Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 28

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 28
Þetta vissu margir; sumir viðurkenna það, þótt aðrir neiti því nú. Loks í'óru allir. Likið lá á dánarbeðnum og samkvæmt venjunni átti það að liggja þar margar klukkustundir í við- bót. Búlganín og Mikojan urðu eftir. Ég sat á sófa við liinn vegginn. Læknarnir fóru heim og slökkt var á helmingnum af Ijósunum. Gömul lijúkrunarkona, sem ég hafði séð sýsla á sjúkrahúsinu i Kreml árum saman var að taka liljóðlega til á stóra borðinu, sem stóð á miðju gólfi. Þetta var herbergið, þar sem allir átu, og hinn fámenni hópur Politburo hélt venjulega fundi sina. Málefni rikisins höfðu verið rædd og ráðin við þetta borð yfir málsverðum. Að koma lil „að borða“ lijá pabba þýddi alltaf að ráða fram úr einhverju. Með veggjunum voru sófar og stólar og í liorn- inu eldstæði. Pabbi vildi alltaf liafa eld logandi á veturna. í öðru liorni var plötuspilari. Pabbi átti gott safn af rúss- neskum, og georgískum og úkrainskum þjóðlögum og viður- kenndi ekki aðra lónlist. Hann Jiafði dvalið megnið af síð- ustu árum sínum, nærri 20, i þessu lierbergi. Þjónustufóllv og lífverðir pabba komu til að kveðja. Þau gengu liljóð að rúminu og grétu. Þau þurrliuðu tárin eins og Jjörn gera, með liöndunum og ermunum og vasaldútum. Hjúkrunarkonan, sem einnig grét, gaf þeim valeriandropa. Ég horfði bara á, dofin, sat eða stóð, augun gersamlega j)urr. Valentína Istómína, eða „Valetsjlra11, eins og liún var kölluð, sem hafði verið ráðslcona pabba i 18 ár, kom inn til að kveðja. Hún féll jmnglega á kné, lagði höfuðið á bringu pabba og skældi fullum hálsi eins og konurnar i j)orpunum gera. Hún hélt lengi áfram og enginn reyndi að hugga hana. Allt þetta þjónustufólk pal)ba unni honum. 1 smáatriðum var ekki örðugt að gera honum til hæfis. Hann var kurteis, hæverskur og hreinn og beinn við þá, sem þjónuðu honum. Hann ávitaði aldrei nema þá stóru, hershöfðingjana og for- ingjana í lífverðinum. Þjónustufólkið þurfti hvorki að kvarta undan harðstjórn eða önuglyndi. Það bað hann oft hjálpar og engum var neitað. Síðustu árin höfðu Valetsjka og þau liin séð hann oftar og rneira en ég. Til dánardæg- urs verður Valetsjka sannfærð um, að betri maður hafi aldrei stigið fæti sínum hér á jörð. Seint um nóttina, eða réttara sagt nærri j)vi í dögun, var komið að sækja líkið til að fara með það í krufningu. Ég tók að nötra. Líkið var lagt á börur. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá pabba nakinn. Þetta var fallegur líkami. Hann leit ekki út fyrir að vera gamall og hann bar síður en svo merki um veikindi. Með sting eins af hnífi í hjartað skynjaði ég hvað það j)ýddi að vera „hold af holdi.“ Ég skildi, að likaminn sem hafði veitt mér lif liafði sjálfur livorki líf né dró andann lengur, samt myndi ég lialda áfram að lifa. Þú getur ekki skilið, hvað þetta þýðir, fyrr en þú hefur með eigin augum horft á foreldri þitt deyja. Þú verður að horfa á „andann yfirgefa holdið“ og skilja aðeins dauð- legar lcifar eftir. Vilundin risti yfir hjarta mitt og skildi eftir ör. Það var farið með líkið. Hvítum bíl var ekið upp að dyr- unum og allir komu út. Þeir sem stóðu á dyrapallinum eða á heimreiðinni tóku ofan. Ég skalf enn og einhver lagði yfir mig yfirliöfn þar sem ég stóð i dyrunum. Búlganin lók utan um mig. Dyrunum var skellt aftur og bíllinn hélt af stað. Ég fól andlitið við bringu Búlganins og byrjaði loks að gráta. Hann grét líka og strauk mér um hárið. Ég fór út í álmu j)jónustufólksins, sem var tengd húsinu með löngum gangi, sem var notaður til að bera matinn frá eldhúsinu eftir. Allir, sem eftir voru, hjúkrunarkonurnar, lífverðirnir og j)jónustufólkið, liöfðu safnazt þar saman. Við sátum í borðstofu þjónustufólksins, stórri stofu með út- varpi og löngu borði. Einliver lét mig borða. „Þú átt langan dag framundan“, sögðu j)au. „Þú liefur ekkert sofið og átt rétt strax að fara til Súlnasalarins. Þú verður að safna kröft- um.“ Ég át eittlivað og sat um stund í djúpum stól. Klukkan var fimm að morgni. Ég fór fram i eldhúsið. Á leiðinni heyrði ég einhvern kjökra hástöfum. Hjúkrunarkonan, sem framkallað hafði hjartalínuritin í baðherberginu grét eins og hjarta hennar væri að bresta. „Hún læsti sig inni og er búin að gráta svo klukkustundum skiftir“, sagði einhver. Klukkan sex um morguninn myndi útvarpið tilkynna fréttina, sem við jækktum j)egar. En allir þurftu að heyra j)að. Það var eins og við gætum ekki trúað því öðruvísi. Loks varð klukkan sex. Rödd kom, hin hæga rödd levita, eða einhvers sem hljómaði eins og levíti, rödd tengd meiri háttar tilkynningum. Loks gerðu allir sér grein fyrir j)essu. Karlar, konur, allir tólcu að gráta á ný. Ég féll saman og grét O/g leið betur af þvi ég var eklci ein, af því allt j)etta fóllc vissi hvaða ósköp höfðu gerzt og grét með mér. Öll voru þau einlæg. Enginn gerði sér upp tryggð eða sorg. öll höfðu þau þelckzt árum saman. Öll þekktu j)au mig líka. Þau vissu, að ég var slæm dóttir og að pabbi liafði verið slæmur faðir, en að hann hafði elskað mig engu að síður eins og ég elskaði liann. Enginn i þessu herbergi leit á liann sem guð eða ofur- menni, snilling eða djöful. Þau unnu honum og virtu hann fyrir hina venjulegustu mannkosti, þá kosti, sem þjónustu- fólk er öðrum dómbærara um. II EINU staðirnir, sem ég minnist með ánægju, eru þeir sem ég átti heima á með mömmu. íbúðin, sem við liöfðum i Kreml til 1932, og Zúbalóvó, datsja okkar skammt frá Úsóvó. í báðum varð greind nærvera mömmu. Tíu ár eru liðin. Líf mitt hefur mjög lítið breyzt. Ég lifi, eins og ætíð fyrrum, í skugga pabba. Á meðan hefur heil kynslóð sproltið úr grasi, og í augum hennar hefur hvorki nafn Stalíns né margt annað, bæði gott og vont, tengt nafni hans, minnstu j)ýðingu. Ég myndi aldrei reyna að skrifa ævisögu föður míns, sem j)egar til kastanna kemur myndi verða að spanna yfir 20 ár síðustu aldar og hálfa j)cssa. Ég get aðeins dæmt 28 VIKAN «• «*•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.