Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 26
20 BRÉF HÉR í Zhúkovka merlar kvöldsólin grasið og skógana í gulli. Þessir skógar eru lítil vin milli Odintsóvó, Barvika og Romaskóvó, vin, þar sem vegir og sumarhús eru ekki lengur gerð, þar sem skógurinn hefur verið grisjaður, þar sem grasið er slegið í rjóðrun- mn og lággróðurinn klipptur burt. Fólk lcemur hingað frá Moskvu til að hvílast. Gesturinn þarf aðeins að eyða þremur til fjórum klukku- stundum í skóginum og anda að sér fjörvi hans til að hressast, styrkjast, endurfæðast, hvilast frá ölluin sínum áhyggjum. Hann leggur fölnaðan vönd af viltum blómum upp á farangurssilluna í rafmagnslestinni og snýr aftur til krökkra stræta Moskvuborgar. Lengi á eftir ráðleggur liann öllum, sem liann þekkir, að reika einn sunnudag um skógana. Fyrr eða síðar fara þeir allir eftir stígnum, fram hjá girðingunni og húsinu, sem ég bý i. Ég hef átt heima í þessum skógum og þessum hluta heimsins öll min 37 ár. Hvaða máli skiftir, þólt lif mitt og þessi hús hafi breytzt? Skógarnir eru enn þeir sömu. Þorps- búarnir vinda enn vatn sitt úr brunnum og elda mat á olíuvélum. Enn nauða kýr og gagga hænur í þorpskof- unum. Samt standa sjónvarpsloftnet upp úr gráum, hrör- legum þökunum og stúlkurnar klæðast nælonblússum og sandölum frá Ungverjalandi. Jafnvel liér er mikið breyt- ingu undirorpið, og grasið og birkiskógurinn hafa sama, sæta ilminn þegar komið er úr lestinni, og gullin harrtrén eru nákvæmlega þau sömu og sömu sveitastígarnir liggja til Petrovskoje og Znamenskoje. Þetta er lieimili mitt. Hér á ég heima — elcki í borginni eða Kreml, sem ég þoli ekki og þar sem ég dvaldi í 25 ár. Og þegar ég dey, megi ég þá verða jarðsett hér í Romaskóvó, í kirkjugarð- inum við brautarstöðina, á litlu hæðinni. Þar er víðátta, þar eru akrar og himinn. Það er snotur gömul kirkja uppi á hæðinni. Rétt er það, hún er ekki notuð lengur og er að hrynja og trén vaxa hirðulaust í garðinum í kring, en samt ljómar hún i grænu þykkninu og heldur áfram ejngu að síður að þjóna málstað eilifrar gæzku á jörðinni. Ég vil fyrir engan mun vera í borginni. Ég myndi kafna þar. Fyrir alla muni haldið ekki, að ég líti á líf mitt sem eitthvað sérstakt. Megnið af minni kynslóð hefur lifað mun innihaldsríkara lífi en ég. Þeir, sem eru fimm eða sex ár- um eldri, eru þeir beztu. Það eru þeir, sem fóru óttalausir og með ákefð beint úr skólastofunum í stríðið. Fáir kom- ust af. Þeir, sem eftir lifa, eru blómi okkar tíma. Ég hef engar dáðir drýgt; ég hef aldrei verið leikari á sviði. Allt mitt líf hefur verið bak við tjöldin. En, spyrð þú, er ckki forvitnilegt einnig þar? Það er dimmt hak við tjöldin. Maður greinir fagnaðar- læti áhorfenda, opinmyntra af ánægju, þeir fylgjast með hinu talaða orði og eru hlindaðir af marglitum Ijósunum og sviðsmyndinni. Maður getur líka séð leikarana fara með hlutverk sín sem zarar, guðir, þjónar, og svo aukahlutverk. Það er daunn af músum og limi og gömlum bekkjuin. En hve forvitnilegur staður! Þar halda sminkararnir, hvíslar- arnir og leikklæðafólkið til. E/ngir vita betur, að lífið er risavaxið leikhús þar sem langt er frá að allir hljóti þau hlutverk, sem þeim voru ætluð. Leikurinn heldur áfram, ástríður ólga, hetjur bregða bröndum, ljóðskáld lesa upp, zarar eru krýndir, kastalar á sviðinu hi*ynja og spretta upp aftur í sömu andránni, Jaroslavana gi’ætur Igor á virkis- veggnum, ljósálfar og illir andar fljúga, andi konungsins sýnir sig, Hamlet gruflar — og fólkið þegir. I r| DAG ætla ég að segja þér frá sjálfum endinum, dög- unum snernma í marz 1953, þegar ég var í liúsi föð- ur míns og sá liann liggja fyrir dauðanum. Þetta voru liræðilegir dagar. Sú kennd, að stöðug, þétt og kunnugleg jörðin dúaði undir fótum inér, vaknaði annan marz, þegar ég var kölluð úr frönskutíma í Aka- demíunni og sagt að „Malenkoff vill að þú komir til Blitsny“. Blitsny, sem þýðir nálægð, var gælunafn á datsja föður míns i Kúntsevó, rétt utan við Moskvu, til að greina það frá öðrum húsum hans. Það liafði aldrei áður gerzt, að annar en faðir minn bæði mig að koma til datsja. Ég fór með einkennilegum kvíða. Þegar við vorum komin innfyrir liliðin og Krúsjeff og Búlganín gáfu merki um að stöðva bílinn utan við liúsið, hugsaði ég því hlýtur að vera lokið. Þeir tóku um hand- leggina á mér um leið og ég steig út. Báðir flóðu í tárum. „Komum inn“, sögðu þeir. „Bería og Malenkoff segja þér allt“. Andstætt hinni venjulegu, djúpu þögn, voru allir á hávaðahlaupum. Þegar einhver loksins sagði inér, að pabhi hefði fengið slag um nóttina og væri meðvitundar- laus, létti mér jafnvel nokkuð. Ég hafði álitið hann þegar látinn. Þetta virtist hafa gerzt um nóttina. Þeir fundu liann klukkan þrjú um nóttina, í þessu herbergi, einmitt hér, liggjandi á mottu við sófann. Þeir ákváðu að bera liann irin í næsta herbergi, i sófann sem hann svaf venjulega í. Þar var liann nú. Læknarnir voru þar inni líka. „Þú mátt fara inn“, sagði einhver. Ég hlýddi í leiðslu. Hópur af fólki liafði þrengt sér inn í stóra herbergið, þar sem faðir minn lá. Læknar, sem ég þekkti ekki, voru nú hjá honum í fyrsta sinn - Y. N. Vínógradoff, sem hafði verið læknir pabha í mörg ár, var nú í fangelsi — og höfðu mikil umsvif, tóku honum blóð á hálsi og hnakka, gerðu hjartalínurit og tóku röntgen- myndir af lungunum. Hjúkrunarkona gaf honum spraut- ur og einn læknanna skrifaði þetta allt í litla kompu. Allir voru á fleygiferð til að bjarga lifi sem ekki var Iengur hægt að bjarga. Læknaakademían hélt sérstakan fund til að gera út um hvað ætti að gera frekar. Annar lækna- hópur har saman bækur sínar i næsta herbergi. Gerfi- lunga var sótt. Með því komu nokkrir ungir læknar þvi engir aðrir höfðu minnstu hugmynd um, hvemig það starfaði. Þessi klunnalegi hlutur stóð þarna iðjulaus og ungu læknamir störðu ráðvilltir í kring um sig, gersamiega yfirbugaðir. Allir læddust á tánum. Þeir fundu, að eitthvað válegt, 26 VIKAN «■ »i-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.