Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 16
HNEWFVU: AF KRAFTAVERKUM 2. HLUTI EFTIR MARIAN NAISMITH — Þessi litli pjakkur er full- fær um að sjá um sig sjálfur, en ef þú heldur að þú getir komizt eitthvað með góðu, þá skaltu gera það. — Ég ætla mér fyrst að reyna sagði Adrienne róleg. Og þegar Martha var farin, velti hún því fyrir sér hvernig henni hefði dott- ið þetta í hug. Hún hafði aldrei verið neitt sérlega fyrir börn. Hún hafði verið önnum kafin að tryggja sína framgöngu, og það gerði ekki betur en hún myndi eftir afmælisdögum barna vina sinna, við og við. Með undantekningu af guðdótt- ur sinni, Patriciu, yngsta barn beztu vinkonu hennar, Julie Hamilton, hafði hún sjaldan haft minnsta áhuga fyrir börn- um. Hún velti fyrir sér, hvern- ig á því gæti staðið að lítill, hálfuppdreginn strákur skyldi nú hafa megnað að vekja hing- að til sofandi móðurþel hennar Skrýtið ... hún hafði ekki vitað að hún byggi yfir slíku ... Hún átti í erfiðleikum með Samuel Crustworthy, að því er varðaði aðdáun Jamies á Drum- beat-garðinum, en það var ekkert í samanburði við þá móðgun, að hún skyldi fara fram á að hann sóaði nokkru af sínum dýrmæta tíma til að búa til búr handa naggrís. Adrienne hafði mikla reynzlu í listinni að tala menn á sitt mál, en hún þurfti að beita öllum sínum þokka og diplomatiskum hæfileikum til að fá hann til að svara, nauðug- an viljugan: — Úr því að yður er svona áfram um þessa vitleysu, skal ég sjá hvað ég get gert, þegar ég er búin með grænmetisgarðinn. Og Crusworthy til heiðurs varð hún að viðurkenna, að þegar hann síðar um daginn sýndi henni handarverk sitt, var erf- iðið honum til sóma. Adrienne varð himinlifandi og bar búrið inn í bókasafnið, þar sem hún ætlaði að bíða eftir „gesti“ sín- um. Gamla Borgundarhólms- klukkan frammi í forsalnum hafði slegið fjögur og líka hálf fimm, áður en hún veitti því athygli, að horft var á hana. — Halló! Hún brosti. — Ég hélt, að þú ætlaðir að svíkja mig. — Ég hef haft mikið að gera. Sem betur fer var Jamie með hrágúmmísóla á skónum sínum, þannig að það komu engin spor í gluggakistuna, þegar hann klöngraðist inn í bókasafnið. Lítið höfuð með strítt, gul- brúnt hár stóð upp úr V-háls- málinu á peysunni hans og horfði á Adrienne stórum aug- um, blöndnum ótta og forvitni. — Komdu og sjáðu hið nýja heimili Cuthberts. Jamie trúði Adrienne fyrir Cuthbert og féll á kné. — Nei, en fínt hrópaði hann himinlif- andi og strauk hendinni varlega yfir sléttan viðinn. — Það er gott að þú skulir vera ánægður. — Þetta er ægilega fínt. Augu Jamies skinu af þakklæti. — Mig hafði ekki dreymt um neitt svona fínt. Þarna hefur hann mikið pláss. Hann leit í gegnum netdyrnar. — Tvö her- bergi. Hann bæði svefnherbergi og stofu, alveg eins og við. Bjóst þú þetta til? — Nei — Crustworthy vinur þinn bjó það til. Augu Jamies urðu kringlótt af vantrú. — Nei, hann myndi ekki búa til svona handa mér. — Hann var svolítið á móti því til að byrja með, en hann er góður í sér. Hún sýndi honum, hvernig hægt var að opna dyrn- ar með einum fingri, hvorum megin sem ýtt var á. — Svakalega hefur hann gert þetta vel. Alveg ægilega vel. Jamie settist á hækjur sér. — Að hugsa sér að Crusty skyldi gera hús handa Cuthbert. Hann virti Adrienne fyrir sér með ó- blandinni virðingu. — Þú hlýtur að vera ógurlega flink að tala við fólk. Er hann skotinn í þér. — Langt í frá. Ef maður er bara almennilegur við fólk, þá uppgötvar maður fljótlega að það vill gjarnan vera almenni- legt við mann líka. Hún settist og rétti Cuthbert aftur til eig- anda síns. — Þetta er tæki- færi handa þér til að gá, hvort það er ekki satt. Þú getur sýnt þakklæti þitt með því að kalla herra Crustworthy fullu nafni og hætta að ergja hann með því að hlaupa yfir beðin í garðinum hans, í hvert skipti sem þú ætl- ar niður í garðhúsið. —■ Það er miklu fljótlegra að fara þar yfir, og þar að auki er það ekki hans garður. Það er þinn garður. — Og ég er sammála herra Crustworthy. Ég hef ekkert á móti því, að þú leikir þér í garðinum; þú mátt gjarnan klifra í trjánum, ef þig langar til, ef þú eyðileggur ekkert. Ég ætla ekki að halda neina préd- ikun yfir þér, en þú verður að vera skynsamur. Hvað mynd- irðu segja, ef ég kæmi óleyf- lega inn í þinn garð og tramp- aði í grænmetisgarðinum og bryti glerið í vermireitunum? — Við höfum ekki svoleiðis í okkar garði — bara gras. Frú Gaston kaupir allt grænmeti, sem við þurfum, hjá kaupmann- inum. Adrienne flaug í hug að hún væri ekki vel heima í barnasál- arfræði. En Jamie hélt ótrufl- aður áfram. — Ég er ekkert hrifin af henni, en ég held að hún sé skotin í pabba ... en hún get- ur samt ekki gifzt honum eða neitt svoleiðis, af því að hún er gift herra Gaston, en hún horfir svo skotin á hann stundum og er alltaf sammála honum, og þá verður hann ægilega reiður. En hún býr til góðan mat. Hún bak- ar eplatertu á hverjum föstu- degi og engiferköku á miðviku- við ís. Meira að segja á veturna. Pabbi verður að laga matinn um helgar, hann þolir það ekki. Það er kerlingarstarf að búa til mat, segir hann. — Það þarf ekki að vera það. Adrienne hellti kaffi í bolla og bauð honum af súkkulaði- kökunni. Hönd skauzt fram, stanzaði við fatið og hvarf tóm til baka. — Þú vilt kannske, að ég þvoi hendurnar fyrst? — Það er venjulegast. Adri- enne brosti við piltinum. — Og hvað þig snertir, er það hrein- lætisleg nauðsyn, en ef þér er sama, getum við sleppt því núna. Kaka hvarf af fatinu og djúpt andvarp heyrðist á bak við hana. — Þú talar alveg eins og pabbi. Hann notar oft svona stór og fín orð, en ég skil næstum því alltaf hvað hann á við. Má ég koma aftur? — Meinarðu hingað í húsið að heimsækja mig? Hann kinkaði þögull kolli. — Já, ef þig langar til. Adri- enne hrærði í kaffinu og mætti ráði hans með vingjarnlegum svip. — Nú verðurðu að segja mér frá Cuthbert. Hvað er hann gamall, og hvað heldurðu að hann langi að borða? — Það er allt í lagi með svo- litla súkkulaðiköku. Hann er ekki vanur að borða mikið. Við förum ekki oft 1 heimsóknir. Ef hann borðar ekki allt, get ég borðað afganginn .... og þá verður ekkert ónýtt. Jamie ýtti svolítilli kökumylsnu gegnum netið og sagði eitthvað við dýr- ið. — Hann er tveggja ára og næst eftir Ginger er hann bezti vinur minn. Ég er sjö ára, bætti hann við. Hann lét augun hvarfla um veggina, sem voru þaktir af bókum frá gólfi til lofts. — Ertu búin að lesa allar þessar bækur? Framhald á bls. 52. 16 VTKAN «■ tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.