Vikan - 12.10.1967, Blaðsíða 20
■ ■II
IPPARNIR
glingurverzlun. Þar er ekki margt
ó boðstólum: einhverjir skartgripir,
heilmikið af perluhálsböndum, svo-
lítið af bókum, eitthvað af flugritum
og svo hinir bráðnauðsynlegu
hnappar.
Bak við þessa verzlun er tjald.
Við göngum þangað og Allan lyft-
ir tjalddúknum. Þar inni liggja
nokkrir hreyf ingarlausir mannslík-
amar á teppum. Það er dauf fýla
inni í tjaldinu.
— Þetta kemur í staðinn fyrir
hugleiðingar, segir Allan.
Jenta heitir sú sem rekur þessa
verzlun. Húr\ segir okkur að hún
ætli einnig cð fara að loka vegna
þess að búizt sé við uppþotum.
Hins vegar mættum við vera, ef
við vildum.
Hugleiðingafólkinu var umsvifa-
laust kastað út.
Á skilti einu stóð: ,,good spirits".
Undir því lá maður og stundi.
Allan gengur til hans. Maðurinn
er í ferð. Allan reisir hann á fæt-
ur. Hann hefur blóðhlaupin augu
og gefur frá sér alls kyns óhljóð.
Stúlkan í verzluninni brosir til hans,
þá tekur hann að hlæja þessum
tilgangslausa hlátri og reikar út á
götuna.
Stúlkan segir að það hafi verið
drepinn maður í húsinu, svo nú sé
bezt að fara.
Enginn velti meira vöngum yfir
þeirri staðreynd að það hefur verið
drepinn maður.
Svo er skyndilega brotinn gluggi.
Og á sama augnabliki er lögreglan
komin. Sex bílar og tíu mótorhjól.
Þremur var stungið inn í lög-
reglubílinn. Hin standa og horfa á.
Það er eins og lögreglan vilji ekk-
ert fremur en hressilegt uppþot.
Einn hippinn kemur með hátalara
og hrópar nokkur brjálæðisleg orð
í hann. Honum er líka stungið upp
í lögregiubílinn.
Að lokum fer lögreglunni að leið-
ast þófið, svo hún gefst upp og
fer.
Þá er kominn tími fyrir þá hippa,
sem ekki eiga sér vísan næturstað
að fara að taka til sinna ráða.
Tvær stúlkur ganga að tveimur
piltum og spyrja, hvort þær megi
sofa hjá þeim. — Ef þið viljið, svara
piltarnir.
Eldri hipparnir, þeir, sem eru
giftir, hafa litlar íbúðir. Aðrir skipta
stórum íbúðum á milli sín. Það er
líka alltaf hægt að finna nætur-
stað fyrir hvern sem er, jafnvel þótt
það þýði að það verði að vera
fleiri en einn í sama rúminu. Og
ef það eru karlmaður og kona, sem
lenda saman í rúmi er ekkert á
móti því að elskast svolítið.
Og ef ekki er hægt að finna
næturstað, þá má alltaf notast við
garðana.
Svo er stundum spurt, hvers
vegna þetta fólk sé hér saman
komið. Því er auðsvarað. Það var
einmana, áður en það kom hingað.
Það veit að það er á móti veröld-
inni fyrir utan, eins og hún nú er.
Lausnir þeirra á vandamálum
mannsins eru einfaldar en öfga-
fullar.
Hverfum aftur til náttúrunnar,
stöðvum öll stríð, og gefum Kín-
verjum nóg að borða. Læra eitt-
hvað svolítið, mynda lítinn félags-
skap og til andskotans með allar
borgir.
Lausnirnar eru mörg hundruð.
Aðeins eitt er að: Þau geta hvergi
í heiminum fundið þá staði, sem
er eins og sá sem þau dreymir um.
Sama kvöld tala ég við Lynn,
snotra stúlku, sem lítur út fyrir að
vera 18 ára, en er 23.
Framhald á bls. 44.
V
-öi- Elskendur skreyta
sig, aSállega með því
að mála á líkama
sinn og föt.
Ó
Hipparnir cru lífsins
gleðifólk, og þeir
geta stigið dans hvar
sem er og hvenær
sem er.
Til að líkja eftir hljóðum og
litum, sem þeir upplifa í
„skynvillu ferðum“ sínum, hafa
dansarar málað sig og skreytt
sig fjöðrum í öllum regnbog-
ans litum. horfa á hreyfanleg-
ar myndir og hlusta á æðis-
gengna pop-hljómlist. O
Þessi piltur sýnir
með hláturgusum,
hvernig hægt er að
ná hátindi sælunnar.
20 VIKAN «•tbl-