Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 11
Eftlr Robert Jaoksen Charles de Gaull® er án efa einn umdeiltíasli maður 20. aldarinnar. ð skugganum, hlinduð af mikilleik hans, stend- ur hin iiila, gráeygða kona, sem í nær hálfa öld hefur veriö driffjöö- rin I ferö hans iil frama - Yvonne, kona hans... — Mamma, sagði hún, og tók andköf, — höfuðsmaðurinn hefir beðið mín, og ég hefi samþykkt! Augu hennar geisluðu, þegar hún hvíslaði að móður sinni: — Þarna sérðu, honum fannst ég ekkert of lítill Þau voru gefin í hjónaband, ón allrar viðhafnar i april, árið 1921. Það voru aðeins nónustu vinir og ættingjar, sem voru vitnl að hamingju hins hávaxna höfuðsmanns og hinnar tvitugu brúðar hans. Það var mikið um glaðværð í Frakklandi á árunum kringum 1920. Frakkarnir reyndu af alefli að gleyma ógnum styrjaldarinnar, og fóru seint í rúmið, sökktu sér niður í skemmtanir, lifðu ( þoku tónlistar og annarra lista. Frakkland þurfti ekkert á föðurlandsvinum að halda — föður- landsvinirnir höfðu leitt syni Frakklands til slátrunar á aurugum vfg- völlum í Flandern og við Verdun. Og de Gaulle f|ölskyldan voru föðurlandsvinir .... Ungu hjónin börðust í bökkum. Laun höfuðsmannsins voru ekki mikil, og það hvarflaði ekki að Charles að biðja um peninga frá fjölskyldu konu sinnar, þrátt fyrir það að þeir hefðu fúslega verið látnir í té. Þau bjuggu í lítilli íbúð við Boulevard Saint-Germain í París. Dag- inn út og daginn inn, sat Yvonne við gluggann, prjónaði og söng, meðan hún beið eftir manni sínum. Á kvöldin, þegar Ijósadýrðin l|ómaði á Montparnasse, kom Charies heim frá vinnu sinni á skrifstofu hermálaráðuneytisins. Áhyggjurnar höfðu gert hann frekar geðstirðan. Það var ekkert óven|ulegt að heyra hann öskra til konu sinnar, og skipa henni að hætta þessu söngli, það fór ( taugarnar á honum. Það var betra að yfirgefa Frakkland, heldur en að búa lengur við þessa vesælu, vonlausu tilveru. De Gaulle fékk sig fluttan, til setu- liðsins ( Rínarlöndum og svo til Libanon. Yvonne fór með honum, og á meðan á þessari útlegð þeirra stóð, fæddust þr|ú börn þeirra; sonurinn Philippe og tvær dætur, Elisabeth og Anna. Þegar yngsta barnið, Anna, fæddist, kom fljótlega í Ijós sú sorg- lega staðreynd að hún var ólæknandi sjúklingur; hún yrði aldrei fær um að Iifa heilbrigðu og ven|ulegu lífi. Framhald á bls. 38. 41. tbi. VIICAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.