðina og
námu staðar ef einhver þurfti að
fara yfir götuna. Hins vegar gat
verið stórhætlulegt að fara yfir
götuna ef ljósin blikkuðu ekki.
Heldur þú nú t. d., Póstur minn
góður, að það gæti ekki verið
búið að setja upp svona ljós-
merki hérna heima ef lögreglan
eða þeir sem hlut eiga að máli
hefðu haft eilthvað vit í kollin-
um?
Svo við minnumst nú svolítið
á hlut hins gangandi vegfaranda
í þessu máli: — Það muna víst
flestir eftir slysinu sem varð fyr-
ir stuttu á Laugaveginum á móts
við húsið nr. 176 Það er tvöföld
akrein á götunni. Maður einn
þarf að fara yfir götuna. Bif-
reiðin á þeirri akrein, sem nær
er manninum, nemur staðar til
að hleypa honum yfir. Þá virð-
ist maðurinn hafa haldið að það
væru alveg hættulaust að hlaupa
yfir alla götuna. Það er eins og
hann hafi haldið, að gatan væri
ekki breiðari en bíllinn, sem
stanzaði fyrir honum.
Ef hann hefði nú haft vit á að
ganga aðeins út á miðja götuna
og athuga hvort nokkur annar
bíll væri að koma eftir hinni
akreininni, þá hefði þetta slys
aldrei komið fyrir.
Jæja, Póstur góður.
Ég vona að þú skiljir nú að
sennilega hefði ekkert þessara
„gangbrautarslysa“ átt sér stað,
ef, 1) þeir, sem stuðla eiga að
auknu öryggi í umferðinni hefðu
verið búnir „að byrgja brunninn
áður en barnið var ofan í hann
dottið", og 2) ef gangandi veg-
farendur hefðu sýnt meiri var-
kárni en þeir gerðu.
Ökumaður.
Við þökkum þetta ágæta bréf um
gangbrautimar og hin tíðu slys
við þau. Gaman væri ef fleiri
legðu eitthvað til málanna í
þessu efni.
FÍEB.
Kæra Vika!
Ég hef verið að lesa í blöðun-
um að undanförnu um hin tíðu
slys í umferðinni, þegar ekið er
á gangandi fólk í fullum rétti á
sebra-brautunum. Flestir þeir,
sem eiga sameiginlegra hags-
muna að gæta, stofna með sér
einhvers konar félag nú á dög-
um. Þannig er til FÍB eða Félag
íslenzkra bifreiðaeigenda. Þetta
er fyrirmyndarfélag og stendur
dyggilega vörð um hagsmuni bíl-
eigenda. Er því ekki mál til kom-
ið, að stofnað verði félag þeirra
sem ekki eiga bíl — þeirra sem
verða að ganga á sebra-brautun-
um og láta keyra yfir sig eins
og hunda? Félagið gæti heitið
FÍEB, Félag íslenzkra ekki-bíl-
eigenda. Ég er ekki að gera grín,
heldur tala í fullri alvöru. Hvern-
ig lízt þér á hugmyndina?
Einn stoltur og
metnaðargjarn.
Þú skalt boða til almenns borg-
arfundar þegar í stað og stofna
þetta félag. Þar sem þú ert bæði
stoltur og metnaðargjam, þá er
vel líklegt að þú verðir kosinn
formaður félagsins. Og kannski
færðu orðu, þegar þú ert orðinn
sextugur. Þá verða sennilega allir
orðnir bíleigendur, og krökkun-
um mun finnast það kyndugt, að
þú skyldir hafa barizt fyrir hags-
munum gangandi fólks.
FÆÐINGADEILD
X EC
KÝS
Ballerup
HRÆRIVEL
Hún hjálpar mér við að
HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA
SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA
MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA
Ballerup
4
4®
stærðir
HAND-
hrærivél
Fæst með
standi og skál.
Mörg aukatæki
hfcFALLEGAR
kVANDAÐAR
|*FJÖLHÆFAR
0,
BaUina
r NÝ k<
' AF HJ kNÝ BRAGI R Æ K 1 V í AFBRAI ÐS 1 ■L 3ÐS j
L TÆKNI J
STÓR-hraerivél
650 W. Fyrir
mötuneyti, skip
og stór heimili.
íi: ÁBYRGÐ
:j:j OG TRAUST
jij; VIÐGERÐAR"
jjjj ÞJÓNUSTA
* Elektrónisk hraðastilling * Sama afl ó öllum hröð-
um * Sjálfvirkur timarofi * Stálskál * Hulin raf-
magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400
W mótor * Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra
aukatoekja * Tvöfalt hringdrif.
SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK.
Sendið undirrit. mynd af Ballcrup hrærivél
með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála
NAFN ........................................................
HEIMILI ....................................................
TIL FÖnÍX S.f. póstliólf 1421, Reykjavík
41. tw. VIKAN 7