Vikan


Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 39

Vikan - 12.10.1967, Qupperneq 39
Það fyrsta sem Yvonne frétti, þegar hún steig á land, var að Charles væri kominn til Englands Sú frétt blasti við henni á forsíðum allra blaðanna: „De Gaulle fyrirliði frjálsra Frakka." Eftir fleiri stunda angist tókst Yvonne loks að hafa upp á síma- númeri mannsins síns í London. begar hann heyrði rödd hennar, sagði de Gaulle ofur rólega: — Ó, þú ert þá loksins komin. Það er gott, vina mín, náðu í næstu lest til London. Ég bíð bín á Padding- ton stöðinni. Eftir töluverðan flæking, fékk de Gaulle fjölskyldan fastan bústað, í litlu húsi ( Berkhamstead. Þanqað kom hershöfðinginn til að vera með fjölskyldu sinni um helgar, ef starf hans leyfði það. Philippe var einhversstaðar á Norðursjónum, í herþjónustu á einu af skipum Frjálsra Frakka. Elísa- beth var í klausturskóla ( Shrops- hire. Yvonna og Marguerite, hin trygga kennslukona, skiptu með sér húsverkunum. Yvonne söng ekki lengur, en hún var farin að sitja langstundum við píanóið. Charles, sem nú var hlaðinn á- hyggjum á ný, þurfti sennilega að berjast við bandamenn sína, ekki síður en við óvinina, þoldi ekki hljómlist konu sinnar: — Hættu þessu, Yvonne, öskraði hann, — ég þoli þetta ekki! Þegar Bandamenn lentu í Norður- Afríku, árið 1942, fluttust de Gaulle hjónin til Algier. Þar kast- aði Yvonne sér út ( velgerðarstarf- semi, reyndi að hjálpa frönskum fjölskyldum sem voru í útlegð, og að sinna nauðstöddum börnum, bæði frönskum og innfæddum. Þegar hitinn varð óbærilegur, fluttist fjölskyldan til Kabyliafjall- anna og dvaldist þar í nokkrar vik- ur, í skógarvarðarkofa. Svo kom sumarið 1944, og Frakkland varð frjálst. Nú gat fjöl- skyldan loksins farið að hugsa um að lifa í friði á La Boisserie. En það átti nú ekki að verða þannig. Charles var ekki búinn að Ijúka skyldum slnum, og það liðu tvö löng og erfið ár, þangað til Yvonne gat hreiðrað um sig ( skóg- inum sínum, og notið ilmsins úr garðinum sínum, sem alltaf var fullur af blómstrandi baunagrasi. Svo var það í byrjun ársins 1946 að Charles fannst hann vera búinn að fá nóg af þessum furðufiskum, sem flutu upp á yfirborðið, eftir að Frakkland varð frjálst, eins og froða á sultupotti, og reyndu að hrifsa til sín völd. Hann sagði upp starfi sfnu. Sumarið 1946, var yndislegasta sumar sem komið hafði ( Colombey í mörg ár. Baunablómin, sem plant- að hafði verið út um vorið, voru bæði fögur og angandi. Ilmur þeirra blandaðist saman við þægilega lykt af nýþvegnum þvotti og angan úr sultupottum Yvonne. Það var nóg að gera í húsinu, sem hafði verið umhirðulaust, meðan á stríðinu stóð. Yvonne tók sannarlega til hönd- unum, og hún var mjög hamingju- söm, hún var loksins komin heim. Colombeybúar muna eftir því, þegar skömmtunin var sem verst, á eftirstríðsárunum, að Madame de Gaulle ók í gamla bílnum sínum niður í þorpið, og stillti sér upp ( biðraðir við búðirnar, eins og hitt fólkið. Colombeybúar muna líka eftir brosandi andliti hennar og einföldu svörtu kápunni, sem hún var alltaf í. Og þorpsbúar muna l(ka þegar hún var að heimsækja Maríu, gömlu konuna með barnssálina, sem al- drei hafði þroskast, og færði henni gjafir; poka með skömmtunar sæl- gæti, eða hundrað franka seðil, eða einfaldlega vönd af baunablómum. — María er vinkona m(n, var Yvonne vön að segja. — Hjarta hennar er hreinna en hjörtu okk- ar.. . . „La Boisserie" endurómaði ekki lengur glaðværar raddir barnanna. Philippe var kyrr ( sjóhernum, á- kveðinn ( að vinna frama á þeirri braut; Elisabeth útskrifaðist frá Ox- ford, og var nýgift de Boissieu, höfuðsmanni. Það var aðeins Anna eftir, Anna, sem gladdi gömlu Maríu svo mikið. En l(f Önnu var að fjara út. Svo var það dag nokkurn, árið 1948, að óvenjuleg kyrrð hvíldi yfir La Boisserie. Gluggatjöldin voru dregin fyrir, vindutjöldin niður — Anna de Gaulle var látin, eftir 20 ára þjáningar. Hún var grafin í litla kirkjugarð- inum ( Colombey. Næstum því allir þorpsbúar fylgdu henni til hinzta hvílustaðarins. Eftir jarðarförina tóku de Gaulle hjónin strax upp daglegar venjur á Le Boisserie. Eftir messu á sunnu- dögum stóðu Yvonne og Charles hljóð við gröf dóttur sinnar í nokkr- ar mínútur. Á gröfinni er einfaldur. hvítur kross, og á hann er letrað: „Anna de Gaulle, 1928—1948". Svo lifnaði aftur yfir gamla hús- inu. Nú voru það raddir barna- barnanna, sem hljómuðu undir sterkum röftum La Boisserie. Dag- ar og ár liðu, og sorgin snerist ( gleði, einu sinni ennþá. Yvonne var ánægð; hún hafði heimili sitt og fjölskyldu, baunablómin og sult- una sína. Þá kom hið hræðilega vor, árið 1958. Uppreisn í Alslr, samsæri á Korsiku og Frakkland sjálf á barmi borgarstyrjaldar. Einu sinni ennþá þurfti Frakk- land á leiðtoga að hald, og einu sinni ennþá sneru Frakkar sér til mannsins, sem hélt uppi baráttu- kjarki þeirra á árunum 1939—45, en sem svo var afneitað af sama fólkinu, sem hann barðist fyrir. Og það var óhjákvæmilegt, Char- les de Gaulle svaraði kalli föður- landsins. Kvöldið 18. ma(, rann svartur breiðbíll út um hliðið á La Boisserie, og ók á geysihraða í áttina til Par- ísar. Einu sinni ennþá hafði Yvonne de Gaulle ekki haft tíma til að setja niður í töskur sínar. FORSETAFRÚIN. Yvonne de Gaulle ákvað strax ! upphafi, að hin nýja staða henn- ar, sem eiginkona forsetans, skyldi ekki trufla fjölskyldulíf hennar, sem hún mat svo mikils. Hún renndi rannsóknaraugum yf- ir Elysee höllina, þetta stóra 18. aldar fyrirbrigði, á horninu á Fau- bourg Saint-Honoré og Avenue de Marigny, hinn opinbera aðseturs- stað forseta Frakklands. Hún var ekkert sérstaklega hrifin. Hún hugsaði með sér, að það væri hægt að gera þetta þægilegra og heimilislegra. Það fyrsta sem hún gerði, var að losa sig við hin gömlu Lúðvíks XIV. húsgögn, og fá sér þægilegri húsgögn, sem voru meira í tízku þá. Daginn sem maður hennar tók formlega við forsetaembættinu í Bourbon höllinni, mundi Yvonne allt í einu eftir því að hún hafði lofað Elísabeth, dóttur sinni að drekka te hjá henni. Hún læddist, án þess að nokkur yrði hennar var, út um bakdyrnar, náði í strætisvagn, og komst þannig til dóftur sinnar. Hún hefur alltaf verið með manni sínum á ferðum hans erlendis, að undanteknum einu eða tveim skipt- um, þegar hann hefur aftekið það, vegna þess að það voru hættuleg- ar ferðir. Það var einu sinni, árið 1959, þá kom einn af þjónunum að henni, þar sem hún var ( rólegheit- um að þvo skyrtur manns s(ns, f baðherberginu í sumarhöllinni ( Al- s(r. Napoleon sagði einu sinni: „þeir sem fara snemma á fætur, eiga allan heiminn". Bæði Charles og Yvonne virðast fylgja þessari reglu, því að þau fara alltaf á fætur um sjöleytið á morgnanna. Klukkan nákvæmlega 8.15, ekki einni mínútu fyrr eða síðar, setjast þau að morgunverðarborðinu. Morg- unverðurinn er ósköp einfaldur, brauðsnúðar með smjöri, og kaffi. Það er sérstaklega Charles, sem ber mikla virðingu fyrir stundvtsi, og það hefur hann alltaf gert, vasaúrið hans stöðvaði byssukúlu, og bjargaði þannig l(fi hans, árið 1916. Klukkan 9 er Charles kominn á skrifstofu s(na, og þá byrjar dag- urinn raunverulega fyrir Yvonne. Fyrst af öllu kemur hún boðum sín- um til yfirmatsveinsins, Monsieur Tribier. Svo ræðir hún við Monsieur Chabroux, sem er yfirmaður alls þjónustufólksins. Það eru mjög fáir af starfsfólkinu í Elysee, sem hafa séð Madame de Gaulle. Hún vill hafa það þannig. Til þess að komast hjá því að Hitastillitæki fyrir hitaveitu. Mótorloki. Góð stiórn á hitakerfi yðar er skilyrði fyrir vellíðan fjöl- skyldunna Sjáifvirk hitastillitæki eru ómet- anleg þægindi, sparar hitakostn- að og borgar stofnkostnað á stuttum tíma. VIÐ 'OÐINSTORG simi 10322 «•tbl VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.