Vikan


Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 53

Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 53
hans. Hún ætlar bráðurn að eignast hvolpa. Ekki frú Hack- ett — Gertrude. Ég get útvegað þér hvolp ef þú vilt. Herra Hackett lætur mig áreiðanlega fá hann ódýrt . . Hugsa ég. Það kom löngun í röddina. — Ef þig langar í hund, get ég far- ið með hann út fyrir þig, næst- um á hverjum degi. Það væri ekkert óþægilegt. Adrienne hafði hugsað sér að eignast hund. Það gæti verið skemmtilegur félagsskapur af hundi á löngum gönguferðum yfir holt og hæðir, sérstaklega þegar veðrið yrði betra, en hún þorði ekki að láta sjá á sér mik- inn áhuga einmitt nú. — Er . . hm . Gertrude spaniel? Jamie fletti aftur á bak að myndinni að greifingjahundi, sem þefaði af trjástofni. — 'Hún er svolitið lík þessum, sagði hann. — En hún er með svo- lítið lengri fætur. Styttri rófu. Hún er ógurlega góður hundur, þótt hún sé svolítið skrýtin, þegar maður sér hana. Hún er með síð og lafandi eyru og krullað hár á rófunni. en hún veiddi tvo héra í síðustu viku. Ég get beðið um hvolp, bara ef þú vilt. — Þakka þér fyrir, Jamie. En ég þarf að hugsa um það. — Af hverju? Vill ekki pabbi þinn heldur lofa þér að eiga hund? — Það er ekki beinlínis þess- vegna, en ég er ekki alveg bú- in að ákveða hvort ég ætla að eiga hund eða ekki, en ef ég ákveð að fá mér hund, vil ég helzt fá bolabít, eða kannske kjölturakka. — Hvernig eru þeir? Adrienne fann mynd. Jamie gretti sig fyrirlitlega. — Uss! Svona krili! Svona hund er ekki hægt að eiga. Svona vesalingur gæti ekki einu sinni veitt mús. Ég þori að veðja, að hann yrði meira að segja hræddur við Cuthbert. — Ef ég fengi mér hund, væri það til að hafa skemmtun af honum. — Það er hægt að hafa mikla skemmtun af veiðihundi. Líka í Labrador — eða einum af þessum feitu, loðnu, sem geta borið tunnur í hálsbandinu. Þeir eru fallegir, og það er hægt að hafa mikla skemmtun af þeim. Það er ekki bara stærðin, sem skiptir máli. Svoleiðis hundur borðar heilt kíló af hráu kjöti á dag eða meira. Við skulum geyma þetta í eina viku eða svo, eða þar til ég hef hugsað mig um. Adrienne slökkti í sígarettunni og leit á klukkuna. — Veit pabbi þinn, hvar þú ert? Jamie yppti öxlum. — Hann kemur ekki heim nærri strax. Hann fer næstum altaf í krána og er þar fram á kvöld. Hann lokaði bókinni og hallaði sér fram á stólbríkina hjá Adrienne. Adrienne tók eftir því, hve peysan var orðin þunn á köfl- um, og önnur skyrtuermin hans var rifin og þar skein í storknað blóð í gegnum. Þrátt fyrir svalt veðrið var hann ekki í jakka. Hann fylgdi augnaráði hennar með hátíðlegum svip: — Ég reif skyrtuna, þegar ég var að fara niður úr eplatrénu þínu, sagði hann. Þessi einfalda skýring var hvorki ásökun til hennar sem eiganda eplatrésins eða afsökun hans sjálfs fyrir að hafa verið þar. í hans augum var þetta bara óhapp, sem hafði orðið á einum venjulegum degi og hann viðurkenndi það með þessari undarlegu, heimspekilegu ró, sem oft er áberandi hjá sjö ára gömlum strákpöttum. Á ég ekki að þvo skeinuna fyr- irir þig? — Á baðinu þínu? Er steypi- bað þar? — Já komdu upp. Ég skal setja plástur á það svo það verði ekki óhreint. Hann fylgdi henni upp í glæsi- legt baðherbergið við hliðina á svefnherbergi hennar, og andlit hans fyltist af lotningu og virð- ingu, þegar hann kom inn og sá skínandi bláar flísarnar og röð af krómuðum krönum. — Er það hér sem þú þværð þér? Adrienne kinkaði kolli og bretti upp skyrtuermina. Hún strauk varlega með svampi yfir skrámuna. — Baðarðu þig á hverjum degi? — Já, gera það ekki allir? — Jú, það gera víst allir. Hún horfði á spegilmynd hans og sá ekki betur en að hann bæri nokkrar brigður á það. Hann fiktaði með lausu hend- inni við sturtukranann. — Sprautast mikið vatn ef maður skrúfar hérna? Adrienne dró hann í hæfilega fjarlægð. — Töluvert, já. Þú mátt einhvern tíma prófa það, ef þig langar til. — Á morgun? — Ég held að við ættum að bíða, þangað til við þekkjumst betur. Adrienne lagði snyrtilega skyndiplástur á skrámuna. — Nú verður þetta gott. — Hvað verðum við að þekkj- ast vel, áður en ég má leika mér að steypibaðinu þínu? — Töluvert vel. Kannske get- urðu þá lika fengið lánaðan svampinn minn. Það er ekki hægt að sýna öllu meira vin- áttumerki. Jamie virti baðkerið hugsi fyrir sér. — Allt í lagi, sagði hann að lokum. — Þú mátt fá lánaðan svampinn minn, ef þú kemur einhvern tíma að heim- sækja okkur. Framhald ó bls. 56. Kirkjustræti «. tbi. VIKAN 5S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.